Þorlákshöfn – áföll og endurreisn Birgir Þórarinsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum orðið fyrir áföllum í atvinnumálum. Öll tengjast þessi áföll sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Umtalsverður fiskveiðikvóti hefur verið seldur burt og nú síðast tilkynnti fiskvinnslufyrirtækið Frostfiskur að það hygðist flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar og þar með fara nærri 60 störf burt af svæðinu. Afleiðingar þess að hægt sé að selja kvóta burt frá sjávarbyggðum eru sláandi; atvinnumissir, fólksfækkun, verðfall á eignum fólks og þjónustuaðila svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þessa augljósu galla á fiskveiðistjórnunarkerfinu virðist það vera stjórnvöldum erfitt að taka af skarið og koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað. Miðflokkurinn leggur áherslu á að settar verði girðingar í lögum, ef svo má að orði komast, til þess að koma í veg fyrir að kvóti verði seldur burt úr byggðarlögum sem byggja afkomu sína að stórum hluta á fiskveiðum og vinnslu. Málefni Frostfisks eru frábrugðin að því leyti til að þar er ákvörðunin viðskiptalegs eðlis en hefur ekki beint með kvóta að gera. Sveitarfélagið Ölfus hefur staðið sig vel í því að bregðast við þessum áföllum. Gott dæmi í þeim efnum er tiltrú þess á rekstri hafnarinnar og sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar endurbætur á höfninni til þess að geta aukið tekjur frá nýjum verkefnum. Endurbæturnar hófust fyrir rúmum tveimur árum síðan og hafa komið því til leiðar að í byrjun árs hófust reglubundnar millilandasiglingar til og frá Þorlákshöfn. Umsvif hafa stóraukist og er Þorlákshöfn nú komin á kortið sem inn- og útflutningshöfn, með stysta flutningstímann í sjóflutningum til og frá landinu. Ástæða er til að hrósa bæjarfélaginu fyrir þetta verkefni og þá framsýni sem það hefur sýnt með þessu. Endurbótum á höfninni er hins vegar ekki lokið og er brýnt að tryggja fjármagn til að ljúka þeim, svo stærri skip geti athafnað sig. Framhald verkefnisins er á samgönguáætlun en fjármagn ekki tryggt. Sveitarfélagið áætlar að það sem út af stendur kosti á bilinu 800-900 milljónir, sem er töluvert lægra heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs er á bilinu 60-70%. Brýnt er að í fjárlögum 2018 verði tryggt fjármagn af hálfu ríkisins, svo hefja megi framkvæmdir næsta sumar við síðari áfangann. Hér er á ferðinni arðbært og samfélagslega mikilvægt verkefni – lífæð bæjarfélagsins, sem stuðlar að vexti þess og viðgangi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum orðið fyrir áföllum í atvinnumálum. Öll tengjast þessi áföll sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Umtalsverður fiskveiðikvóti hefur verið seldur burt og nú síðast tilkynnti fiskvinnslufyrirtækið Frostfiskur að það hygðist flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar og þar með fara nærri 60 störf burt af svæðinu. Afleiðingar þess að hægt sé að selja kvóta burt frá sjávarbyggðum eru sláandi; atvinnumissir, fólksfækkun, verðfall á eignum fólks og þjónustuaðila svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þessa augljósu galla á fiskveiðistjórnunarkerfinu virðist það vera stjórnvöldum erfitt að taka af skarið og koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað. Miðflokkurinn leggur áherslu á að settar verði girðingar í lögum, ef svo má að orði komast, til þess að koma í veg fyrir að kvóti verði seldur burt úr byggðarlögum sem byggja afkomu sína að stórum hluta á fiskveiðum og vinnslu. Málefni Frostfisks eru frábrugðin að því leyti til að þar er ákvörðunin viðskiptalegs eðlis en hefur ekki beint með kvóta að gera. Sveitarfélagið Ölfus hefur staðið sig vel í því að bregðast við þessum áföllum. Gott dæmi í þeim efnum er tiltrú þess á rekstri hafnarinnar og sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar endurbætur á höfninni til þess að geta aukið tekjur frá nýjum verkefnum. Endurbæturnar hófust fyrir rúmum tveimur árum síðan og hafa komið því til leiðar að í byrjun árs hófust reglubundnar millilandasiglingar til og frá Þorlákshöfn. Umsvif hafa stóraukist og er Þorlákshöfn nú komin á kortið sem inn- og útflutningshöfn, með stysta flutningstímann í sjóflutningum til og frá landinu. Ástæða er til að hrósa bæjarfélaginu fyrir þetta verkefni og þá framsýni sem það hefur sýnt með þessu. Endurbótum á höfninni er hins vegar ekki lokið og er brýnt að tryggja fjármagn til að ljúka þeim, svo stærri skip geti athafnað sig. Framhald verkefnisins er á samgönguáætlun en fjármagn ekki tryggt. Sveitarfélagið áætlar að það sem út af stendur kosti á bilinu 800-900 milljónir, sem er töluvert lægra heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs er á bilinu 60-70%. Brýnt er að í fjárlögum 2018 verði tryggt fjármagn af hálfu ríkisins, svo hefja megi framkvæmdir næsta sumar við síðari áfangann. Hér er á ferðinni arðbært og samfélagslega mikilvægt verkefni – lífæð bæjarfélagsins, sem stuðlar að vexti þess og viðgangi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar