Umönnun við aldraða á Akranesi til fyrirmyndar Kristjana Guðjónsdóttir skrifar 7. desember 2017 07:00 Tilefni þessa greinarstúfs er umfjöllun á opinberum vettvangi um hjúkrunar- og dvalarrými fyrir aldraða. Viðfangsefnið er kunnuglegt. Þjóðin eldist og er því vaxandi og algjörlega fyrirséð þörf á úrræðum fyrir aldraða. Sem ríkt velferðarsamfélag þurfum við sem þjóð að sinna þessum málum mun betur en gert hefur verið. Að mínu mati hefur nýleg umfjöllun hins vegar að hluta verið ósanngjörn í garð þeirra sem sinna störfum í þágu aldraðra af alúð og faglegum metnaði. Þegar þörf á fleiri dvalar- og hjúkrunarheimilum ber á góma er því stundum slegið fram að nóg sé af slíkum heimilum og að lausnin felist í aukinni heimahjúkrun og -þjónustu. Að mínu mati er þetta þó ekki spurning um annaðhvort eða. Opinberar tölur t.d. frá Landlæknisembættinu sýna að fjöldi dvalar- og hjúkrunarrýma á landinu öllu hefur nánast staðið í stað frá árinu 2005. Rýmum á hverja 1.000 einstaklinga yfir 67 ára hefur því farið ört fækkandi. Þá er fjöldi rýma eftir landshlutum og sveitarfélögum mjög breytilegur. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélögin því miður staðið sig verr að þessu leyti en flest önnur, en staðan t.d. á Vesturlandi og Suðurlandi er hins vegar mun betri. Er því þörf bæði á fleiri hjúkrunar- og dvalarheimilum og auknum fjármunum til heimahjúkrunar. Ekki er nægjanlegt að byggja fleiri heimili. Það skiptir ekki síður máli að þau séu vel rekin og að gott starfsfólk fáist til að vinna við þau oft á tíðum erfiðu og vandasömu störf sem þjónustan krefst. Er svo sannarlega þörf á viðhorfsbreytingu stjórnvalda og bættum starfskjörum þeirra sem sinna þessum störfum. Þetta er efni í aðra grein. Alkunna er að á vettvangi heilbrigðismála er ein stærsta áskorunin að á sjúkrahúsum eru hjúkrunarrými í of ríkum mæli bundin við að sinna þörfum aldraðra sem í raun væri betur sinnt á sérhæfðum dvalar- og hjúkrunarheimilum – á fagmáli nefnt fráflæðisvandi. Er ekki um það deilt að síðarnefnda lausnin er í senn mun betri fyrir þá sem á þjónustunni þurfa að halda og langtum ódýrari. Flestir vilja búa sem lengst á eigin heimili. En svo getur komið að því, oft með litlum fyrirvara vegna heilsubrests, að þörf verður á að leita eftir dvöl á hjúkrunarheimili. Fyrirkomulagið í þessu efni er langt og krefst fyrirhyggju. Aldraðir þurfa nú að fara í gegnum svonefnt vistunarmat. Hér mætti stuðningur barna eða annarra nákominna ættingja aldraðra gjarna vera meiri og markvissari en oft er raunin. Því miður er því oft slegið á frest að sækja um þar til nánast er í óefni komið með heilsu eða færni hins aldraða. Þetta er því alvarlegra þegar þess er gætt að eftir að vistunarmat hefur fengist eru því miður langir biðlistar eftir rými og oftast ekkert laust á því heimili þar sem hinn aldraði kysi helst að dveljast. Endurspeglar þetta í raun þann skort sem stöðugt blasir við öldruðum um aðgang að vistun. Meðal þeirra úrræða sem Landspítalinn hefur stuðst við til þess að leita lausna á fráflæðisvanda er að semja við aðrar sjúkrastofnanir um tímabundin rými fyrir aldraða. Þar á meðal hefur Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi ákveðið að hlaupa undir bagga og bjóða tímabundin rými á heimilinu. Ég hef nýlega kynnst framkvæmd þessa samnings af eigin raun vegna nákomins fjölskyldumeðlims sem þar dvelur. Í sem stystu máli er mat mitt það að þessi framkvæmd er Akurnesingum til mikils sóma. Sú umönnun sem viðkomandi einstaklingur hefur fengið þar er til fyrirmyndar. Starfsfólk heimilisins á þakkir skildar fyrir að hlúa afbragðsvel að heimilismönnum og umgjörð gæti vart verið betri. Það er því ekki mikil ábyrgð gagnvart vandasömu viðfangsefni sem við blasir að tala um að þessi samningur feli í sér „hreppaflutninga“, aldraðir einstaklingar séu gegn vilja sínum sendir í útlegð í byggðarlögum þar sem þeir þekki engan og fjarri ættingjum sínum, eins og nýlega hefur verið skrifað í blöð og fluttar fréttir um bæði í blöðum og sjónvarpi. Ættingjar sem þannig tala á opinberum vettvangi og gera kröfur á hið opinbera mættu einnig huga að því hvort þeir beri ekki einnig einhverja ábyrgð á því að ævikvöld foreldra eða annarra nákominna verði með sómasamlegum hætti. Það er t.d. erfitt að skilja að það sé almennt ofviða fólki á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja aldraða ættingja sína á hjúkrunarheimili, t.d. á Akranesi. Aksturstíminn er í raun oft lítið lengri en t.d. ferð á milli bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem þangað gengur strætó. Höfundur er sjúkraliði með sérnám í öldrunarhjúkrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessa greinarstúfs er umfjöllun á opinberum vettvangi um hjúkrunar- og dvalarrými fyrir aldraða. Viðfangsefnið er kunnuglegt. Þjóðin eldist og er því vaxandi og algjörlega fyrirséð þörf á úrræðum fyrir aldraða. Sem ríkt velferðarsamfélag þurfum við sem þjóð að sinna þessum málum mun betur en gert hefur verið. Að mínu mati hefur nýleg umfjöllun hins vegar að hluta verið ósanngjörn í garð þeirra sem sinna störfum í þágu aldraðra af alúð og faglegum metnaði. Þegar þörf á fleiri dvalar- og hjúkrunarheimilum ber á góma er því stundum slegið fram að nóg sé af slíkum heimilum og að lausnin felist í aukinni heimahjúkrun og -þjónustu. Að mínu mati er þetta þó ekki spurning um annaðhvort eða. Opinberar tölur t.d. frá Landlæknisembættinu sýna að fjöldi dvalar- og hjúkrunarrýma á landinu öllu hefur nánast staðið í stað frá árinu 2005. Rýmum á hverja 1.000 einstaklinga yfir 67 ára hefur því farið ört fækkandi. Þá er fjöldi rýma eftir landshlutum og sveitarfélögum mjög breytilegur. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélögin því miður staðið sig verr að þessu leyti en flest önnur, en staðan t.d. á Vesturlandi og Suðurlandi er hins vegar mun betri. Er því þörf bæði á fleiri hjúkrunar- og dvalarheimilum og auknum fjármunum til heimahjúkrunar. Ekki er nægjanlegt að byggja fleiri heimili. Það skiptir ekki síður máli að þau séu vel rekin og að gott starfsfólk fáist til að vinna við þau oft á tíðum erfiðu og vandasömu störf sem þjónustan krefst. Er svo sannarlega þörf á viðhorfsbreytingu stjórnvalda og bættum starfskjörum þeirra sem sinna þessum störfum. Þetta er efni í aðra grein. Alkunna er að á vettvangi heilbrigðismála er ein stærsta áskorunin að á sjúkrahúsum eru hjúkrunarrými í of ríkum mæli bundin við að sinna þörfum aldraðra sem í raun væri betur sinnt á sérhæfðum dvalar- og hjúkrunarheimilum – á fagmáli nefnt fráflæðisvandi. Er ekki um það deilt að síðarnefnda lausnin er í senn mun betri fyrir þá sem á þjónustunni þurfa að halda og langtum ódýrari. Flestir vilja búa sem lengst á eigin heimili. En svo getur komið að því, oft með litlum fyrirvara vegna heilsubrests, að þörf verður á að leita eftir dvöl á hjúkrunarheimili. Fyrirkomulagið í þessu efni er langt og krefst fyrirhyggju. Aldraðir þurfa nú að fara í gegnum svonefnt vistunarmat. Hér mætti stuðningur barna eða annarra nákominna ættingja aldraðra gjarna vera meiri og markvissari en oft er raunin. Því miður er því oft slegið á frest að sækja um þar til nánast er í óefni komið með heilsu eða færni hins aldraða. Þetta er því alvarlegra þegar þess er gætt að eftir að vistunarmat hefur fengist eru því miður langir biðlistar eftir rými og oftast ekkert laust á því heimili þar sem hinn aldraði kysi helst að dveljast. Endurspeglar þetta í raun þann skort sem stöðugt blasir við öldruðum um aðgang að vistun. Meðal þeirra úrræða sem Landspítalinn hefur stuðst við til þess að leita lausna á fráflæðisvanda er að semja við aðrar sjúkrastofnanir um tímabundin rými fyrir aldraða. Þar á meðal hefur Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi ákveðið að hlaupa undir bagga og bjóða tímabundin rými á heimilinu. Ég hef nýlega kynnst framkvæmd þessa samnings af eigin raun vegna nákomins fjölskyldumeðlims sem þar dvelur. Í sem stystu máli er mat mitt það að þessi framkvæmd er Akurnesingum til mikils sóma. Sú umönnun sem viðkomandi einstaklingur hefur fengið þar er til fyrirmyndar. Starfsfólk heimilisins á þakkir skildar fyrir að hlúa afbragðsvel að heimilismönnum og umgjörð gæti vart verið betri. Það er því ekki mikil ábyrgð gagnvart vandasömu viðfangsefni sem við blasir að tala um að þessi samningur feli í sér „hreppaflutninga“, aldraðir einstaklingar séu gegn vilja sínum sendir í útlegð í byggðarlögum þar sem þeir þekki engan og fjarri ættingjum sínum, eins og nýlega hefur verið skrifað í blöð og fluttar fréttir um bæði í blöðum og sjónvarpi. Ættingjar sem þannig tala á opinberum vettvangi og gera kröfur á hið opinbera mættu einnig huga að því hvort þeir beri ekki einnig einhverja ábyrgð á því að ævikvöld foreldra eða annarra nákominna verði með sómasamlegum hætti. Það er t.d. erfitt að skilja að það sé almennt ofviða fólki á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja aldraða ættingja sína á hjúkrunarheimili, t.d. á Akranesi. Aksturstíminn er í raun oft lítið lengri en t.d. ferð á milli bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem þangað gengur strætó. Höfundur er sjúkraliði með sérnám í öldrunarhjúkrun.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar