Elsku Ragnar Þorsteinn V. Einarsson skrifar 22. nóvember 2017 11:01 Nú hefur loksins komið upp á yfirborðið það áreiti, niðurlæging og ofbeldi sem konur eru beittar. Og ég er í algjöru áfalli. En ekki Ragnar. Reyndar, eins og lesa má af Facebook, þá virðist Ragnar vera í áfalli, en bara yfir öðru en ætla mætti. Ragnar nefnilega skilur augljóslega ekki hvað þrjúhundruð stjórnmálakonur voru að segja í Kastljósi gærkvöldsins (21. nóv, 2018).Ragnar erum við allir. Karlmenn. Strákar. Við skiljum ekki, en við reynum að gera það með því t.d. að láta hlutina ekki snúast um okkur sjálfa. Okkar gagnkynhneigða karllæga sjónarhorn á lífið er nefnilega ekki eina gilda sjónarhornið. Ég ætla ekki að reyna að útskýra fyrir Ragnari eitthvað sem hann skilur ekki. Ef það hins vegar vottar fyrir skynsemi hjá okkar manni þá reikna ég með að hann muni sjá hlutina í öðru ljósi í dag. Trúi ekki öðru eftir að #ekkiveraragnar trendaði. Fyrir ekki svo löngu kom það nefnilega fyrir mig að sjá óvart hlutina í öðru ljósi en þessu gagnkynheigða karllæga. Óvart og mjög skyndilega var ég vakinn upp. Allt í einu sá ég og skildi (að einhverju takmörkuðu leiti) um hvað jafnrétti og femínismi snýst þegar ég steig harkalega inn í bleika boxið í lífinu með því einu að naglalakka mig. Sem síðan leiddi mig í ótrúlega vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á. Stundum óttast ég samt að vera ennþá tvítugi strákurinn sem skrifaði þetta á bloggið sitt í fullri alvöru undir fyrirsögninni JAFNRÉTTISKJAFTÆÐI fyrir tæpum 12 árum:Ó, hve mikið ég skammaðist mín þegar góðu vinur minn sendi mér þetta skjáskot af gamla blogginu mínu. „Ef það fer ekki einhver að stoppa þessa jafnréttisbaráttu kvennanna mega karlar fara að passa sig… Það líður ekki á löngu þar til karlar verða ekki karlar, heldur vinnukarlar“. Þetta viðhorf, þessi lífssýn er svo fjarri mínum gildum og skoðunum í dag. Eftir að ég hafði skammast mín verulega og hugsað hvort að ég gæti ekki delete-að þessari fortíð minni svo hún myndi aldrei líta dagsins ljós, var mér bent á að þetta gæti nýst í umræðunni. Af því að við komum flestir þaðan. Ef við erum ekki staddir þarna nú þegar. Í morgun var ég ekki viss hvort ég ætti að skrifa þessar hugleiðingar, af því að nú þegar hefur karlmaður tekið yfir sviðsljós kvennanna þrjúhundruð sem stigu fram og krefjast ábyrgðar karlmanna. En akkúrat út af því að kallað er eftir ábyrgð karla þá finnst mér ég þurfa að deila því með Ragnari að ég er alveg eins. Innst inni. Innst inni er ég bara lítill hræddur blístrandi smástrákur í myrkrinu, óupplýstur og algjörlega blindaður á eigin forréttindastöðu í lífinu. Misskil og er misskilinn. Elsku Ragnar. Þú ert ekki einn. Við erum flestir fávitar en erum margir tilbúnir að horfast í augu við það og reyna að breytast. Endilega vertu með okkur. Taktu ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nú hefur loksins komið upp á yfirborðið það áreiti, niðurlæging og ofbeldi sem konur eru beittar. Og ég er í algjöru áfalli. En ekki Ragnar. Reyndar, eins og lesa má af Facebook, þá virðist Ragnar vera í áfalli, en bara yfir öðru en ætla mætti. Ragnar nefnilega skilur augljóslega ekki hvað þrjúhundruð stjórnmálakonur voru að segja í Kastljósi gærkvöldsins (21. nóv, 2018).Ragnar erum við allir. Karlmenn. Strákar. Við skiljum ekki, en við reynum að gera það með því t.d. að láta hlutina ekki snúast um okkur sjálfa. Okkar gagnkynhneigða karllæga sjónarhorn á lífið er nefnilega ekki eina gilda sjónarhornið. Ég ætla ekki að reyna að útskýra fyrir Ragnari eitthvað sem hann skilur ekki. Ef það hins vegar vottar fyrir skynsemi hjá okkar manni þá reikna ég með að hann muni sjá hlutina í öðru ljósi í dag. Trúi ekki öðru eftir að #ekkiveraragnar trendaði. Fyrir ekki svo löngu kom það nefnilega fyrir mig að sjá óvart hlutina í öðru ljósi en þessu gagnkynheigða karllæga. Óvart og mjög skyndilega var ég vakinn upp. Allt í einu sá ég og skildi (að einhverju takmörkuðu leiti) um hvað jafnrétti og femínismi snýst þegar ég steig harkalega inn í bleika boxið í lífinu með því einu að naglalakka mig. Sem síðan leiddi mig í ótrúlega vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á. Stundum óttast ég samt að vera ennþá tvítugi strákurinn sem skrifaði þetta á bloggið sitt í fullri alvöru undir fyrirsögninni JAFNRÉTTISKJAFTÆÐI fyrir tæpum 12 árum:Ó, hve mikið ég skammaðist mín þegar góðu vinur minn sendi mér þetta skjáskot af gamla blogginu mínu. „Ef það fer ekki einhver að stoppa þessa jafnréttisbaráttu kvennanna mega karlar fara að passa sig… Það líður ekki á löngu þar til karlar verða ekki karlar, heldur vinnukarlar“. Þetta viðhorf, þessi lífssýn er svo fjarri mínum gildum og skoðunum í dag. Eftir að ég hafði skammast mín verulega og hugsað hvort að ég gæti ekki delete-að þessari fortíð minni svo hún myndi aldrei líta dagsins ljós, var mér bent á að þetta gæti nýst í umræðunni. Af því að við komum flestir þaðan. Ef við erum ekki staddir þarna nú þegar. Í morgun var ég ekki viss hvort ég ætti að skrifa þessar hugleiðingar, af því að nú þegar hefur karlmaður tekið yfir sviðsljós kvennanna þrjúhundruð sem stigu fram og krefjast ábyrgðar karlmanna. En akkúrat út af því að kallað er eftir ábyrgð karla þá finnst mér ég þurfa að deila því með Ragnari að ég er alveg eins. Innst inni. Innst inni er ég bara lítill hræddur blístrandi smástrákur í myrkrinu, óupplýstur og algjörlega blindaður á eigin forréttindastöðu í lífinu. Misskil og er misskilinn. Elsku Ragnar. Þú ert ekki einn. Við erum flestir fávitar en erum margir tilbúnir að horfast í augu við það og reyna að breytast. Endilega vertu með okkur. Taktu ábyrgð.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar