Bókaprentun í alþjóðlegu samhengi Eyþór Páll Hauksson skrifar 14. desember 2017 07:00 Að gefnu tilefni, varðandi fréttir undanfarnar vikur um að bókaprentun sé að leggjast af á Íslandi, þá hefur undirritaður starfað við fagið í 35 ár, m.a. í Odda í 15 ár og við eigið fyrirtæki, Prentmiðlun, síðan 2008. Prentmiðlun sérhæfir sig í prentumsjón og innflutningi á bókum fyrir útgefendur hér heima og erlendis. Og hefur því haft puttann á bókaprentunarpúlsinum í all langan tíma. Því hefur víða verið haldið fram að prentun á harðbandsbókum sé að leggjast af hérlendis, en það er ekki allskostar rétt þó að sá stærsti hafi ákveðið að hætta þar sem Prentmet er m.a. enn að binda inn bækur. Prentmiðlun hefur ekki litið á sig sem samkeppnisaðila við Odda eða aðra innlenda framleiðendur, heldur við öll hin erlendu prent- og prentumsjónarfyrirtæki sem sækja mjög fast inn á okkar litla markað og með vaxandi þunga á hverju ári. Við höfum því brúað bilið fyrir marga sem vilja fá erlend verð en íslenska þjónustu. Þróunin hér heima kemur bæði á óvart og ekki. Við hrunið, þegar gengi íslensku krónunnar fór á hliðina, taldi ég fullvíst að mitt nýstofnaða fyrirtæki væri sjálfkrafa komið úr leik þar sem erlent innflutt prentverk var á einu augabragði orðið meira en tvöfalt dýrara en áður. Þrátt fyrir þessa kollsteypu í genginu þá var prentun eftir sem áður jafnan óhagstæðari innanlands. Þetta þýðir í raun að verðhækkun á innlendri bókaprentun hefur á sama tíma verið gríðarleg. Í stað þess að ná allri eða mest allri prentun aftur hingað heim, þá gerðist það ekki. Því tel ég að vandinn sé að góðum hluta heimatilbúinn.Með betri nýtingu Sem gömlum fagmanni finnst mér þessi þróun auðvitað miður. Horfandi yfir sviðið verður líka að viðurkennast að tækjabúnaður við prentun og bókband hérlendis er jafnan miklu eldri en í þeim smiðjum sem við hjá Prentmiðlun þekkjum til og því mannfrekari og afkastaminni en ella. Ég tel stærsta málið vera það að fyrirtæki erlendis eru með allt aðra og betri nýtingu á sínum vélakosti eða a.m.k. tífalt meiri ef við horfum á bókbandið sérstaklega. Þá er verið að keppa á móti mjög sérhæfðum fyrirtækjum, þ.e. prentsmiðjum sem eru eingöngu í bókaprentun og ekki neinu öðru. Sumar prenta til að mynda aðeins svarthvítar textabækur og jafnvel bara í örfáum ákveðnum stærðum. Það á t.d. við um eitt títtnefnt fyrirtæki, Bookwell, sem hefur fengið mikla kynningu á flestum vef- og prentmiðlum síðustu vikur sem hin nýja bókasmiðja fyrir Ísland, en það fyrirtæki prentar hins vegar í dag aðeins svarthvítar bækur eftir að það lokaði einni aðalverksmiðju sinni nú í haust eftir mikla rekstrarörðugleika. Það hefur því verið hálfgert ástand í bókaprentun um allnokkurt skeið. Sem dæmi þá hefur ekki verið alvöru bókband í Noregi um alllangt skeið og þarlendar prentsmiðjur senda því prentaðar arkir í bókband til m.a. Þýskalands og Danmerkur. Þá er líka búið að skrúfa verulega fyrir hjá einni stærstu bókasmiðju Svíþjóðar sem er núna varla svipur hjá sjón eftir uppsagnir um 60% starfsfólks á árinu. Sama hefur svo verið upp á teningnum í Englandi um alllangt skeið, þar er mest öll litprentun á bókum farin úr landi og búið að loka fyrirtækjum. Stundum dúkkar líka upp í umræðunni prentun í Kína en verð þar hafa snarhækkað á undanförnum misserum vegna mikilla hækkana á lágmarkslaunum. Þar að auki hefur pappírsverð þar hækkað langtum meira en hér í Evrópu. Nú er svo komið að búið er að loka mörgum bókasmiðjum þar í landi. Við erum því oftar en ekki að sjá sambærileg prentverð í Evrópu og Kína, en gengisþróun evru gagnvart dollara spilar þar líka inn í. Hér er því alls ekki um eitthvert sér íslenskt fyrirbrigði að ræða á okkar prentmarkaði þar sem við sjáum þessa þróun allt í kringum okkur á síðasta áratug, fyrirtæki eru að loka, sameinast og flytja starfsemi sína. Höfundur er prentari og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni, varðandi fréttir undanfarnar vikur um að bókaprentun sé að leggjast af á Íslandi, þá hefur undirritaður starfað við fagið í 35 ár, m.a. í Odda í 15 ár og við eigið fyrirtæki, Prentmiðlun, síðan 2008. Prentmiðlun sérhæfir sig í prentumsjón og innflutningi á bókum fyrir útgefendur hér heima og erlendis. Og hefur því haft puttann á bókaprentunarpúlsinum í all langan tíma. Því hefur víða verið haldið fram að prentun á harðbandsbókum sé að leggjast af hérlendis, en það er ekki allskostar rétt þó að sá stærsti hafi ákveðið að hætta þar sem Prentmet er m.a. enn að binda inn bækur. Prentmiðlun hefur ekki litið á sig sem samkeppnisaðila við Odda eða aðra innlenda framleiðendur, heldur við öll hin erlendu prent- og prentumsjónarfyrirtæki sem sækja mjög fast inn á okkar litla markað og með vaxandi þunga á hverju ári. Við höfum því brúað bilið fyrir marga sem vilja fá erlend verð en íslenska þjónustu. Þróunin hér heima kemur bæði á óvart og ekki. Við hrunið, þegar gengi íslensku krónunnar fór á hliðina, taldi ég fullvíst að mitt nýstofnaða fyrirtæki væri sjálfkrafa komið úr leik þar sem erlent innflutt prentverk var á einu augabragði orðið meira en tvöfalt dýrara en áður. Þrátt fyrir þessa kollsteypu í genginu þá var prentun eftir sem áður jafnan óhagstæðari innanlands. Þetta þýðir í raun að verðhækkun á innlendri bókaprentun hefur á sama tíma verið gríðarleg. Í stað þess að ná allri eða mest allri prentun aftur hingað heim, þá gerðist það ekki. Því tel ég að vandinn sé að góðum hluta heimatilbúinn.Með betri nýtingu Sem gömlum fagmanni finnst mér þessi þróun auðvitað miður. Horfandi yfir sviðið verður líka að viðurkennast að tækjabúnaður við prentun og bókband hérlendis er jafnan miklu eldri en í þeim smiðjum sem við hjá Prentmiðlun þekkjum til og því mannfrekari og afkastaminni en ella. Ég tel stærsta málið vera það að fyrirtæki erlendis eru með allt aðra og betri nýtingu á sínum vélakosti eða a.m.k. tífalt meiri ef við horfum á bókbandið sérstaklega. Þá er verið að keppa á móti mjög sérhæfðum fyrirtækjum, þ.e. prentsmiðjum sem eru eingöngu í bókaprentun og ekki neinu öðru. Sumar prenta til að mynda aðeins svarthvítar textabækur og jafnvel bara í örfáum ákveðnum stærðum. Það á t.d. við um eitt títtnefnt fyrirtæki, Bookwell, sem hefur fengið mikla kynningu á flestum vef- og prentmiðlum síðustu vikur sem hin nýja bókasmiðja fyrir Ísland, en það fyrirtæki prentar hins vegar í dag aðeins svarthvítar bækur eftir að það lokaði einni aðalverksmiðju sinni nú í haust eftir mikla rekstrarörðugleika. Það hefur því verið hálfgert ástand í bókaprentun um allnokkurt skeið. Sem dæmi þá hefur ekki verið alvöru bókband í Noregi um alllangt skeið og þarlendar prentsmiðjur senda því prentaðar arkir í bókband til m.a. Þýskalands og Danmerkur. Þá er líka búið að skrúfa verulega fyrir hjá einni stærstu bókasmiðju Svíþjóðar sem er núna varla svipur hjá sjón eftir uppsagnir um 60% starfsfólks á árinu. Sama hefur svo verið upp á teningnum í Englandi um alllangt skeið, þar er mest öll litprentun á bókum farin úr landi og búið að loka fyrirtækjum. Stundum dúkkar líka upp í umræðunni prentun í Kína en verð þar hafa snarhækkað á undanförnum misserum vegna mikilla hækkana á lágmarkslaunum. Þar að auki hefur pappírsverð þar hækkað langtum meira en hér í Evrópu. Nú er svo komið að búið er að loka mörgum bókasmiðjum þar í landi. Við erum því oftar en ekki að sjá sambærileg prentverð í Evrópu og Kína, en gengisþróun evru gagnvart dollara spilar þar líka inn í. Hér er því alls ekki um eitthvert sér íslenskt fyrirbrigði að ræða á okkar prentmarkaði þar sem við sjáum þessa þróun allt í kringum okkur á síðasta áratug, fyrirtæki eru að loka, sameinast og flytja starfsemi sína. Höfundur er prentari og framkvæmdastjóri.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar