Endalaust væl Sólveig María Árnadóttir skrifar 14. desember 2017 08:09 Í gær var Anna María Gunnarsdóttir kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Ég fagna því að hún hyggist vinna að aukinni virðingu á kennarastarfinu enda er það gríðarlega mikilvægt. Í frétt á vef Morgunblaðsins í gærkvöldi kom fram að hún teldi mikilvægt að auka stuðning við nýliða og starfandi kennara og það tel ég jákvætt. Í sömu frétt sagði Anna María þó einnig: „Það þýðir ekkert að standa og grenja yfir laununum endalaust. Virðingarverðar stéttir gera það ekki, eins og tannlæknar, þú myndir aldrei heyra þá kvarta undan laununum sínum“. Stöldrum aðeins við. Komu þessi orð virkilega frá verðandi varaformanni Kennarasambands Íslands? Er sem sagt kominn tími til þess að lúta höfðinu og sætta sig bara við hlutina eins og þeir eru? Ef kjarabarátta kennara hefur einkennst af væli, þá eiga þeir varla eitthvað betra skilið, eða hvað? Frá því að ég fór að taka þátt í hagsmunamálum kennaranema fyrir rúmum tveimur árum síðan hef ég fylgst mikið með umræðunni sem snýr að kennarastéttinni. Áhyggjur af kennaraskorti hafa verið í brennidepli og leitað hefur verið svara við því hvernig hægt sé að auka nýliðun. Auk þess sem umræðan um kjör og starfsaðstæður hefur verið nokkuð áberandi. En þessi umræða um kjör, hefur hún einkennst af væli? Nei. Orðræðuna tel ég hafa í flestum tilvikum verið setta fram með faglegum hætti, á uppbyggjandi hátt, þar sem kennarar eru ekki málaðir sem einhver vælandi grey. Til rökstuðnings þess er vert að benda lesendum á að flétta upp greinum eftir til dæmis Þórð A. Hjaltested formann KÍ, Aðalheiði Steingrímsdóttur varaformann KÍ og Guðríði Arnardóttur formann FF. Þau hafa að mínu mati staðið sig afar vel sem talsmenn kennarastéttarinnar og sagt hlutina eins og hefur lítið borið á væli. Ég tel einnig vert að benda á nýjustu greinarnar sem birtar hafa verið á vefmiðli Vísis og snúa að kennarastéttinni en fyrst ber að nefna greinina Enga brauðmola, takk! eftir Guðríði Arnardóttur og greinina Að kenna, kenna í brjósti um eða kenna um? eftir Heimi Björnsson, framhaldsskólakennara og frambjóðaenda til varaformanns KÍ. Um er að ræða tvær ólíkar greinar, þar sem hlutirnir eru sagðir eins og þeir eru, án þess þó að væla. Ég tel þessi orð tilvonandi varaformanns KÍ vera stórt skref aftur á bak í þeirri baráttu að auka virðingu kennarastéttarinnar auk þess sem talað niður til kennarastéttarinnar.Sólveig María ÁrnadóttirSamskiptafulltrúi kennaranema við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í gær var Anna María Gunnarsdóttir kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Ég fagna því að hún hyggist vinna að aukinni virðingu á kennarastarfinu enda er það gríðarlega mikilvægt. Í frétt á vef Morgunblaðsins í gærkvöldi kom fram að hún teldi mikilvægt að auka stuðning við nýliða og starfandi kennara og það tel ég jákvætt. Í sömu frétt sagði Anna María þó einnig: „Það þýðir ekkert að standa og grenja yfir laununum endalaust. Virðingarverðar stéttir gera það ekki, eins og tannlæknar, þú myndir aldrei heyra þá kvarta undan laununum sínum“. Stöldrum aðeins við. Komu þessi orð virkilega frá verðandi varaformanni Kennarasambands Íslands? Er sem sagt kominn tími til þess að lúta höfðinu og sætta sig bara við hlutina eins og þeir eru? Ef kjarabarátta kennara hefur einkennst af væli, þá eiga þeir varla eitthvað betra skilið, eða hvað? Frá því að ég fór að taka þátt í hagsmunamálum kennaranema fyrir rúmum tveimur árum síðan hef ég fylgst mikið með umræðunni sem snýr að kennarastéttinni. Áhyggjur af kennaraskorti hafa verið í brennidepli og leitað hefur verið svara við því hvernig hægt sé að auka nýliðun. Auk þess sem umræðan um kjör og starfsaðstæður hefur verið nokkuð áberandi. En þessi umræða um kjör, hefur hún einkennst af væli? Nei. Orðræðuna tel ég hafa í flestum tilvikum verið setta fram með faglegum hætti, á uppbyggjandi hátt, þar sem kennarar eru ekki málaðir sem einhver vælandi grey. Til rökstuðnings þess er vert að benda lesendum á að flétta upp greinum eftir til dæmis Þórð A. Hjaltested formann KÍ, Aðalheiði Steingrímsdóttur varaformann KÍ og Guðríði Arnardóttur formann FF. Þau hafa að mínu mati staðið sig afar vel sem talsmenn kennarastéttarinnar og sagt hlutina eins og hefur lítið borið á væli. Ég tel einnig vert að benda á nýjustu greinarnar sem birtar hafa verið á vefmiðli Vísis og snúa að kennarastéttinni en fyrst ber að nefna greinina Enga brauðmola, takk! eftir Guðríði Arnardóttur og greinina Að kenna, kenna í brjósti um eða kenna um? eftir Heimi Björnsson, framhaldsskólakennara og frambjóðaenda til varaformanns KÍ. Um er að ræða tvær ólíkar greinar, þar sem hlutirnir eru sagðir eins og þeir eru, án þess þó að væla. Ég tel þessi orð tilvonandi varaformanns KÍ vera stórt skref aftur á bak í þeirri baráttu að auka virðingu kennarastéttarinnar auk þess sem talað niður til kennarastéttarinnar.Sólveig María ÁrnadóttirSamskiptafulltrúi kennaranema við Háskólann á Akureyri
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar