Elsku Ragnar Þorsteinn V. Einarsson skrifar 22. nóvember 2017 11:01 Nú hefur loksins komið upp á yfirborðið það áreiti, niðurlæging og ofbeldi sem konur eru beittar. Og ég er í algjöru áfalli. En ekki Ragnar. Reyndar, eins og lesa má af Facebook, þá virðist Ragnar vera í áfalli, en bara yfir öðru en ætla mætti. Ragnar nefnilega skilur augljóslega ekki hvað þrjúhundruð stjórnmálakonur voru að segja í Kastljósi gærkvöldsins (21. nóv, 2018).Ragnar erum við allir. Karlmenn. Strákar. Við skiljum ekki, en við reynum að gera það með því t.d. að láta hlutina ekki snúast um okkur sjálfa. Okkar gagnkynhneigða karllæga sjónarhorn á lífið er nefnilega ekki eina gilda sjónarhornið. Ég ætla ekki að reyna að útskýra fyrir Ragnari eitthvað sem hann skilur ekki. Ef það hins vegar vottar fyrir skynsemi hjá okkar manni þá reikna ég með að hann muni sjá hlutina í öðru ljósi í dag. Trúi ekki öðru eftir að #ekkiveraragnar trendaði. Fyrir ekki svo löngu kom það nefnilega fyrir mig að sjá óvart hlutina í öðru ljósi en þessu gagnkynheigða karllæga. Óvart og mjög skyndilega var ég vakinn upp. Allt í einu sá ég og skildi (að einhverju takmörkuðu leiti) um hvað jafnrétti og femínismi snýst þegar ég steig harkalega inn í bleika boxið í lífinu með því einu að naglalakka mig. Sem síðan leiddi mig í ótrúlega vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á. Stundum óttast ég samt að vera ennþá tvítugi strákurinn sem skrifaði þetta á bloggið sitt í fullri alvöru undir fyrirsögninni JAFNRÉTTISKJAFTÆÐI fyrir tæpum 12 árum:Ó, hve mikið ég skammaðist mín þegar góðu vinur minn sendi mér þetta skjáskot af gamla blogginu mínu. „Ef það fer ekki einhver að stoppa þessa jafnréttisbaráttu kvennanna mega karlar fara að passa sig… Það líður ekki á löngu þar til karlar verða ekki karlar, heldur vinnukarlar“. Þetta viðhorf, þessi lífssýn er svo fjarri mínum gildum og skoðunum í dag. Eftir að ég hafði skammast mín verulega og hugsað hvort að ég gæti ekki delete-að þessari fortíð minni svo hún myndi aldrei líta dagsins ljós, var mér bent á að þetta gæti nýst í umræðunni. Af því að við komum flestir þaðan. Ef við erum ekki staddir þarna nú þegar. Í morgun var ég ekki viss hvort ég ætti að skrifa þessar hugleiðingar, af því að nú þegar hefur karlmaður tekið yfir sviðsljós kvennanna þrjúhundruð sem stigu fram og krefjast ábyrgðar karlmanna. En akkúrat út af því að kallað er eftir ábyrgð karla þá finnst mér ég þurfa að deila því með Ragnari að ég er alveg eins. Innst inni. Innst inni er ég bara lítill hræddur blístrandi smástrákur í myrkrinu, óupplýstur og algjörlega blindaður á eigin forréttindastöðu í lífinu. Misskil og er misskilinn. Elsku Ragnar. Þú ert ekki einn. Við erum flestir fávitar en erum margir tilbúnir að horfast í augu við það og reyna að breytast. Endilega vertu með okkur. Taktu ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú hefur loksins komið upp á yfirborðið það áreiti, niðurlæging og ofbeldi sem konur eru beittar. Og ég er í algjöru áfalli. En ekki Ragnar. Reyndar, eins og lesa má af Facebook, þá virðist Ragnar vera í áfalli, en bara yfir öðru en ætla mætti. Ragnar nefnilega skilur augljóslega ekki hvað þrjúhundruð stjórnmálakonur voru að segja í Kastljósi gærkvöldsins (21. nóv, 2018).Ragnar erum við allir. Karlmenn. Strákar. Við skiljum ekki, en við reynum að gera það með því t.d. að láta hlutina ekki snúast um okkur sjálfa. Okkar gagnkynhneigða karllæga sjónarhorn á lífið er nefnilega ekki eina gilda sjónarhornið. Ég ætla ekki að reyna að útskýra fyrir Ragnari eitthvað sem hann skilur ekki. Ef það hins vegar vottar fyrir skynsemi hjá okkar manni þá reikna ég með að hann muni sjá hlutina í öðru ljósi í dag. Trúi ekki öðru eftir að #ekkiveraragnar trendaði. Fyrir ekki svo löngu kom það nefnilega fyrir mig að sjá óvart hlutina í öðru ljósi en þessu gagnkynheigða karllæga. Óvart og mjög skyndilega var ég vakinn upp. Allt í einu sá ég og skildi (að einhverju takmörkuðu leiti) um hvað jafnrétti og femínismi snýst þegar ég steig harkalega inn í bleika boxið í lífinu með því einu að naglalakka mig. Sem síðan leiddi mig í ótrúlega vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á. Stundum óttast ég samt að vera ennþá tvítugi strákurinn sem skrifaði þetta á bloggið sitt í fullri alvöru undir fyrirsögninni JAFNRÉTTISKJAFTÆÐI fyrir tæpum 12 árum:Ó, hve mikið ég skammaðist mín þegar góðu vinur minn sendi mér þetta skjáskot af gamla blogginu mínu. „Ef það fer ekki einhver að stoppa þessa jafnréttisbaráttu kvennanna mega karlar fara að passa sig… Það líður ekki á löngu þar til karlar verða ekki karlar, heldur vinnukarlar“. Þetta viðhorf, þessi lífssýn er svo fjarri mínum gildum og skoðunum í dag. Eftir að ég hafði skammast mín verulega og hugsað hvort að ég gæti ekki delete-að þessari fortíð minni svo hún myndi aldrei líta dagsins ljós, var mér bent á að þetta gæti nýst í umræðunni. Af því að við komum flestir þaðan. Ef við erum ekki staddir þarna nú þegar. Í morgun var ég ekki viss hvort ég ætti að skrifa þessar hugleiðingar, af því að nú þegar hefur karlmaður tekið yfir sviðsljós kvennanna þrjúhundruð sem stigu fram og krefjast ábyrgðar karlmanna. En akkúrat út af því að kallað er eftir ábyrgð karla þá finnst mér ég þurfa að deila því með Ragnari að ég er alveg eins. Innst inni. Innst inni er ég bara lítill hræddur blístrandi smástrákur í myrkrinu, óupplýstur og algjörlega blindaður á eigin forréttindastöðu í lífinu. Misskil og er misskilinn. Elsku Ragnar. Þú ert ekki einn. Við erum flestir fávitar en erum margir tilbúnir að horfast í augu við það og reyna að breytast. Endilega vertu með okkur. Taktu ábyrgð.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar