Þorlákshöfn – áföll og endurreisn Birgir Þórarinsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum orðið fyrir áföllum í atvinnumálum. Öll tengjast þessi áföll sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Umtalsverður fiskveiðikvóti hefur verið seldur burt og nú síðast tilkynnti fiskvinnslufyrirtækið Frostfiskur að það hygðist flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar og þar með fara nærri 60 störf burt af svæðinu. Afleiðingar þess að hægt sé að selja kvóta burt frá sjávarbyggðum eru sláandi; atvinnumissir, fólksfækkun, verðfall á eignum fólks og þjónustuaðila svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þessa augljósu galla á fiskveiðistjórnunarkerfinu virðist það vera stjórnvöldum erfitt að taka af skarið og koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað. Miðflokkurinn leggur áherslu á að settar verði girðingar í lögum, ef svo má að orði komast, til þess að koma í veg fyrir að kvóti verði seldur burt úr byggðarlögum sem byggja afkomu sína að stórum hluta á fiskveiðum og vinnslu. Málefni Frostfisks eru frábrugðin að því leyti til að þar er ákvörðunin viðskiptalegs eðlis en hefur ekki beint með kvóta að gera. Sveitarfélagið Ölfus hefur staðið sig vel í því að bregðast við þessum áföllum. Gott dæmi í þeim efnum er tiltrú þess á rekstri hafnarinnar og sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar endurbætur á höfninni til þess að geta aukið tekjur frá nýjum verkefnum. Endurbæturnar hófust fyrir rúmum tveimur árum síðan og hafa komið því til leiðar að í byrjun árs hófust reglubundnar millilandasiglingar til og frá Þorlákshöfn. Umsvif hafa stóraukist og er Þorlákshöfn nú komin á kortið sem inn- og útflutningshöfn, með stysta flutningstímann í sjóflutningum til og frá landinu. Ástæða er til að hrósa bæjarfélaginu fyrir þetta verkefni og þá framsýni sem það hefur sýnt með þessu. Endurbótum á höfninni er hins vegar ekki lokið og er brýnt að tryggja fjármagn til að ljúka þeim, svo stærri skip geti athafnað sig. Framhald verkefnisins er á samgönguáætlun en fjármagn ekki tryggt. Sveitarfélagið áætlar að það sem út af stendur kosti á bilinu 800-900 milljónir, sem er töluvert lægra heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs er á bilinu 60-70%. Brýnt er að í fjárlögum 2018 verði tryggt fjármagn af hálfu ríkisins, svo hefja megi framkvæmdir næsta sumar við síðari áfangann. Hér er á ferðinni arðbært og samfélagslega mikilvægt verkefni – lífæð bæjarfélagsins, sem stuðlar að vexti þess og viðgangi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum orðið fyrir áföllum í atvinnumálum. Öll tengjast þessi áföll sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Umtalsverður fiskveiðikvóti hefur verið seldur burt og nú síðast tilkynnti fiskvinnslufyrirtækið Frostfiskur að það hygðist flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar og þar með fara nærri 60 störf burt af svæðinu. Afleiðingar þess að hægt sé að selja kvóta burt frá sjávarbyggðum eru sláandi; atvinnumissir, fólksfækkun, verðfall á eignum fólks og þjónustuaðila svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þessa augljósu galla á fiskveiðistjórnunarkerfinu virðist það vera stjórnvöldum erfitt að taka af skarið og koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað. Miðflokkurinn leggur áherslu á að settar verði girðingar í lögum, ef svo má að orði komast, til þess að koma í veg fyrir að kvóti verði seldur burt úr byggðarlögum sem byggja afkomu sína að stórum hluta á fiskveiðum og vinnslu. Málefni Frostfisks eru frábrugðin að því leyti til að þar er ákvörðunin viðskiptalegs eðlis en hefur ekki beint með kvóta að gera. Sveitarfélagið Ölfus hefur staðið sig vel í því að bregðast við þessum áföllum. Gott dæmi í þeim efnum er tiltrú þess á rekstri hafnarinnar og sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar endurbætur á höfninni til þess að geta aukið tekjur frá nýjum verkefnum. Endurbæturnar hófust fyrir rúmum tveimur árum síðan og hafa komið því til leiðar að í byrjun árs hófust reglubundnar millilandasiglingar til og frá Þorlákshöfn. Umsvif hafa stóraukist og er Þorlákshöfn nú komin á kortið sem inn- og útflutningshöfn, með stysta flutningstímann í sjóflutningum til og frá landinu. Ástæða er til að hrósa bæjarfélaginu fyrir þetta verkefni og þá framsýni sem það hefur sýnt með þessu. Endurbótum á höfninni er hins vegar ekki lokið og er brýnt að tryggja fjármagn til að ljúka þeim, svo stærri skip geti athafnað sig. Framhald verkefnisins er á samgönguáætlun en fjármagn ekki tryggt. Sveitarfélagið áætlar að það sem út af stendur kosti á bilinu 800-900 milljónir, sem er töluvert lægra heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs er á bilinu 60-70%. Brýnt er að í fjárlögum 2018 verði tryggt fjármagn af hálfu ríkisins, svo hefja megi framkvæmdir næsta sumar við síðari áfangann. Hér er á ferðinni arðbært og samfélagslega mikilvægt verkefni – lífæð bæjarfélagsins, sem stuðlar að vexti þess og viðgangi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar