Hreppaflutningar eldri borgara Alda Björk Valdimarsdóttir skrifar 9. desember 2017 11:00 Kristjana Guðjónsdóttir, sjúkraliði með sérnám í öldrunarhjúkrun, sendir aðstandendum aldraðra tóninn í grein sinni, „Umönnun við aldraða á Akranesi til fyrirmyndar“ sem birtist á vef Vísis 7. desember síðastliðinn og finnst ekkert athugavert við það að aldraðir Reykvíkingar séu sendir á hjúkrunar- og dvalarheimili úti á landi. Hún segir „erfitt að skilja að það sé almennt ofviða fólki á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja aldraða ættingja sína á hjúkrunarheimili, t.d. á Akranesi.“ Mikilvægt er að árétta það góða starf sem heilbrigðisstarfsfólk um land allt sinnir af alúð við erfið skilyrði. En við erum auðugt samfélag og það hlýtur að vera sjálfsagður réttur allra þeirra sem komnir eru til ára sinna að fá sína aðhlynningu sem næst fjölskyldu og ættingjum. Það er kominn upp stór vandi í umönnun aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. Þrýstingurinn innan heilbrigðiskerfisins er ekki aðeins á það að aldrað fólk sem er að bíða eftir hjúkrunarheimili sé flutt út á land heldur er það sama gert við aldrað fólk sem er með banvænan sjúkdóm og liggur banaleguna. Þurfum við ekki að huga að rétti þessa fólks? Þurfum við sem samfélag ekki að tryggja að það fái að eyða síðustu vikum lífs síns með fjölskyldu sinni og vinum? Í október síðastliðnum setti heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum mikinn þrýsting á fjölskyldu mína um að pabbi, sem var 87 ára gamall og hafði greinst með krabbamein á lokastigi, yrði fluttur á Akranes. Í Reykjavík virtust allar dyr lokaðar. Við komumst að því að biðdeildin fyrir aldraða sem starfrækt hafði verið á Landakotsspítala væri nú orðin að endurhæfingarstöð fyrir hressara fólk sem færi heim til sín við lok meðferðar. Svipaða sögu er að segja um svokallaða hvíldarinnlögn því þangað kemst einvörðungu fólk sem er á leiðinni heim til sín. Er ekki eitthvað skakkt í kerfi þar sem gamalt fólk sem ekki getur bjargað sér sjálft er sent út á land en þeir sem eru hressari hafa forgang á vist innan höfuðborgarsvæðisins? Væri ekki skynsamlegra að snúa þessu við og senda þá sem eru frískari út á land í endurhæfingu en láta þá sem ekki eiga langt eftir hafa forgang að vist í Reykjavík ef heimili þeirra er þar? Svona uppstokkanir ættu þó bara að vera tímabundnar lausnir því það er svo sannarlega kominn tími á fleiri hjúkrunarheimili í Reykjavík. Lausnin sem kerfið bauð upp á í tilfelli pabba var að senda hann út á land; hann átti þá tvær vikur eftir ólifaðar. Kristjana er ósátt við alla gagnrýni á hreppaflutninga og segir í pistli sínum: „Ættingjar sem þannig tala á opinberum vettvangi og gera kröfur á hið opinbera mættu einnig huga að því hvort þeir beri ekki einnig einhverja ábyrgð á því að ævikvöld foreldra eða annarra nákominna verði með sómasamlegum hætti.“ Við fundum greinilega fyrir þessari kröfu hjá heilbrigðisstarfsfólki sem vildi að pabbi færi heim til sín aftur, en þegar við bentum á að hann væri of veikur var okkur sagt að það væri laust pláss úti á landi. Pabbi fór ekki á Akranes, líklega vegna harðra mótmæla barna hans. Hann var þess í stað sendur á Líknardeildina í Kópavogi þar sem hann lést 8 dögum síðar í faðmi fjölskyldunnar eftir góða aðhlynningu starfsfólks þar. Ef pabbi hefði verið sendur út á land, efast ég ekki um að síðustu dagar hans hefðu skilið eftir sig djúp sálræn ör hjá börnum hans og orðið honum áfall. Við hefðum ekki getað verið hjá honum, kvatt hann á þann hátt sem við gerðum og sýnt honum stuðning og ást eins og við gátum á Líknardeildinni. Sorgarferlið eftir andlát hans hefði verið annarskonar – kveðjustundirnar þrungnar erfiðum tilfinningum um að hann væri svona langt í burtu frá okkur. Góð aðhlynning starfsfólkins á Akranesi hefði ekki komið í veg fyrir slíkar tilfinningar. Með því að senda aldrað fólk sem á stutt eftir út á land er kerfið að svipta ættingjana þeirri gefandi ábyrgð sem flest börn vilja taka á foreldrum sínum. Slíkt kerfi er ekki að þjóna manneskjunni og geðrænum þörfum hennar jafnvel þótt ókunnugt starfsfólk standi sig vel og aðstæður á hjúkrunarheimilum séu til fyrirmyndar. Slíkt kerfi stendur fyrir aðskilnaði eldri borgara frá börnum sínum á ögurstundu í lífi þeirra allra.Alda Björk Valdimarsdóttirdósent í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Kristjana Guðjónsdóttir, sjúkraliði með sérnám í öldrunarhjúkrun, sendir aðstandendum aldraðra tóninn í grein sinni, „Umönnun við aldraða á Akranesi til fyrirmyndar“ sem birtist á vef Vísis 7. desember síðastliðinn og finnst ekkert athugavert við það að aldraðir Reykvíkingar séu sendir á hjúkrunar- og dvalarheimili úti á landi. Hún segir „erfitt að skilja að það sé almennt ofviða fólki á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja aldraða ættingja sína á hjúkrunarheimili, t.d. á Akranesi.“ Mikilvægt er að árétta það góða starf sem heilbrigðisstarfsfólk um land allt sinnir af alúð við erfið skilyrði. En við erum auðugt samfélag og það hlýtur að vera sjálfsagður réttur allra þeirra sem komnir eru til ára sinna að fá sína aðhlynningu sem næst fjölskyldu og ættingjum. Það er kominn upp stór vandi í umönnun aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. Þrýstingurinn innan heilbrigðiskerfisins er ekki aðeins á það að aldrað fólk sem er að bíða eftir hjúkrunarheimili sé flutt út á land heldur er það sama gert við aldrað fólk sem er með banvænan sjúkdóm og liggur banaleguna. Þurfum við ekki að huga að rétti þessa fólks? Þurfum við sem samfélag ekki að tryggja að það fái að eyða síðustu vikum lífs síns með fjölskyldu sinni og vinum? Í október síðastliðnum setti heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum mikinn þrýsting á fjölskyldu mína um að pabbi, sem var 87 ára gamall og hafði greinst með krabbamein á lokastigi, yrði fluttur á Akranes. Í Reykjavík virtust allar dyr lokaðar. Við komumst að því að biðdeildin fyrir aldraða sem starfrækt hafði verið á Landakotsspítala væri nú orðin að endurhæfingarstöð fyrir hressara fólk sem færi heim til sín við lok meðferðar. Svipaða sögu er að segja um svokallaða hvíldarinnlögn því þangað kemst einvörðungu fólk sem er á leiðinni heim til sín. Er ekki eitthvað skakkt í kerfi þar sem gamalt fólk sem ekki getur bjargað sér sjálft er sent út á land en þeir sem eru hressari hafa forgang á vist innan höfuðborgarsvæðisins? Væri ekki skynsamlegra að snúa þessu við og senda þá sem eru frískari út á land í endurhæfingu en láta þá sem ekki eiga langt eftir hafa forgang að vist í Reykjavík ef heimili þeirra er þar? Svona uppstokkanir ættu þó bara að vera tímabundnar lausnir því það er svo sannarlega kominn tími á fleiri hjúkrunarheimili í Reykjavík. Lausnin sem kerfið bauð upp á í tilfelli pabba var að senda hann út á land; hann átti þá tvær vikur eftir ólifaðar. Kristjana er ósátt við alla gagnrýni á hreppaflutninga og segir í pistli sínum: „Ættingjar sem þannig tala á opinberum vettvangi og gera kröfur á hið opinbera mættu einnig huga að því hvort þeir beri ekki einnig einhverja ábyrgð á því að ævikvöld foreldra eða annarra nákominna verði með sómasamlegum hætti.“ Við fundum greinilega fyrir þessari kröfu hjá heilbrigðisstarfsfólki sem vildi að pabbi færi heim til sín aftur, en þegar við bentum á að hann væri of veikur var okkur sagt að það væri laust pláss úti á landi. Pabbi fór ekki á Akranes, líklega vegna harðra mótmæla barna hans. Hann var þess í stað sendur á Líknardeildina í Kópavogi þar sem hann lést 8 dögum síðar í faðmi fjölskyldunnar eftir góða aðhlynningu starfsfólks þar. Ef pabbi hefði verið sendur út á land, efast ég ekki um að síðustu dagar hans hefðu skilið eftir sig djúp sálræn ör hjá börnum hans og orðið honum áfall. Við hefðum ekki getað verið hjá honum, kvatt hann á þann hátt sem við gerðum og sýnt honum stuðning og ást eins og við gátum á Líknardeildinni. Sorgarferlið eftir andlát hans hefði verið annarskonar – kveðjustundirnar þrungnar erfiðum tilfinningum um að hann væri svona langt í burtu frá okkur. Góð aðhlynning starfsfólkins á Akranesi hefði ekki komið í veg fyrir slíkar tilfinningar. Með því að senda aldrað fólk sem á stutt eftir út á land er kerfið að svipta ættingjana þeirri gefandi ábyrgð sem flest börn vilja taka á foreldrum sínum. Slíkt kerfi er ekki að þjóna manneskjunni og geðrænum þörfum hennar jafnvel þótt ókunnugt starfsfólk standi sig vel og aðstæður á hjúkrunarheimilum séu til fyrirmyndar. Slíkt kerfi stendur fyrir aðskilnaði eldri borgara frá börnum sínum á ögurstundu í lífi þeirra allra.Alda Björk Valdimarsdóttirdósent í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar