Má ég kyssa þig? Ragna Björg Guðbrandsdóttir og Lilja Gísladóttir skrifar 8. desember 2017 09:00 Ást og hrifning af annarri manneskju á aldrei samleið með ofbeldi. Hvort sem um er að ræða bein samskipti eða á netinu. Ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref í nánu sambandi á oft erfitt með að gera greinarmun á því hvað eru heilbrigð og/eða óheilbrigð samskipti. Ef gerð væri handbók fyrir ungt fólk í nánum samböndum væri nauðsynlegt að hafa kafla um virðingu og traust, þar sem fjallað væri um mikilvægi samþykkis eins og til dæmis fyrir kossum og kynlífi. Bjarkarhlíð mistöð fyrir þolendur ofbeldis tekur þátt í sextán daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. En undanfarið hefur mikil vitundarvakning átt sér stað um afleiðingar ofbeldis. Fólk er hvatt til að afla sér upplýsinga og leita sér hjálpar ef það hefur sætt ofbeldi í einhverri mynd. Markmið fræðslu um og þekkingar á ofbeldi er að koma í veg fyrir ofbeldið og að það endurtaki sig. Fræðsla fyrir ungt fólk um heilbrigð sambönd og að rödd þeirra skipti máli þegar kemur að því að setja mörk er mikilvæg. Upplýsingar fyrir ungt fólk um skaðsemi ofbeldis og hvað sé ofbeldi í nánum samböndum verða að vera aðgengilegar. Að vera undir stöðugu eftirliti og að fylgst sé með ferðum þínum í gegnum SMS eða samfélagsmiðla er andlegt ofbeldi. Það er andlegt ofbeldi þegar þér er bannað að hitta vini þína eða stunda vinnu eða komið er í veg fyrir það að þú gerir það sem þig langar með niðrandi athugasemdum. Krafa um öruggt kynlíf og rétt til þess að mörk séu virt á alltaf rétt á sér. Það er andlegt ofbeldi ef sá sem þú ert í nánu sambandi við skammar þig, öskrar á þig, uppnefnir þig eða gerir lítið úr þér. Andlegt ofbeldi getur þróast mjög fljótt yfir í lífshættulegt líkamlegt ofbeldi ef ekkert er gert til að stöðva það. Það er áríðandi að ungt fólk læri að þekkja hættumerki ofbeldis frá upphafi þannig að fyrstu skrefin í nýju sambandi séu tekin af öryggi og vissu. Fræðsla um kynlíf og náin samskipti fer oft fram á internetinu og í sjónvarpi. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk fái sína fyrstu fræðslu um kynlíf og náin samskipti í gegnum klám. Í klámi eru niðrandi framkoma og talsmáti sýnd sem eðlilegur hluti af kynlífi, getnaðarvarnir þekkjast ekki og ekkert samband er milli tilfinninga og kynlífs. Þegar fyrstu kynni ungs fólks af kynlífi er í gegnum klám er hætta á því að ofbeldi verði eðlilegur partur af kynlífi í huga þeirra og að ekki sé gerður greinarmunur á milli kynferðisofbeldis og kynlífs. Stafrænt ofbeldi getur einnig verið afleiðing af klámnotkun eða tengingu við klám, þegar þrýst er á einstakling að skiptast á kynferðislegum myndum eða skilaboðum. Þannig geta ljósmyndir og/eða aðrar persónulegar upplýsingar endað inn á vefsvæðum þar sem fólk hefur enga stjórn á aðstæðum lengur. Höfum í huga að ofbeldi í nánum samböndum getur byrjað á unglingsaldri og enst út ævina. Þolendur ofeldisins eru oft félagslega einangraðir og því getur verið erfitt fyrir þolendur að leita sér aðstoðar. Gerum allt til að koma í veg fyrir ofbeldi og tökum saman afstöðu gegn ofbeldi.Höfundar eru verkefnastjóri Bjarkarhlíðar og mastersnemi í félagsráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ást og hrifning af annarri manneskju á aldrei samleið með ofbeldi. Hvort sem um er að ræða bein samskipti eða á netinu. Ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref í nánu sambandi á oft erfitt með að gera greinarmun á því hvað eru heilbrigð og/eða óheilbrigð samskipti. Ef gerð væri handbók fyrir ungt fólk í nánum samböndum væri nauðsynlegt að hafa kafla um virðingu og traust, þar sem fjallað væri um mikilvægi samþykkis eins og til dæmis fyrir kossum og kynlífi. Bjarkarhlíð mistöð fyrir þolendur ofbeldis tekur þátt í sextán daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. En undanfarið hefur mikil vitundarvakning átt sér stað um afleiðingar ofbeldis. Fólk er hvatt til að afla sér upplýsinga og leita sér hjálpar ef það hefur sætt ofbeldi í einhverri mynd. Markmið fræðslu um og þekkingar á ofbeldi er að koma í veg fyrir ofbeldið og að það endurtaki sig. Fræðsla fyrir ungt fólk um heilbrigð sambönd og að rödd þeirra skipti máli þegar kemur að því að setja mörk er mikilvæg. Upplýsingar fyrir ungt fólk um skaðsemi ofbeldis og hvað sé ofbeldi í nánum samböndum verða að vera aðgengilegar. Að vera undir stöðugu eftirliti og að fylgst sé með ferðum þínum í gegnum SMS eða samfélagsmiðla er andlegt ofbeldi. Það er andlegt ofbeldi þegar þér er bannað að hitta vini þína eða stunda vinnu eða komið er í veg fyrir það að þú gerir það sem þig langar með niðrandi athugasemdum. Krafa um öruggt kynlíf og rétt til þess að mörk séu virt á alltaf rétt á sér. Það er andlegt ofbeldi ef sá sem þú ert í nánu sambandi við skammar þig, öskrar á þig, uppnefnir þig eða gerir lítið úr þér. Andlegt ofbeldi getur þróast mjög fljótt yfir í lífshættulegt líkamlegt ofbeldi ef ekkert er gert til að stöðva það. Það er áríðandi að ungt fólk læri að þekkja hættumerki ofbeldis frá upphafi þannig að fyrstu skrefin í nýju sambandi séu tekin af öryggi og vissu. Fræðsla um kynlíf og náin samskipti fer oft fram á internetinu og í sjónvarpi. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk fái sína fyrstu fræðslu um kynlíf og náin samskipti í gegnum klám. Í klámi eru niðrandi framkoma og talsmáti sýnd sem eðlilegur hluti af kynlífi, getnaðarvarnir þekkjast ekki og ekkert samband er milli tilfinninga og kynlífs. Þegar fyrstu kynni ungs fólks af kynlífi er í gegnum klám er hætta á því að ofbeldi verði eðlilegur partur af kynlífi í huga þeirra og að ekki sé gerður greinarmunur á milli kynferðisofbeldis og kynlífs. Stafrænt ofbeldi getur einnig verið afleiðing af klámnotkun eða tengingu við klám, þegar þrýst er á einstakling að skiptast á kynferðislegum myndum eða skilaboðum. Þannig geta ljósmyndir og/eða aðrar persónulegar upplýsingar endað inn á vefsvæðum þar sem fólk hefur enga stjórn á aðstæðum lengur. Höfum í huga að ofbeldi í nánum samböndum getur byrjað á unglingsaldri og enst út ævina. Þolendur ofeldisins eru oft félagslega einangraðir og því getur verið erfitt fyrir þolendur að leita sér aðstoðar. Gerum allt til að koma í veg fyrir ofbeldi og tökum saman afstöðu gegn ofbeldi.Höfundar eru verkefnastjóri Bjarkarhlíðar og mastersnemi í félagsráðgjöf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar