Hreppaflutningar eldri borgara Alda Björk Valdimarsdóttir skrifar 9. desember 2017 11:00 Kristjana Guðjónsdóttir, sjúkraliði með sérnám í öldrunarhjúkrun, sendir aðstandendum aldraðra tóninn í grein sinni, „Umönnun við aldraða á Akranesi til fyrirmyndar“ sem birtist á vef Vísis 7. desember síðastliðinn og finnst ekkert athugavert við það að aldraðir Reykvíkingar séu sendir á hjúkrunar- og dvalarheimili úti á landi. Hún segir „erfitt að skilja að það sé almennt ofviða fólki á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja aldraða ættingja sína á hjúkrunarheimili, t.d. á Akranesi.“ Mikilvægt er að árétta það góða starf sem heilbrigðisstarfsfólk um land allt sinnir af alúð við erfið skilyrði. En við erum auðugt samfélag og það hlýtur að vera sjálfsagður réttur allra þeirra sem komnir eru til ára sinna að fá sína aðhlynningu sem næst fjölskyldu og ættingjum. Það er kominn upp stór vandi í umönnun aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. Þrýstingurinn innan heilbrigðiskerfisins er ekki aðeins á það að aldrað fólk sem er að bíða eftir hjúkrunarheimili sé flutt út á land heldur er það sama gert við aldrað fólk sem er með banvænan sjúkdóm og liggur banaleguna. Þurfum við ekki að huga að rétti þessa fólks? Þurfum við sem samfélag ekki að tryggja að það fái að eyða síðustu vikum lífs síns með fjölskyldu sinni og vinum? Í október síðastliðnum setti heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum mikinn þrýsting á fjölskyldu mína um að pabbi, sem var 87 ára gamall og hafði greinst með krabbamein á lokastigi, yrði fluttur á Akranes. Í Reykjavík virtust allar dyr lokaðar. Við komumst að því að biðdeildin fyrir aldraða sem starfrækt hafði verið á Landakotsspítala væri nú orðin að endurhæfingarstöð fyrir hressara fólk sem færi heim til sín við lok meðferðar. Svipaða sögu er að segja um svokallaða hvíldarinnlögn því þangað kemst einvörðungu fólk sem er á leiðinni heim til sín. Er ekki eitthvað skakkt í kerfi þar sem gamalt fólk sem ekki getur bjargað sér sjálft er sent út á land en þeir sem eru hressari hafa forgang á vist innan höfuðborgarsvæðisins? Væri ekki skynsamlegra að snúa þessu við og senda þá sem eru frískari út á land í endurhæfingu en láta þá sem ekki eiga langt eftir hafa forgang að vist í Reykjavík ef heimili þeirra er þar? Svona uppstokkanir ættu þó bara að vera tímabundnar lausnir því það er svo sannarlega kominn tími á fleiri hjúkrunarheimili í Reykjavík. Lausnin sem kerfið bauð upp á í tilfelli pabba var að senda hann út á land; hann átti þá tvær vikur eftir ólifaðar. Kristjana er ósátt við alla gagnrýni á hreppaflutninga og segir í pistli sínum: „Ættingjar sem þannig tala á opinberum vettvangi og gera kröfur á hið opinbera mættu einnig huga að því hvort þeir beri ekki einnig einhverja ábyrgð á því að ævikvöld foreldra eða annarra nákominna verði með sómasamlegum hætti.“ Við fundum greinilega fyrir þessari kröfu hjá heilbrigðisstarfsfólki sem vildi að pabbi færi heim til sín aftur, en þegar við bentum á að hann væri of veikur var okkur sagt að það væri laust pláss úti á landi. Pabbi fór ekki á Akranes, líklega vegna harðra mótmæla barna hans. Hann var þess í stað sendur á Líknardeildina í Kópavogi þar sem hann lést 8 dögum síðar í faðmi fjölskyldunnar eftir góða aðhlynningu starfsfólks þar. Ef pabbi hefði verið sendur út á land, efast ég ekki um að síðustu dagar hans hefðu skilið eftir sig djúp sálræn ör hjá börnum hans og orðið honum áfall. Við hefðum ekki getað verið hjá honum, kvatt hann á þann hátt sem við gerðum og sýnt honum stuðning og ást eins og við gátum á Líknardeildinni. Sorgarferlið eftir andlát hans hefði verið annarskonar – kveðjustundirnar þrungnar erfiðum tilfinningum um að hann væri svona langt í burtu frá okkur. Góð aðhlynning starfsfólkins á Akranesi hefði ekki komið í veg fyrir slíkar tilfinningar. Með því að senda aldrað fólk sem á stutt eftir út á land er kerfið að svipta ættingjana þeirri gefandi ábyrgð sem flest börn vilja taka á foreldrum sínum. Slíkt kerfi er ekki að þjóna manneskjunni og geðrænum þörfum hennar jafnvel þótt ókunnugt starfsfólk standi sig vel og aðstæður á hjúkrunarheimilum séu til fyrirmyndar. Slíkt kerfi stendur fyrir aðskilnaði eldri borgara frá börnum sínum á ögurstundu í lífi þeirra allra.Alda Björk Valdimarsdóttirdósent í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Kristjana Guðjónsdóttir, sjúkraliði með sérnám í öldrunarhjúkrun, sendir aðstandendum aldraðra tóninn í grein sinni, „Umönnun við aldraða á Akranesi til fyrirmyndar“ sem birtist á vef Vísis 7. desember síðastliðinn og finnst ekkert athugavert við það að aldraðir Reykvíkingar séu sendir á hjúkrunar- og dvalarheimili úti á landi. Hún segir „erfitt að skilja að það sé almennt ofviða fólki á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja aldraða ættingja sína á hjúkrunarheimili, t.d. á Akranesi.“ Mikilvægt er að árétta það góða starf sem heilbrigðisstarfsfólk um land allt sinnir af alúð við erfið skilyrði. En við erum auðugt samfélag og það hlýtur að vera sjálfsagður réttur allra þeirra sem komnir eru til ára sinna að fá sína aðhlynningu sem næst fjölskyldu og ættingjum. Það er kominn upp stór vandi í umönnun aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. Þrýstingurinn innan heilbrigðiskerfisins er ekki aðeins á það að aldrað fólk sem er að bíða eftir hjúkrunarheimili sé flutt út á land heldur er það sama gert við aldrað fólk sem er með banvænan sjúkdóm og liggur banaleguna. Þurfum við ekki að huga að rétti þessa fólks? Þurfum við sem samfélag ekki að tryggja að það fái að eyða síðustu vikum lífs síns með fjölskyldu sinni og vinum? Í október síðastliðnum setti heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum mikinn þrýsting á fjölskyldu mína um að pabbi, sem var 87 ára gamall og hafði greinst með krabbamein á lokastigi, yrði fluttur á Akranes. Í Reykjavík virtust allar dyr lokaðar. Við komumst að því að biðdeildin fyrir aldraða sem starfrækt hafði verið á Landakotsspítala væri nú orðin að endurhæfingarstöð fyrir hressara fólk sem færi heim til sín við lok meðferðar. Svipaða sögu er að segja um svokallaða hvíldarinnlögn því þangað kemst einvörðungu fólk sem er á leiðinni heim til sín. Er ekki eitthvað skakkt í kerfi þar sem gamalt fólk sem ekki getur bjargað sér sjálft er sent út á land en þeir sem eru hressari hafa forgang á vist innan höfuðborgarsvæðisins? Væri ekki skynsamlegra að snúa þessu við og senda þá sem eru frískari út á land í endurhæfingu en láta þá sem ekki eiga langt eftir hafa forgang að vist í Reykjavík ef heimili þeirra er þar? Svona uppstokkanir ættu þó bara að vera tímabundnar lausnir því það er svo sannarlega kominn tími á fleiri hjúkrunarheimili í Reykjavík. Lausnin sem kerfið bauð upp á í tilfelli pabba var að senda hann út á land; hann átti þá tvær vikur eftir ólifaðar. Kristjana er ósátt við alla gagnrýni á hreppaflutninga og segir í pistli sínum: „Ættingjar sem þannig tala á opinberum vettvangi og gera kröfur á hið opinbera mættu einnig huga að því hvort þeir beri ekki einnig einhverja ábyrgð á því að ævikvöld foreldra eða annarra nákominna verði með sómasamlegum hætti.“ Við fundum greinilega fyrir þessari kröfu hjá heilbrigðisstarfsfólki sem vildi að pabbi færi heim til sín aftur, en þegar við bentum á að hann væri of veikur var okkur sagt að það væri laust pláss úti á landi. Pabbi fór ekki á Akranes, líklega vegna harðra mótmæla barna hans. Hann var þess í stað sendur á Líknardeildina í Kópavogi þar sem hann lést 8 dögum síðar í faðmi fjölskyldunnar eftir góða aðhlynningu starfsfólks þar. Ef pabbi hefði verið sendur út á land, efast ég ekki um að síðustu dagar hans hefðu skilið eftir sig djúp sálræn ör hjá börnum hans og orðið honum áfall. Við hefðum ekki getað verið hjá honum, kvatt hann á þann hátt sem við gerðum og sýnt honum stuðning og ást eins og við gátum á Líknardeildinni. Sorgarferlið eftir andlát hans hefði verið annarskonar – kveðjustundirnar þrungnar erfiðum tilfinningum um að hann væri svona langt í burtu frá okkur. Góð aðhlynning starfsfólkins á Akranesi hefði ekki komið í veg fyrir slíkar tilfinningar. Með því að senda aldrað fólk sem á stutt eftir út á land er kerfið að svipta ættingjana þeirri gefandi ábyrgð sem flest börn vilja taka á foreldrum sínum. Slíkt kerfi er ekki að þjóna manneskjunni og geðrænum þörfum hennar jafnvel þótt ókunnugt starfsfólk standi sig vel og aðstæður á hjúkrunarheimilum séu til fyrirmyndar. Slíkt kerfi stendur fyrir aðskilnaði eldri borgara frá börnum sínum á ögurstundu í lífi þeirra allra.Alda Björk Valdimarsdóttirdósent í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar