„Núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 12:19 Frá undirritun stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en miðað við nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis nýtur hún mikils stuðnings á meðal þjóðarinnar. vísir/eyþór Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sigurvegarinn í könnun Fréttablaðsin, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina sé fjórflokkurinn gamli, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin. Allir þessir flokkar bæta við sig fylgi í könnuninni frá því sem þeir hlutu kosningunum í lok október. Gamli fjórflokkurinn telur tvo fyrrnefndu flokkanna auk Alþýðubandalagsins, forvera VG, og Alþýðuflokkinn, forvera Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru í ríkisstjórn eins og kunnugt er og Samfylkingin í stjórnarandstöðu og stærsti flokkurinn þar. „Það má kannski segja að við séum komin á svipaðan stað og fyrir hrun þegar margar ríkisstjórnir hlutu töluvert mikinn stuðning í upphafi og að stjórnmálin séu svona svolítið að jafna sig því sigurvegarinn í þessari könnun er fjórflokkurinn gamli, ef svo má segja, sem rýkur upp í fylgi og er kominn aftur í um ¾ hluta stuðnings þjóðarinnar. Þannig að sú ólga sem var hér eftir hrun virðist vera svona nokkuð að hjaðna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. visir/AntonbrinkHann segir könnunina þó ekkert segja endilega allt um stuðning við þessa flokka, sem og ríkisstjórnina, í framtíðinni. „Við höfum oft séð að stuðningur við ríkisstjórnir minnkar mjög hratt og þó svo að stuðningurinn sé góður í upphafi þá segir það ekkert endilega allt um framtíðina. Það getur fjarað hratt undan eins og við höfum séð en ríkisstjórnin hefur mjög góðan meðbyr í upphafi,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort að ríkisstjórnarsamstarfið muni gera nýju flokkunum erfiðara um vik segir Eiríkur mjög margt benda til þess að fólk sé orðið þreytt á því umróti sem verið hefur í stjórnmálunum. „Og þessi könnun sýnir það að núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn,“ segir Eiríkur og bætir við: „Mér finnst það eiginlega lang merkilegast við þessa könnun hvað þetta fyrirbæri fjórflokkurinn er ótrúlega lífseigt í íslenskum stjórnmálum.“ Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sigurvegarinn í könnun Fréttablaðsin, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina sé fjórflokkurinn gamli, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin. Allir þessir flokkar bæta við sig fylgi í könnuninni frá því sem þeir hlutu kosningunum í lok október. Gamli fjórflokkurinn telur tvo fyrrnefndu flokkanna auk Alþýðubandalagsins, forvera VG, og Alþýðuflokkinn, forvera Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru í ríkisstjórn eins og kunnugt er og Samfylkingin í stjórnarandstöðu og stærsti flokkurinn þar. „Það má kannski segja að við séum komin á svipaðan stað og fyrir hrun þegar margar ríkisstjórnir hlutu töluvert mikinn stuðning í upphafi og að stjórnmálin séu svona svolítið að jafna sig því sigurvegarinn í þessari könnun er fjórflokkurinn gamli, ef svo má segja, sem rýkur upp í fylgi og er kominn aftur í um ¾ hluta stuðnings þjóðarinnar. Þannig að sú ólga sem var hér eftir hrun virðist vera svona nokkuð að hjaðna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. visir/AntonbrinkHann segir könnunina þó ekkert segja endilega allt um stuðning við þessa flokka, sem og ríkisstjórnina, í framtíðinni. „Við höfum oft séð að stuðningur við ríkisstjórnir minnkar mjög hratt og þó svo að stuðningurinn sé góður í upphafi þá segir það ekkert endilega allt um framtíðina. Það getur fjarað hratt undan eins og við höfum séð en ríkisstjórnin hefur mjög góðan meðbyr í upphafi,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort að ríkisstjórnarsamstarfið muni gera nýju flokkunum erfiðara um vik segir Eiríkur mjög margt benda til þess að fólk sé orðið þreytt á því umróti sem verið hefur í stjórnmálunum. „Og þessi könnun sýnir það að núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn,“ segir Eiríkur og bætir við: „Mér finnst það eiginlega lang merkilegast við þessa könnun hvað þetta fyrirbæri fjórflokkurinn er ótrúlega lífseigt í íslenskum stjórnmálum.“
Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00