Fókusa þarf á forvarnir í stað meðferða Guðmundur G. Hauksson og Ingólfur Þór Tómasson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Öll samfélög á Vesturlöndum eru að takast á við vandamál sem skapast vegna andlegs ofbeldis í fyrirtækjum og stofnunum. Rannsóknir sýna að hér á Íslandi viðgengst andlegt ofbeldi eða einelti á vinnustöðum hjá um 11-12% fyrirtækja og stofnana. 71.000 fyrirtæki voru með starfsemi á Íslandi á árinu 2016 og 11% af þeim fjölda væri um 7.800 fyrirtæki. Ef við gerum ráð fyrir að það sé einn aðili í hverju þessara fyrirtækja sem hafi orðið fyrir andlegu ofbeldi, væru það um 7.800 manns á árinu 2016. Samkvæmt rannsóknum frá Bandaríkjunum telja meira en 60% af þeim sem verða fyrir andlegu ofbeldi að eina leiðin sé að hætta störfum, sem væru þá, til samanburðar, um 4.600 manns á ári hér á Íslandi. Andlegt ofbeldi er þannig að hafa veruleg áhrif á starfsemi fyrirtækja, sem missa út reynslu og þekkingu þeirra starfsmanna sem fara og þurfa í framhaldinu að kosta til við þjálfun á nýju starfsfólki. Andlegum öryrkjum fjölgar hvergi meira í Evrópu en á Íslandi, en hugsanlega má rekja það til fleiri þátta en andlegs ofbeldis á vinnustöðum. Á Geðræktardaginn 10. október 2017 var haldin ráðstefna á Grand Hóteli um kulnun í starfi og vanlíðan á vinnustað þar sem um 300 manns mættu, að stærstum hluta konur. Er þessi mikli fjöldi kvenna að endurspegla vanlíðan þeirra á vinnustöðum. Boðið er upp á mikið af virkum úrræðum fyrir þá sem verða fyrir heilsutapi vegna andlegs ofbeldis og Virk og fleiri aðilar hafa náð miklum árangri í að endurhæfa fólk og koma því aftur inn á vinnumarkaðinn. Mikill fjöldi annarra aðila s.s. sálfræðinga og geðlækna býður upp á meðferðir og aðstoð við fólk í þessu umhverfi. Spurning er hvort verið sé að einblína um of á viðbrögð við vandamálinu, en verið sé að leggja minni áherslu á forvarnir til að minnka eða kom í veg fyrir afleiðingar af andlegu ofbeldi. Það væri áhugavert að vita hversu mikinn kostnað fyrirtæki, stéttarfélög og stofnanir bera af þessu meðferðar- og umönnunarumhverfi og bera það saman við hversu mikið fjármagn hefur verið notað í forvarnir og hvort það hafi skilað mælanlegum árangri. Allavega virðist andlegum öryrkjum vera að fjölga og vandamálið því að stækka. Við þurfum líka að spyrja okkur hvort þessi fókus á viðbrögð við vandamálinu og sá mikli fjöldi aðila sem starfar á þessum vettvangi sé hugsanlega að hamla eða standa í vegi fyrir virku forvarnarstarfi. Stjórnunarhættir hafa undanfarinn áratug verið að breytast og áhersla að aukast á samráðsstjórnun, samvinnu og aukna þátttöku starfsfólks í umræðu og ákvörðunartöku í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana. Áratuga rannsóknir hafa sýnt að það er bein tenging við samráð og samskiptafærni starfsmanna við afkomu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Áherslur í þessu voru þegar komnar fram fyrir síðustu aldamót og vaxandi fjöldi rannsókna sýnir að fyrirtæki með samstarfsstjórnun standa fjárhagslega betur en þau sem byggja á miðstýringu í stjórnun. Fleiri og betri hugmyndir, frjálst flæði upplýsinga, betri ákvarðanir, meiri framleiðni, betri starfsandi og minni fjarvistir hafa haft verulega jákvæð áhrif á þessa niðurstöðu. Fyrirtæki og stofnanir sem stuðla að þátttöku starfsmanna og frjálsu flæði upplýsinga standa marktækt betur en fyrirtæki sem aðhyllast miðstýringu. (Lewin, 1988) Tíu ára rannsókn á 30 fyrirtækjum sem birt var á árinu 1996 sýndi að „fyrirtæki og stofnanir sem ástunda góða samstarfsstjórnun skapa umhverfi sem dregur úr og jafnvel útilokar marktækt vinnustaðastreitu. Þau hafa líka hærri veltu, meiri hagnað, hraðari vöxt og meiri framlegð.“ (Dennis Kravetz, 1996) Að gefa starfsfólki tækifæri til að taka fullan þátt í sínu starfsumhverfi, skilar minni starfsmannaveltu, aukinni framleiðni og betri afkomu. (Huselid og Becker, 1995) Góðu fréttirnar eru að það er hægt að breyta þessum gömlu miðstýringarstjórnunaraðferðum og innleiða í fyrirtæki umhverfi sem byggir á samstarfsstjórnun, lausnamiðuðum samskiptum og átakafærni sem byggir á markmiðum um hagkvæma niðurstöðu fyrir starfsfólk, stjórnendur, fyrirtæki og stofnanir. Guðmundur G. Hauksson er framkvæmdastjóri hjá Gordon Training Iceland.Ingólfur Þór Tómasson er samskiptaráðgjafi hjá Gordon Training Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Öll samfélög á Vesturlöndum eru að takast á við vandamál sem skapast vegna andlegs ofbeldis í fyrirtækjum og stofnunum. Rannsóknir sýna að hér á Íslandi viðgengst andlegt ofbeldi eða einelti á vinnustöðum hjá um 11-12% fyrirtækja og stofnana. 71.000 fyrirtæki voru með starfsemi á Íslandi á árinu 2016 og 11% af þeim fjölda væri um 7.800 fyrirtæki. Ef við gerum ráð fyrir að það sé einn aðili í hverju þessara fyrirtækja sem hafi orðið fyrir andlegu ofbeldi, væru það um 7.800 manns á árinu 2016. Samkvæmt rannsóknum frá Bandaríkjunum telja meira en 60% af þeim sem verða fyrir andlegu ofbeldi að eina leiðin sé að hætta störfum, sem væru þá, til samanburðar, um 4.600 manns á ári hér á Íslandi. Andlegt ofbeldi er þannig að hafa veruleg áhrif á starfsemi fyrirtækja, sem missa út reynslu og þekkingu þeirra starfsmanna sem fara og þurfa í framhaldinu að kosta til við þjálfun á nýju starfsfólki. Andlegum öryrkjum fjölgar hvergi meira í Evrópu en á Íslandi, en hugsanlega má rekja það til fleiri þátta en andlegs ofbeldis á vinnustöðum. Á Geðræktardaginn 10. október 2017 var haldin ráðstefna á Grand Hóteli um kulnun í starfi og vanlíðan á vinnustað þar sem um 300 manns mættu, að stærstum hluta konur. Er þessi mikli fjöldi kvenna að endurspegla vanlíðan þeirra á vinnustöðum. Boðið er upp á mikið af virkum úrræðum fyrir þá sem verða fyrir heilsutapi vegna andlegs ofbeldis og Virk og fleiri aðilar hafa náð miklum árangri í að endurhæfa fólk og koma því aftur inn á vinnumarkaðinn. Mikill fjöldi annarra aðila s.s. sálfræðinga og geðlækna býður upp á meðferðir og aðstoð við fólk í þessu umhverfi. Spurning er hvort verið sé að einblína um of á viðbrögð við vandamálinu, en verið sé að leggja minni áherslu á forvarnir til að minnka eða kom í veg fyrir afleiðingar af andlegu ofbeldi. Það væri áhugavert að vita hversu mikinn kostnað fyrirtæki, stéttarfélög og stofnanir bera af þessu meðferðar- og umönnunarumhverfi og bera það saman við hversu mikið fjármagn hefur verið notað í forvarnir og hvort það hafi skilað mælanlegum árangri. Allavega virðist andlegum öryrkjum vera að fjölga og vandamálið því að stækka. Við þurfum líka að spyrja okkur hvort þessi fókus á viðbrögð við vandamálinu og sá mikli fjöldi aðila sem starfar á þessum vettvangi sé hugsanlega að hamla eða standa í vegi fyrir virku forvarnarstarfi. Stjórnunarhættir hafa undanfarinn áratug verið að breytast og áhersla að aukast á samráðsstjórnun, samvinnu og aukna þátttöku starfsfólks í umræðu og ákvörðunartöku í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana. Áratuga rannsóknir hafa sýnt að það er bein tenging við samráð og samskiptafærni starfsmanna við afkomu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Áherslur í þessu voru þegar komnar fram fyrir síðustu aldamót og vaxandi fjöldi rannsókna sýnir að fyrirtæki með samstarfsstjórnun standa fjárhagslega betur en þau sem byggja á miðstýringu í stjórnun. Fleiri og betri hugmyndir, frjálst flæði upplýsinga, betri ákvarðanir, meiri framleiðni, betri starfsandi og minni fjarvistir hafa haft verulega jákvæð áhrif á þessa niðurstöðu. Fyrirtæki og stofnanir sem stuðla að þátttöku starfsmanna og frjálsu flæði upplýsinga standa marktækt betur en fyrirtæki sem aðhyllast miðstýringu. (Lewin, 1988) Tíu ára rannsókn á 30 fyrirtækjum sem birt var á árinu 1996 sýndi að „fyrirtæki og stofnanir sem ástunda góða samstarfsstjórnun skapa umhverfi sem dregur úr og jafnvel útilokar marktækt vinnustaðastreitu. Þau hafa líka hærri veltu, meiri hagnað, hraðari vöxt og meiri framlegð.“ (Dennis Kravetz, 1996) Að gefa starfsfólki tækifæri til að taka fullan þátt í sínu starfsumhverfi, skilar minni starfsmannaveltu, aukinni framleiðni og betri afkomu. (Huselid og Becker, 1995) Góðu fréttirnar eru að það er hægt að breyta þessum gömlu miðstýringarstjórnunaraðferðum og innleiða í fyrirtæki umhverfi sem byggir á samstarfsstjórnun, lausnamiðuðum samskiptum og átakafærni sem byggir á markmiðum um hagkvæma niðurstöðu fyrir starfsfólk, stjórnendur, fyrirtæki og stofnanir. Guðmundur G. Hauksson er framkvæmdastjóri hjá Gordon Training Iceland.Ingólfur Þór Tómasson er samskiptaráðgjafi hjá Gordon Training Iceland.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun