Innlent

Hafís nálgast landið

Gissur Sigurðsson skrifar
Hafís úti fyrir Norðurlandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Hafís úti fyrir Norðurlandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Hafísinn norður af landinu heldur áfram að nálgast landið, en er þó ekki farinn að teppa siglingaleiðir. Hann er heldur að þéttast og verður þar með varasamari.

Góð veiði hvefur verið við Ísröndina og eru nú sjö togarar í hnapp 40 til 50 sjómílur norð-norðaustur af Horni. Aflinn er nær eingöngu þorskur, að sögn stýrimans á einum togaranna.

Þá dró verulega úr undirmálsafla smábáta á síðasta fiskveiðiári og nam hann samtals liðlega þúsund tonnum. Hann minnkaði til dæmis um 30 prósent í þorski frá fiskveiðiárinu þar á undan 

Sömuleiðis minnkaði hann verulega í ufsa og gullkarfa, en jókst hinsvegar um ellefu prósent í ýsu. Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda, en engar skýringar koma þar fram á ástæðum þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×