Veiktist eftir Þorláksmessusöng í miðbænum Benedikt Bóas skrifar 28. desember 2017 12:30 Kristján lagðist í rúmið eftir Þorláksmessu. visir.is/Garðar Það er hægt að segja að ég sé sprækur sem lækur núna,“ segir stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson en hann þurfti að boða forföll í Bústaðakirkju um jólin, þar sem hann hefur sungið um árabil, vegna veikinda. Kristján veiktist á Þorláksmessu en hann söng í miðbænum ásamt Elmari Gilbertssyni og Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni. Þeir félagar sungu á tveimur stöðum. Í garðinum við Canopy hótelið og við skautasvellið á Ingólfstorgi. Kalt var í veðri og segir Kristján að það sé ekkert sniðugt að syngja við slíkar aðstæður. „Það er annað mál að syngja úti erlendis en hér heima í mínus þremur er það ekki mönnum bjóðandi. Það fer alveg með mann og er mjög erfitt. Þá er maður með hálsinn heitan í þessum kulda. Auðvitað erum við að gera þetta fyrir fólkið og það yljar manni að sjá bros á fólki. Þetta var mikið ævintýrakvöld og að mörgu leyti virkilega skemmtilegt því við fengum svo yndislegar viðtökur en það voru hnökrar á þessu kvöldi.“ Hann segist efast um að hann geri nokkuð svona aftur. Ekki bara vegna kuldans því skipulagsleysið og fagmennskan hafi ekki verið í neinum klassa. „Við sungum fyrst við Canopy og það var allt í góðu nema að píanistinn fór aftur fyrir sig og datt og meiddi sig. Það þarf að undirbúa svona viðburð betur og gera þetta almennilega. Mér fannst illa að þessu staðið. Við gátum lítið fylgst með hvað við vorum að gera því það vantaði mónitor til að heyra í okkur. Hljóðið var líka langt frá því að vera í lagi og ég held að menn þurfi að vanda meira til verka. En eins og ég segi, þá var þetta ævintýrakvöld,“ segir kappinn hress og kátur sem fyrr. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Það er hægt að segja að ég sé sprækur sem lækur núna,“ segir stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson en hann þurfti að boða forföll í Bústaðakirkju um jólin, þar sem hann hefur sungið um árabil, vegna veikinda. Kristján veiktist á Þorláksmessu en hann söng í miðbænum ásamt Elmari Gilbertssyni og Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni. Þeir félagar sungu á tveimur stöðum. Í garðinum við Canopy hótelið og við skautasvellið á Ingólfstorgi. Kalt var í veðri og segir Kristján að það sé ekkert sniðugt að syngja við slíkar aðstæður. „Það er annað mál að syngja úti erlendis en hér heima í mínus þremur er það ekki mönnum bjóðandi. Það fer alveg með mann og er mjög erfitt. Þá er maður með hálsinn heitan í þessum kulda. Auðvitað erum við að gera þetta fyrir fólkið og það yljar manni að sjá bros á fólki. Þetta var mikið ævintýrakvöld og að mörgu leyti virkilega skemmtilegt því við fengum svo yndislegar viðtökur en það voru hnökrar á þessu kvöldi.“ Hann segist efast um að hann geri nokkuð svona aftur. Ekki bara vegna kuldans því skipulagsleysið og fagmennskan hafi ekki verið í neinum klassa. „Við sungum fyrst við Canopy og það var allt í góðu nema að píanistinn fór aftur fyrir sig og datt og meiddi sig. Það þarf að undirbúa svona viðburð betur og gera þetta almennilega. Mér fannst illa að þessu staðið. Við gátum lítið fylgst með hvað við vorum að gera því það vantaði mónitor til að heyra í okkur. Hljóðið var líka langt frá því að vera í lagi og ég held að menn þurfi að vanda meira til verka. En eins og ég segi, þá var þetta ævintýrakvöld,“ segir kappinn hress og kátur sem fyrr.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira