Forsætisráðherra boðar breytingar í nýju fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag allar helstu tillögur fjárlagafrumvarps næsta árs og er reiknað með að Alþingi komi saman á fimmtudag í næstu viku. Forsætisráðherra segir að verulega verði bætt við fjármagni til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála en endanleg stefna stjórnvalda til næstu fimm ára líti dagsins ljós í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar töluverðar breytingar í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar frá frumvarpi fyrri stjórnar. En að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var boðað til þingflokksfunda hjá stjórnarflokkunum. Þar var farið yfir tillögur ríkisstjórnarinnar eftir fund hennar í morgun. „Það má segja að við höfum gengið frá stóru línunum í fjárlagafrumvarpinu. Það er einhver lokafrágangur á einstökum liðum eftir. Við stefnum á að ljúka honum í dag og þar með á að vera hægt að halda áfram með að undirbúa fjárlagafrumvarp sem verður þá lagt fram um miðjan mánuðinn,“ segir Katrín. En þótt ríkisstjórnin hafi gengið frá sínum áherslum eigi eftir að skrifa frumvarpið og reikna upp talnagrunn þess miðað við nýjustu þjóðahagsspá og annað slíkt áður en það verði þingtækt. Reiknað er með að þing komi saman á fimmtudag í næstu viku og umræða um fjárlögin hefjist daginn eftir. Frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða afgangi. Katrín segir afkomuhorfur betri en áður var talið og aðgerðir stjórnarinar taki mið af því og þeim mikla afgangi sem sé til staðar til að ráðast í nauðsynlegr úrbætur. „En það liggur líka fyrir að við munum ekki ná að leysa öll vandamál í þessu fjárlagafrumvarpi. Stóru línurnar varðandi hina pólitísku stefnumótun þessarar ríkisstjórnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu munu britast í fjármálaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. En það er hins vegar verið að ráðst í brýn verkefni sem við metum mjög nauðsynleg til að mynda á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála, svo ég nefni eitthvað,“ segir Katrín. Það muni sjást stærri upphæðir í þessum málaflokkum en í frumvarpi fráfarandi stjórnar. „Og líka í málaflokkum sem við leggjum sérstaka pólitíska áherlsu á. Ég vil nefna umhverfismálin þar sérstaklega. En líka málefni sem lúta að meðferð kynferðisbrota. Þarna eru sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar sem munu sjást í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir forsætisráðherra. Þá reiknar Katrín með að málalisti hvers ráðherra fyrir sig fyrir komandi þing liggi fyrir í vikulokin og síðan þurfi að horfa til lengri tíma varðandi tekju- og gjaldhliðar ríkisfjármálanna. Vonandi takist líka að ljúka frumvarpi um notendastýrða persónulega aðstoð fatlaðra (NPA). „Félagsmálaráðherra hefur þegar óskað eftir tilnefningum allra flokka í samráðshóp um þau mál. Það er lögð mikil áhersla á þau mál hjá nýja félags- og jafnréttismálaráðherranum.“Þannig að þið vonist til að þetta klárist fyrir áramót?„Það er unnið að því. Það hefur verið markmið ekki bara okkar sem sitjum í ríkisstjórn heldur allra flokka á Alþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Ríkisstjórnin afgreiddi í dag allar helstu tillögur fjárlagafrumvarps næsta árs og er reiknað með að Alþingi komi saman á fimmtudag í næstu viku. Forsætisráðherra segir að verulega verði bætt við fjármagni til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála en endanleg stefna stjórnvalda til næstu fimm ára líti dagsins ljós í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar töluverðar breytingar í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar frá frumvarpi fyrri stjórnar. En að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var boðað til þingflokksfunda hjá stjórnarflokkunum. Þar var farið yfir tillögur ríkisstjórnarinnar eftir fund hennar í morgun. „Það má segja að við höfum gengið frá stóru línunum í fjárlagafrumvarpinu. Það er einhver lokafrágangur á einstökum liðum eftir. Við stefnum á að ljúka honum í dag og þar með á að vera hægt að halda áfram með að undirbúa fjárlagafrumvarp sem verður þá lagt fram um miðjan mánuðinn,“ segir Katrín. En þótt ríkisstjórnin hafi gengið frá sínum áherslum eigi eftir að skrifa frumvarpið og reikna upp talnagrunn þess miðað við nýjustu þjóðahagsspá og annað slíkt áður en það verði þingtækt. Reiknað er með að þing komi saman á fimmtudag í næstu viku og umræða um fjárlögin hefjist daginn eftir. Frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða afgangi. Katrín segir afkomuhorfur betri en áður var talið og aðgerðir stjórnarinar taki mið af því og þeim mikla afgangi sem sé til staðar til að ráðast í nauðsynlegr úrbætur. „En það liggur líka fyrir að við munum ekki ná að leysa öll vandamál í þessu fjárlagafrumvarpi. Stóru línurnar varðandi hina pólitísku stefnumótun þessarar ríkisstjórnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu munu britast í fjármálaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. En það er hins vegar verið að ráðst í brýn verkefni sem við metum mjög nauðsynleg til að mynda á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála, svo ég nefni eitthvað,“ segir Katrín. Það muni sjást stærri upphæðir í þessum málaflokkum en í frumvarpi fráfarandi stjórnar. „Og líka í málaflokkum sem við leggjum sérstaka pólitíska áherlsu á. Ég vil nefna umhverfismálin þar sérstaklega. En líka málefni sem lúta að meðferð kynferðisbrota. Þarna eru sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar sem munu sjást í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir forsætisráðherra. Þá reiknar Katrín með að málalisti hvers ráðherra fyrir sig fyrir komandi þing liggi fyrir í vikulokin og síðan þurfi að horfa til lengri tíma varðandi tekju- og gjaldhliðar ríkisfjármálanna. Vonandi takist líka að ljúka frumvarpi um notendastýrða persónulega aðstoð fatlaðra (NPA). „Félagsmálaráðherra hefur þegar óskað eftir tilnefningum allra flokka í samráðshóp um þau mál. Það er lögð mikil áhersla á þau mál hjá nýja félags- og jafnréttismálaráðherranum.“Þannig að þið vonist til að þetta klárist fyrir áramót?„Það er unnið að því. Það hefur verið markmið ekki bara okkar sem sitjum í ríkisstjórn heldur allra flokka á Alþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira