Körfubolti

Kristinn á leið til Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Pálsson.
Kristinn Pálsson. vísir/ernir
Kristinn Pálsson, einn efnilegasti körfuboltamaður Íslands, er hættur að spila með háskólaliði Marist í Bandaríkjunum en þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum.

Kristinn er á sínu þriðja ári í skólanum og hefur skorað 25 stig og tekið 23 fráköst samtals í þrettán leikjum liðsins þetta tímabilið. Hann hyggst klára lokapróf annarinnar og snúa svo til Íslands.

Samkvæmt ofangreindri frétt er fráfall í fjölskyldu Kristins ástæða þess að hann snýr aftur heim á leið nú. Kristinn hefur verið orðaður við Njarðvík hér á landi.

Hann var lykilmaður í liði Marist á fyrsta ári sínu og var með 8,7 stig að meðaltali í leik og 4,4 fráköst. Hann var með 4,4 stig og 2,6 fráköst að meðaltali á síðasta tímabili.

Kristinn flutti til Ítalíu strax eftir grunnskóla og spilaði með unglingaliðinu Stella Azzurrra í Róm þar sem hann var fyrirliði liðsins sem varð meistari á Ítalíu og fór langt í Evrópukeppni framtíðarleikmanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.