Þorlákshöfn – áföll og endurreisn Birgir Þórarinsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum orðið fyrir áföllum í atvinnumálum. Öll tengjast þessi áföll sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Umtalsverður fiskveiðikvóti hefur verið seldur burt og nú síðast tilkynnti fiskvinnslufyrirtækið Frostfiskur að það hygðist flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar og þar með fara nærri 60 störf burt af svæðinu. Afleiðingar þess að hægt sé að selja kvóta burt frá sjávarbyggðum eru sláandi; atvinnumissir, fólksfækkun, verðfall á eignum fólks og þjónustuaðila svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þessa augljósu galla á fiskveiðistjórnunarkerfinu virðist það vera stjórnvöldum erfitt að taka af skarið og koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað. Miðflokkurinn leggur áherslu á að settar verði girðingar í lögum, ef svo má að orði komast, til þess að koma í veg fyrir að kvóti verði seldur burt úr byggðarlögum sem byggja afkomu sína að stórum hluta á fiskveiðum og vinnslu. Málefni Frostfisks eru frábrugðin að því leyti til að þar er ákvörðunin viðskiptalegs eðlis en hefur ekki beint með kvóta að gera. Sveitarfélagið Ölfus hefur staðið sig vel í því að bregðast við þessum áföllum. Gott dæmi í þeim efnum er tiltrú þess á rekstri hafnarinnar og sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar endurbætur á höfninni til þess að geta aukið tekjur frá nýjum verkefnum. Endurbæturnar hófust fyrir rúmum tveimur árum síðan og hafa komið því til leiðar að í byrjun árs hófust reglubundnar millilandasiglingar til og frá Þorlákshöfn. Umsvif hafa stóraukist og er Þorlákshöfn nú komin á kortið sem inn- og útflutningshöfn, með stysta flutningstímann í sjóflutningum til og frá landinu. Ástæða er til að hrósa bæjarfélaginu fyrir þetta verkefni og þá framsýni sem það hefur sýnt með þessu. Endurbótum á höfninni er hins vegar ekki lokið og er brýnt að tryggja fjármagn til að ljúka þeim, svo stærri skip geti athafnað sig. Framhald verkefnisins er á samgönguáætlun en fjármagn ekki tryggt. Sveitarfélagið áætlar að það sem út af stendur kosti á bilinu 800-900 milljónir, sem er töluvert lægra heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs er á bilinu 60-70%. Brýnt er að í fjárlögum 2018 verði tryggt fjármagn af hálfu ríkisins, svo hefja megi framkvæmdir næsta sumar við síðari áfangann. Hér er á ferðinni arðbært og samfélagslega mikilvægt verkefni – lífæð bæjarfélagsins, sem stuðlar að vexti þess og viðgangi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum orðið fyrir áföllum í atvinnumálum. Öll tengjast þessi áföll sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Umtalsverður fiskveiðikvóti hefur verið seldur burt og nú síðast tilkynnti fiskvinnslufyrirtækið Frostfiskur að það hygðist flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar og þar með fara nærri 60 störf burt af svæðinu. Afleiðingar þess að hægt sé að selja kvóta burt frá sjávarbyggðum eru sláandi; atvinnumissir, fólksfækkun, verðfall á eignum fólks og þjónustuaðila svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þessa augljósu galla á fiskveiðistjórnunarkerfinu virðist það vera stjórnvöldum erfitt að taka af skarið og koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað. Miðflokkurinn leggur áherslu á að settar verði girðingar í lögum, ef svo má að orði komast, til þess að koma í veg fyrir að kvóti verði seldur burt úr byggðarlögum sem byggja afkomu sína að stórum hluta á fiskveiðum og vinnslu. Málefni Frostfisks eru frábrugðin að því leyti til að þar er ákvörðunin viðskiptalegs eðlis en hefur ekki beint með kvóta að gera. Sveitarfélagið Ölfus hefur staðið sig vel í því að bregðast við þessum áföllum. Gott dæmi í þeim efnum er tiltrú þess á rekstri hafnarinnar og sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar endurbætur á höfninni til þess að geta aukið tekjur frá nýjum verkefnum. Endurbæturnar hófust fyrir rúmum tveimur árum síðan og hafa komið því til leiðar að í byrjun árs hófust reglubundnar millilandasiglingar til og frá Þorlákshöfn. Umsvif hafa stóraukist og er Þorlákshöfn nú komin á kortið sem inn- og útflutningshöfn, með stysta flutningstímann í sjóflutningum til og frá landinu. Ástæða er til að hrósa bæjarfélaginu fyrir þetta verkefni og þá framsýni sem það hefur sýnt með þessu. Endurbótum á höfninni er hins vegar ekki lokið og er brýnt að tryggja fjármagn til að ljúka þeim, svo stærri skip geti athafnað sig. Framhald verkefnisins er á samgönguáætlun en fjármagn ekki tryggt. Sveitarfélagið áætlar að það sem út af stendur kosti á bilinu 800-900 milljónir, sem er töluvert lægra heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs er á bilinu 60-70%. Brýnt er að í fjárlögum 2018 verði tryggt fjármagn af hálfu ríkisins, svo hefja megi framkvæmdir næsta sumar við síðari áfangann. Hér er á ferðinni arðbært og samfélagslega mikilvægt verkefni – lífæð bæjarfélagsins, sem stuðlar að vexti þess og viðgangi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar