Í kapphlaupi við tímann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2017 07:00 Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. Margir þeirra sem best þekkja til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir heims sig ekki saman um að spyrna tafarlaust við fótum geti leikurinn endanlega tapast strax um miðja þessa öld. Þetta kom meðal annars fram í máli Emmanuels Macron Frakklandsforseta í vikunni, á ráðstefnu í París um loftslagsmál. Tíminn sem við höfum til stefnu er þess eðlis að einungis við sem komin erum á fullorðinsaldur getum gripið til nauðsynlegra aðgerða. Þegar börnin okkar eru vaxin úr grasi er það hugsanlega of seint. Stundum er sagt að margar hendur vinni létt verk og það á vissulega við í þessu tilfelli – ennþá. Örfáir í hópi mestu umhverfissóðanna hafa reyndar lýst því yfir að þeir ætli ekki að vera með heldur halda áfram uppteknum hætti. Það þýðir að hinar þjóðirnar þurfa að leggja ennþá meira af mörkum.Losun gróðurhúsalofttegunda aukist á Íslandi Íslendingar eru í þeim hópi sem hvað minnst hefur gert til þess að snúa blaðinu við á undanförnum árum. Frá árinu 1990 til 2010 jókst losun okkar á gróðurhúsalofttegundum verulega á meðan flest hinna iðnvæddu og menntuðu ríkja drógu úr mengun sinni. Og við erum enn að fresta því að taka á vandanum enda þótt við lofum öllu fögru. Staðreyndin er smánarblettur sem við verðum að hreinsa af okkur. Ekki einungis til þess standa við skuldbindingar okkar í Parísarsáttmálanum og forða okkur frá u.þ.b. 230 milljarða króna sekt vegna vanefnda eftir 13 ár heldur beinlínis til þess að halda lífi. Og við eigum stórkostlegt tækifæri til þess að snúa vörn í sókn án þess að finna endilega mikið fyrir því. Langtum stærra tækifæri en flestar ef ekki allar þjóðir heims. Leynivopnið okkar, kannski dýrmætasta auðlindin okkar í framlagi til loftslagsbaráttunnar, eru opnir skurðir sem auðvelt er að fylla eða stífla. Um 85% allra framræsluskurða sem á sínum tíma voru grafnir með fjárstuðningi ríkisins eru með öllu gagnslausir til jarðræktar eða beitar. Þeir skaða hins vegar lífríki náttúrunnar með margvíslegum hætti og stuðla að gífurlegri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.Lokum skurðunum Samanlögð lengd gamalla „landbúnaðarskurða“ á Íslandi er um 33 þúsund kílómetrar. Það samsvarar vegalengdinni frá Íslandi til Sydney í Ástralíu?… og aftur til baka. Þegar við bætast ríflega 60 þúsund kílómetrar af plógræsum, sem að mestu voru rist í jörðu á síðustu áratugum síðustu aldar, nær heildarlengd votlendisræsa á Íslandi meira en tvo hringi umhverfis jörðina. Samanlögð losun bílaflotans, fiskiskipaflotans og innanlandsflugsins er einungis brot af þeirri losun sem á sér stað í framræstu mýrlendi sem hægt er að endurheimta án þess að spilla túnum eða beitarlandi. Gróðursetning trjáa til þess að minnka kolefnisfótspor okkar er mikilvæg. Henni eigum við að halda áfram. Áhrifin koma hins vegar fram á löngum tíma og duga skammt í því tímahraki sem framundan er. Endurheimt votlendis er andhverfan. Hver skurður sem lokast myndar á örskammri stundu vætu á nýjan leik og stöðvar þannig rotnun í þurrum jarðvegi gamalla mýra nánast á einni nóttu. Lokun skurða er sambærileg við nauðhemlun bifreiðar og það er álíka auðvelt að mæla strax árangur uppfyllingarinnar eins og hemlunarvegalengd bílsins. Um þessar mundir er sem betur fer að fæðast stór hópur vísindamanna og annarra sérfræðinga, fyrirtækja, stofnana og áhugasamra vakandi einstaklinga sem hyggur á stofnun samtaka um endurheimt votlendis. Markmiðið er að vekja landsmenn af værum blundi. Vonandi munu landeigendur leggja sitt af mörkum. Fjöregg okkar í loftslagsmálum er í þeirra höndum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. Margir þeirra sem best þekkja til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir heims sig ekki saman um að spyrna tafarlaust við fótum geti leikurinn endanlega tapast strax um miðja þessa öld. Þetta kom meðal annars fram í máli Emmanuels Macron Frakklandsforseta í vikunni, á ráðstefnu í París um loftslagsmál. Tíminn sem við höfum til stefnu er þess eðlis að einungis við sem komin erum á fullorðinsaldur getum gripið til nauðsynlegra aðgerða. Þegar börnin okkar eru vaxin úr grasi er það hugsanlega of seint. Stundum er sagt að margar hendur vinni létt verk og það á vissulega við í þessu tilfelli – ennþá. Örfáir í hópi mestu umhverfissóðanna hafa reyndar lýst því yfir að þeir ætli ekki að vera með heldur halda áfram uppteknum hætti. Það þýðir að hinar þjóðirnar þurfa að leggja ennþá meira af mörkum.Losun gróðurhúsalofttegunda aukist á Íslandi Íslendingar eru í þeim hópi sem hvað minnst hefur gert til þess að snúa blaðinu við á undanförnum árum. Frá árinu 1990 til 2010 jókst losun okkar á gróðurhúsalofttegundum verulega á meðan flest hinna iðnvæddu og menntuðu ríkja drógu úr mengun sinni. Og við erum enn að fresta því að taka á vandanum enda þótt við lofum öllu fögru. Staðreyndin er smánarblettur sem við verðum að hreinsa af okkur. Ekki einungis til þess standa við skuldbindingar okkar í Parísarsáttmálanum og forða okkur frá u.þ.b. 230 milljarða króna sekt vegna vanefnda eftir 13 ár heldur beinlínis til þess að halda lífi. Og við eigum stórkostlegt tækifæri til þess að snúa vörn í sókn án þess að finna endilega mikið fyrir því. Langtum stærra tækifæri en flestar ef ekki allar þjóðir heims. Leynivopnið okkar, kannski dýrmætasta auðlindin okkar í framlagi til loftslagsbaráttunnar, eru opnir skurðir sem auðvelt er að fylla eða stífla. Um 85% allra framræsluskurða sem á sínum tíma voru grafnir með fjárstuðningi ríkisins eru með öllu gagnslausir til jarðræktar eða beitar. Þeir skaða hins vegar lífríki náttúrunnar með margvíslegum hætti og stuðla að gífurlegri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.Lokum skurðunum Samanlögð lengd gamalla „landbúnaðarskurða“ á Íslandi er um 33 þúsund kílómetrar. Það samsvarar vegalengdinni frá Íslandi til Sydney í Ástralíu?… og aftur til baka. Þegar við bætast ríflega 60 þúsund kílómetrar af plógræsum, sem að mestu voru rist í jörðu á síðustu áratugum síðustu aldar, nær heildarlengd votlendisræsa á Íslandi meira en tvo hringi umhverfis jörðina. Samanlögð losun bílaflotans, fiskiskipaflotans og innanlandsflugsins er einungis brot af þeirri losun sem á sér stað í framræstu mýrlendi sem hægt er að endurheimta án þess að spilla túnum eða beitarlandi. Gróðursetning trjáa til þess að minnka kolefnisfótspor okkar er mikilvæg. Henni eigum við að halda áfram. Áhrifin koma hins vegar fram á löngum tíma og duga skammt í því tímahraki sem framundan er. Endurheimt votlendis er andhverfan. Hver skurður sem lokast myndar á örskammri stundu vætu á nýjan leik og stöðvar þannig rotnun í þurrum jarðvegi gamalla mýra nánast á einni nóttu. Lokun skurða er sambærileg við nauðhemlun bifreiðar og það er álíka auðvelt að mæla strax árangur uppfyllingarinnar eins og hemlunarvegalengd bílsins. Um þessar mundir er sem betur fer að fæðast stór hópur vísindamanna og annarra sérfræðinga, fyrirtækja, stofnana og áhugasamra vakandi einstaklinga sem hyggur á stofnun samtaka um endurheimt votlendis. Markmiðið er að vekja landsmenn af værum blundi. Vonandi munu landeigendur leggja sitt af mörkum. Fjöregg okkar í loftslagsmálum er í þeirra höndum. Höfundur er alþingismaður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun