Umönnun við aldraða á Akranesi til fyrirmyndar Kristjana Guðjónsdóttir skrifar 7. desember 2017 07:00 Tilefni þessa greinarstúfs er umfjöllun á opinberum vettvangi um hjúkrunar- og dvalarrými fyrir aldraða. Viðfangsefnið er kunnuglegt. Þjóðin eldist og er því vaxandi og algjörlega fyrirséð þörf á úrræðum fyrir aldraða. Sem ríkt velferðarsamfélag þurfum við sem þjóð að sinna þessum málum mun betur en gert hefur verið. Að mínu mati hefur nýleg umfjöllun hins vegar að hluta verið ósanngjörn í garð þeirra sem sinna störfum í þágu aldraðra af alúð og faglegum metnaði. Þegar þörf á fleiri dvalar- og hjúkrunarheimilum ber á góma er því stundum slegið fram að nóg sé af slíkum heimilum og að lausnin felist í aukinni heimahjúkrun og -þjónustu. Að mínu mati er þetta þó ekki spurning um annaðhvort eða. Opinberar tölur t.d. frá Landlæknisembættinu sýna að fjöldi dvalar- og hjúkrunarrýma á landinu öllu hefur nánast staðið í stað frá árinu 2005. Rýmum á hverja 1.000 einstaklinga yfir 67 ára hefur því farið ört fækkandi. Þá er fjöldi rýma eftir landshlutum og sveitarfélögum mjög breytilegur. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélögin því miður staðið sig verr að þessu leyti en flest önnur, en staðan t.d. á Vesturlandi og Suðurlandi er hins vegar mun betri. Er því þörf bæði á fleiri hjúkrunar- og dvalarheimilum og auknum fjármunum til heimahjúkrunar. Ekki er nægjanlegt að byggja fleiri heimili. Það skiptir ekki síður máli að þau séu vel rekin og að gott starfsfólk fáist til að vinna við þau oft á tíðum erfiðu og vandasömu störf sem þjónustan krefst. Er svo sannarlega þörf á viðhorfsbreytingu stjórnvalda og bættum starfskjörum þeirra sem sinna þessum störfum. Þetta er efni í aðra grein. Alkunna er að á vettvangi heilbrigðismála er ein stærsta áskorunin að á sjúkrahúsum eru hjúkrunarrými í of ríkum mæli bundin við að sinna þörfum aldraðra sem í raun væri betur sinnt á sérhæfðum dvalar- og hjúkrunarheimilum – á fagmáli nefnt fráflæðisvandi. Er ekki um það deilt að síðarnefnda lausnin er í senn mun betri fyrir þá sem á þjónustunni þurfa að halda og langtum ódýrari. Flestir vilja búa sem lengst á eigin heimili. En svo getur komið að því, oft með litlum fyrirvara vegna heilsubrests, að þörf verður á að leita eftir dvöl á hjúkrunarheimili. Fyrirkomulagið í þessu efni er langt og krefst fyrirhyggju. Aldraðir þurfa nú að fara í gegnum svonefnt vistunarmat. Hér mætti stuðningur barna eða annarra nákominna ættingja aldraðra gjarna vera meiri og markvissari en oft er raunin. Því miður er því oft slegið á frest að sækja um þar til nánast er í óefni komið með heilsu eða færni hins aldraða. Þetta er því alvarlegra þegar þess er gætt að eftir að vistunarmat hefur fengist eru því miður langir biðlistar eftir rými og oftast ekkert laust á því heimili þar sem hinn aldraði kysi helst að dveljast. Endurspeglar þetta í raun þann skort sem stöðugt blasir við öldruðum um aðgang að vistun. Meðal þeirra úrræða sem Landspítalinn hefur stuðst við til þess að leita lausna á fráflæðisvanda er að semja við aðrar sjúkrastofnanir um tímabundin rými fyrir aldraða. Þar á meðal hefur Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi ákveðið að hlaupa undir bagga og bjóða tímabundin rými á heimilinu. Ég hef nýlega kynnst framkvæmd þessa samnings af eigin raun vegna nákomins fjölskyldumeðlims sem þar dvelur. Í sem stystu máli er mat mitt það að þessi framkvæmd er Akurnesingum til mikils sóma. Sú umönnun sem viðkomandi einstaklingur hefur fengið þar er til fyrirmyndar. Starfsfólk heimilisins á þakkir skildar fyrir að hlúa afbragðsvel að heimilismönnum og umgjörð gæti vart verið betri. Það er því ekki mikil ábyrgð gagnvart vandasömu viðfangsefni sem við blasir að tala um að þessi samningur feli í sér „hreppaflutninga“, aldraðir einstaklingar séu gegn vilja sínum sendir í útlegð í byggðarlögum þar sem þeir þekki engan og fjarri ættingjum sínum, eins og nýlega hefur verið skrifað í blöð og fluttar fréttir um bæði í blöðum og sjónvarpi. Ættingjar sem þannig tala á opinberum vettvangi og gera kröfur á hið opinbera mættu einnig huga að því hvort þeir beri ekki einnig einhverja ábyrgð á því að ævikvöld foreldra eða annarra nákominna verði með sómasamlegum hætti. Það er t.d. erfitt að skilja að það sé almennt ofviða fólki á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja aldraða ættingja sína á hjúkrunarheimili, t.d. á Akranesi. Aksturstíminn er í raun oft lítið lengri en t.d. ferð á milli bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem þangað gengur strætó. Höfundur er sjúkraliði með sérnám í öldrunarhjúkrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Tilefni þessa greinarstúfs er umfjöllun á opinberum vettvangi um hjúkrunar- og dvalarrými fyrir aldraða. Viðfangsefnið er kunnuglegt. Þjóðin eldist og er því vaxandi og algjörlega fyrirséð þörf á úrræðum fyrir aldraða. Sem ríkt velferðarsamfélag þurfum við sem þjóð að sinna þessum málum mun betur en gert hefur verið. Að mínu mati hefur nýleg umfjöllun hins vegar að hluta verið ósanngjörn í garð þeirra sem sinna störfum í þágu aldraðra af alúð og faglegum metnaði. Þegar þörf á fleiri dvalar- og hjúkrunarheimilum ber á góma er því stundum slegið fram að nóg sé af slíkum heimilum og að lausnin felist í aukinni heimahjúkrun og -þjónustu. Að mínu mati er þetta þó ekki spurning um annaðhvort eða. Opinberar tölur t.d. frá Landlæknisembættinu sýna að fjöldi dvalar- og hjúkrunarrýma á landinu öllu hefur nánast staðið í stað frá árinu 2005. Rýmum á hverja 1.000 einstaklinga yfir 67 ára hefur því farið ört fækkandi. Þá er fjöldi rýma eftir landshlutum og sveitarfélögum mjög breytilegur. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélögin því miður staðið sig verr að þessu leyti en flest önnur, en staðan t.d. á Vesturlandi og Suðurlandi er hins vegar mun betri. Er því þörf bæði á fleiri hjúkrunar- og dvalarheimilum og auknum fjármunum til heimahjúkrunar. Ekki er nægjanlegt að byggja fleiri heimili. Það skiptir ekki síður máli að þau séu vel rekin og að gott starfsfólk fáist til að vinna við þau oft á tíðum erfiðu og vandasömu störf sem þjónustan krefst. Er svo sannarlega þörf á viðhorfsbreytingu stjórnvalda og bættum starfskjörum þeirra sem sinna þessum störfum. Þetta er efni í aðra grein. Alkunna er að á vettvangi heilbrigðismála er ein stærsta áskorunin að á sjúkrahúsum eru hjúkrunarrými í of ríkum mæli bundin við að sinna þörfum aldraðra sem í raun væri betur sinnt á sérhæfðum dvalar- og hjúkrunarheimilum – á fagmáli nefnt fráflæðisvandi. Er ekki um það deilt að síðarnefnda lausnin er í senn mun betri fyrir þá sem á þjónustunni þurfa að halda og langtum ódýrari. Flestir vilja búa sem lengst á eigin heimili. En svo getur komið að því, oft með litlum fyrirvara vegna heilsubrests, að þörf verður á að leita eftir dvöl á hjúkrunarheimili. Fyrirkomulagið í þessu efni er langt og krefst fyrirhyggju. Aldraðir þurfa nú að fara í gegnum svonefnt vistunarmat. Hér mætti stuðningur barna eða annarra nákominna ættingja aldraðra gjarna vera meiri og markvissari en oft er raunin. Því miður er því oft slegið á frest að sækja um þar til nánast er í óefni komið með heilsu eða færni hins aldraða. Þetta er því alvarlegra þegar þess er gætt að eftir að vistunarmat hefur fengist eru því miður langir biðlistar eftir rými og oftast ekkert laust á því heimili þar sem hinn aldraði kysi helst að dveljast. Endurspeglar þetta í raun þann skort sem stöðugt blasir við öldruðum um aðgang að vistun. Meðal þeirra úrræða sem Landspítalinn hefur stuðst við til þess að leita lausna á fráflæðisvanda er að semja við aðrar sjúkrastofnanir um tímabundin rými fyrir aldraða. Þar á meðal hefur Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi ákveðið að hlaupa undir bagga og bjóða tímabundin rými á heimilinu. Ég hef nýlega kynnst framkvæmd þessa samnings af eigin raun vegna nákomins fjölskyldumeðlims sem þar dvelur. Í sem stystu máli er mat mitt það að þessi framkvæmd er Akurnesingum til mikils sóma. Sú umönnun sem viðkomandi einstaklingur hefur fengið þar er til fyrirmyndar. Starfsfólk heimilisins á þakkir skildar fyrir að hlúa afbragðsvel að heimilismönnum og umgjörð gæti vart verið betri. Það er því ekki mikil ábyrgð gagnvart vandasömu viðfangsefni sem við blasir að tala um að þessi samningur feli í sér „hreppaflutninga“, aldraðir einstaklingar séu gegn vilja sínum sendir í útlegð í byggðarlögum þar sem þeir þekki engan og fjarri ættingjum sínum, eins og nýlega hefur verið skrifað í blöð og fluttar fréttir um bæði í blöðum og sjónvarpi. Ættingjar sem þannig tala á opinberum vettvangi og gera kröfur á hið opinbera mættu einnig huga að því hvort þeir beri ekki einnig einhverja ábyrgð á því að ævikvöld foreldra eða annarra nákominna verði með sómasamlegum hætti. Það er t.d. erfitt að skilja að það sé almennt ofviða fólki á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja aldraða ættingja sína á hjúkrunarheimili, t.d. á Akranesi. Aksturstíminn er í raun oft lítið lengri en t.d. ferð á milli bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem þangað gengur strætó. Höfundur er sjúkraliði með sérnám í öldrunarhjúkrun.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun