Enga brauðmola, takk! Guðríður Arnardóttir skrifar 12. desember 2017 07:00 Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar verða stuttir. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins svo kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Nú ber svo við að kjarasamningar stórra hópa ríkisstarfsmanna eru lausir. Það er ekkert launungarmál að lítið hefur verið að frétta við samningaborðið og höfum við í forystu þessara félaga skynjað umboðsleysi samninganefndar ríkisins. Á Íslandi er háskólamenntun minna metin en í nágrannalöndum okkar. Ungt fólk sem gengur menntaveginn bætir litlu við ævitekjur sínar. Reyndar eru flestir námsmenn að safna skuldum í formi námslána. Það er því ekki nema eðlilegt að greiða háskólamenntuðu starfsfólki hærri laun svo menntunin sé ómaksins virði. Í dag eru ungir framhaldsskólakennarar með að lágmarki fimm ára háskólanám að baki. Ungur kennari með meistaragráðu sem ræður sig við MR fengi í dag 447.837 krónur í mánaðarlaun. Samkvæmt Hagstofu Íslands var meðaltal reglulegra launa fullvinnandi einstaklinga í landinu 552 þúsund krónur á mánuði árið 2016. Unga kennaranum, sem varð af 5 ára ævitekjum með fimm ára skuldasöfnun, er þannig boðið 80% af meðallaunum í landinu eins og þau voru á síðasta ári. Stjórnvöld verða að hafa skilning á þeirri stöðu að á Íslandi er menntun illa metin til launa í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Til viðbótar eru opinberir starfsmenn lægra launaðir en sambærilegir hópar á almennum markaði. Það gerir hið opinbera illa samkeppnishæft um mannauð. Þegar þannig árar tapar hið opinbera reyndu og vel menntuðu starfsfólki í hærra launuð störf á almennum markaði. Hið opinbera er reyndar líka í samkeppni við nágrannalöndin sem flest greiða betur fyrir sérhæft vinnuafl. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru orðnir langþreyttir á þeirri láglaunastefnu sem þar hefur viðgengist fram til þessa. Það má öllum vera ljóst að þessir hópar munu ekki sætta sig við brauðmola enn eina ferðina. Ný ríkisstjórn verður að byggja brú milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ný ríkisstjórn þarf að beita sér fyrir eðlilegum launaleiðréttingum háskólafólks hjá hinu opinbera og stuðla þannig að eðlilegri röðun launþega á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar verða stuttir. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins svo kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Nú ber svo við að kjarasamningar stórra hópa ríkisstarfsmanna eru lausir. Það er ekkert launungarmál að lítið hefur verið að frétta við samningaborðið og höfum við í forystu þessara félaga skynjað umboðsleysi samninganefndar ríkisins. Á Íslandi er háskólamenntun minna metin en í nágrannalöndum okkar. Ungt fólk sem gengur menntaveginn bætir litlu við ævitekjur sínar. Reyndar eru flestir námsmenn að safna skuldum í formi námslána. Það er því ekki nema eðlilegt að greiða háskólamenntuðu starfsfólki hærri laun svo menntunin sé ómaksins virði. Í dag eru ungir framhaldsskólakennarar með að lágmarki fimm ára háskólanám að baki. Ungur kennari með meistaragráðu sem ræður sig við MR fengi í dag 447.837 krónur í mánaðarlaun. Samkvæmt Hagstofu Íslands var meðaltal reglulegra launa fullvinnandi einstaklinga í landinu 552 þúsund krónur á mánuði árið 2016. Unga kennaranum, sem varð af 5 ára ævitekjum með fimm ára skuldasöfnun, er þannig boðið 80% af meðallaunum í landinu eins og þau voru á síðasta ári. Stjórnvöld verða að hafa skilning á þeirri stöðu að á Íslandi er menntun illa metin til launa í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Til viðbótar eru opinberir starfsmenn lægra launaðir en sambærilegir hópar á almennum markaði. Það gerir hið opinbera illa samkeppnishæft um mannauð. Þegar þannig árar tapar hið opinbera reyndu og vel menntuðu starfsfólki í hærra launuð störf á almennum markaði. Hið opinbera er reyndar líka í samkeppni við nágrannalöndin sem flest greiða betur fyrir sérhæft vinnuafl. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru orðnir langþreyttir á þeirri láglaunastefnu sem þar hefur viðgengist fram til þessa. Það má öllum vera ljóst að þessir hópar munu ekki sætta sig við brauðmola enn eina ferðina. Ný ríkisstjórn verður að byggja brú milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ný ríkisstjórn þarf að beita sér fyrir eðlilegum launaleiðréttingum háskólafólks hjá hinu opinbera og stuðla þannig að eðlilegri röðun launþega á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar