Leiðir hjá sér jólastressið 14. desember 2017 11:00 Nílsína Larsen Einarsdóttir þekkir ekki jólastress heldur nýtur aðventunnar við sultu- og skrúbbagerð. MYND/Anton Nílsína Larsen Einarsdóttir býr til jólagjafir fyrir hver jól. Það eru ýmist sultur, saft eða skrúbbar og hér gefur hún uppskrift að jólalegri kryddsultu sem kætir bragðlauka þeirra sem fá að smakka. Nílsína hefur búið til jólagjafirnar síðan hún man eftir sér. Helst eru það sultur, súrdeigsbrauð og sykurskrúbbar sem hún laumar í jólapakkana með aðalgjöfinni. „Ég geri alls konar,“ segir hún aðspurð um hvort það sé eitthvað framar öðru sem henni finnist eiga erindi til vina og vandamanna. „Ég elska að gera sultur og súrdeigsbrauð, ég hef verið að gefa sykurskrúbba og saltskrúbba gegnum tíðina sem ég bý til sjálf og ég man ekki eftir því hvenær ég hef ekki gert eitthvert smotterí með.“ Jólailminn af skrúbbunum fær hún úr kaffikorgi sem er nauðsynlegt innihaldsefni sem örvar blóðflæðið í húðinni. „Ég hef notað súkkulaði- og möndlukaffi og blandað við sykur eða salt til að gera skrúbbana og líka grýlukanil.“ Mest gaman finnst henni þó að gera jólasultuna. „Ég hef gert kryddaðar sultur með anís og kanil og einhverju svoleiðis, oftast bláberjasultu úr berjum sem ég tíni á haustin og set í frysti, þó nú sé auðvitað hægt að fá bláber hér allan ársins hring. Ég geri líka krækiberjasaft og set á flöskur og skreyti og rifsberjahlaup á hverju ári og sting því líka í pakkana. Ég reyni að nota krukkur sem til falla yfir árið, skreyti mikið með greni, nota borða, límmiða og eitthvað svona krúttlegt.“ Nílsína segist gera sulturnar í nóvember því hún hefur það líka fyrir sið að gauka góðgæti að fólki á aðventunni. „Það er svo gaman að mæta í heimsókn eða á jólafund í vinnunni eða með vinum með piparkökuöskju, gráðaost og kryddsultu.“ Hún segir það mismunandi eftir árum hvar áherslan liggur. „Það er ekkert svona þema heldur bara hvað er til hverju sinni.“ Hún viðurkennir samt að fólk leggi stundum inn pantanir. „Fólk á sitt uppáhald, sumir vilja sultu og aðrir eru til í að fá skrúbbinn góða.“ Jólin láta fyrst á sér kræla hjá Nílsínu þegar mandarínurnar birtast. „Svo fæ ég alltaf greniafskurð frá vinkonu minni sem býr í Kjósinni og þá finnst mér jólin vera komin.“ Nílsína kannast ekki við jólastress. „Það er svo fyndið að þegar allir fara í asa kringum jólin þá er ég meira svona inn á við, er bara heima að hafa það notalegt og dunda mér við að skreyta eða gera sultur og skrúbba. Það kemur með jólin til mín.“ Ekki var hægt að sleppa Nílsínu án þess að fá uppskrift að einhverju góðgæti.Kryddaða bláberjajóladjammið inniheldur m.a. bláber, stjörnuanís og kanil.Kryddað vegan bláberjajóladjamm 750 g bláber Safi úr einni sítrónu 100 ml af vatni 500 g sykur 1 kanilstöng 2 stjörnuanís 6 negulnaglar (má sleppa) ½ múskathneta Hleypir 2 msk. agar-agar (eða sama magn af gelatíni en þá er uppskriftin ekki vegan) 100 ml af vatni 1. Sjóðið bláberin, sítrónusafann og sykurinn niður. 2. Þegar sykurinn er bráðinn og ber farin að leysast upp þá má raspa ½ múskathnetu út í, bæta við kanilstöng, anísstjörnum og negulnöglum og sjóða í svona 35-40 mínútur. 3. Takið kanilstöngina og stjörnuanísinn (og negulnaglana) upp úr. 4. Hrærið agar-agar dufti og köldu vatni saman í skál og bleytið upp í öllu duftinu. Gott er að hræra vel áður en því er svo bætt út í pottinn. Sjóða í svona 7-10 mínútur til viðbótar. 5. Færið yfir á fallegar krukkur. Ég nota gjarnan krukkur sem falla til á heimilinu og endurnýti þær fyrir sultugerðina. Svo skreyti ég þær til dæmis með rauðum borða og einni kanilstöng. Eins er hægt að setja efnisbút yfir lokið og festa með grófu bandi. Úr þessari uppskrift fást 4-5 krukkur en það fer eftir stærð þeirra. Njótið með góðu súrdeigsbrauði eða piparkökum með gráðaosti. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Nílsína Larsen Einarsdóttir býr til jólagjafir fyrir hver jól. Það eru ýmist sultur, saft eða skrúbbar og hér gefur hún uppskrift að jólalegri kryddsultu sem kætir bragðlauka þeirra sem fá að smakka. Nílsína hefur búið til jólagjafirnar síðan hún man eftir sér. Helst eru það sultur, súrdeigsbrauð og sykurskrúbbar sem hún laumar í jólapakkana með aðalgjöfinni. „Ég geri alls konar,“ segir hún aðspurð um hvort það sé eitthvað framar öðru sem henni finnist eiga erindi til vina og vandamanna. „Ég elska að gera sultur og súrdeigsbrauð, ég hef verið að gefa sykurskrúbba og saltskrúbba gegnum tíðina sem ég bý til sjálf og ég man ekki eftir því hvenær ég hef ekki gert eitthvert smotterí með.“ Jólailminn af skrúbbunum fær hún úr kaffikorgi sem er nauðsynlegt innihaldsefni sem örvar blóðflæðið í húðinni. „Ég hef notað súkkulaði- og möndlukaffi og blandað við sykur eða salt til að gera skrúbbana og líka grýlukanil.“ Mest gaman finnst henni þó að gera jólasultuna. „Ég hef gert kryddaðar sultur með anís og kanil og einhverju svoleiðis, oftast bláberjasultu úr berjum sem ég tíni á haustin og set í frysti, þó nú sé auðvitað hægt að fá bláber hér allan ársins hring. Ég geri líka krækiberjasaft og set á flöskur og skreyti og rifsberjahlaup á hverju ári og sting því líka í pakkana. Ég reyni að nota krukkur sem til falla yfir árið, skreyti mikið með greni, nota borða, límmiða og eitthvað svona krúttlegt.“ Nílsína segist gera sulturnar í nóvember því hún hefur það líka fyrir sið að gauka góðgæti að fólki á aðventunni. „Það er svo gaman að mæta í heimsókn eða á jólafund í vinnunni eða með vinum með piparkökuöskju, gráðaost og kryddsultu.“ Hún segir það mismunandi eftir árum hvar áherslan liggur. „Það er ekkert svona þema heldur bara hvað er til hverju sinni.“ Hún viðurkennir samt að fólk leggi stundum inn pantanir. „Fólk á sitt uppáhald, sumir vilja sultu og aðrir eru til í að fá skrúbbinn góða.“ Jólin láta fyrst á sér kræla hjá Nílsínu þegar mandarínurnar birtast. „Svo fæ ég alltaf greniafskurð frá vinkonu minni sem býr í Kjósinni og þá finnst mér jólin vera komin.“ Nílsína kannast ekki við jólastress. „Það er svo fyndið að þegar allir fara í asa kringum jólin þá er ég meira svona inn á við, er bara heima að hafa það notalegt og dunda mér við að skreyta eða gera sultur og skrúbba. Það kemur með jólin til mín.“ Ekki var hægt að sleppa Nílsínu án þess að fá uppskrift að einhverju góðgæti.Kryddaða bláberjajóladjammið inniheldur m.a. bláber, stjörnuanís og kanil.Kryddað vegan bláberjajóladjamm 750 g bláber Safi úr einni sítrónu 100 ml af vatni 500 g sykur 1 kanilstöng 2 stjörnuanís 6 negulnaglar (má sleppa) ½ múskathneta Hleypir 2 msk. agar-agar (eða sama magn af gelatíni en þá er uppskriftin ekki vegan) 100 ml af vatni 1. Sjóðið bláberin, sítrónusafann og sykurinn niður. 2. Þegar sykurinn er bráðinn og ber farin að leysast upp þá má raspa ½ múskathnetu út í, bæta við kanilstöng, anísstjörnum og negulnöglum og sjóða í svona 35-40 mínútur. 3. Takið kanilstöngina og stjörnuanísinn (og negulnaglana) upp úr. 4. Hrærið agar-agar dufti og köldu vatni saman í skál og bleytið upp í öllu duftinu. Gott er að hræra vel áður en því er svo bætt út í pottinn. Sjóða í svona 7-10 mínútur til viðbótar. 5. Færið yfir á fallegar krukkur. Ég nota gjarnan krukkur sem falla til á heimilinu og endurnýti þær fyrir sultugerðina. Svo skreyti ég þær til dæmis með rauðum borða og einni kanilstöng. Eins er hægt að setja efnisbút yfir lokið og festa með grófu bandi. Úr þessari uppskrift fást 4-5 krukkur en það fer eftir stærð þeirra. Njótið með góðu súrdeigsbrauði eða piparkökum með gráðaosti.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning