Var 12 ár að vinna bókina og ætlar nú að gera sjónvarpsþátt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 12:00 Andrea Eyland gaf út bókina Kviknar á dögunum en í henni má finna reynslusögur um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu ásamt fallegum ljósmyndum Aldísar Pálsdóttur. Þorleifur Kamban Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir er ein þeirra þriggja kvenna sem standa að bókinni Kviknar sem kom út á dögunum. Andrea gaf bókina sjálf út með sambýlismanni sínum en þeirra sameinaða fjölskylda fer stækkandi á næsta ári þegar sjöunda barnið bætist í hópinn, þeirra fyrsta saman. Andrea var 12 ár að gera bókina Kviknar og lærði margt á þessum tíma um sjálfa sig, hamingjuna og að láta draumana rætast. „Ég varð alveg óð í allar upplýsingar um það sem var að gerast hjá mér og barninu innan í mér. Ég fann aldrei neitt ekta íslenskt sem var nógu fræðandi fyrir mig og því byrjaði ég að skrifa niður efni skjal, sem stækkaði svo og stækkaði með árunum.“Mun gyllinæðin fylgja mér að eilífu?Bókin er stútfull af reynslusögum og eru einnig myndir af ófrískum konum, fæðingum, nýfæddum börnum og öðru tengt þessu ferli. Ljósmyndirnar tók Aldís Pálsdóttir sem er einstaklega hæfileikaríkur ljósmyndari og myndir hennar eru stórkostleg listaverk. Í bland við reynslusögur eru gagnlegar upplýsingar frá Hafdísi Rúnarsdóttir ljósmóður „Allt í kringum þetta ferli sem foreldrar ganga í gegnum er svo merkilegt og sögur af því ganga kvenna og manna á milli. Oft lifir það sem neikvætt er betur og lengur og stundum verða foreldrar einfaldlega óttaslegnir. Sumar spurningar og vangaveltur virðast heimskulegar eða hallærislegar og umræðan um allskonar feimnismál dettur upp fyrir. Þetta er markmið bókarinnar, að fá upp á yfirborðið að talað sé um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á jákvæðum en hispurslausum nótum," segir Andrea. „Það þarf að ræða um þessa hluti sem gerir okkur óörugg eins og get ég fætt barn? Verður píkan mín þrútin alla daga? Langar mig aldrei aftur í kynlíf? Get ég lifað með þessi slit? Mun gyllinæðin fylgja mér að eilífu? og svo framvegis. Hafdís ljósmóðir er svo ótrúlega kraftmikil og jákvæð ljósmóðir og dýrkuð af þeim sem hafa fætt hjá henni barn. Hún hefur ofurtrú á að við konur getum allt þegar kemur að fæðingunni og að hugarfar og vellíðan og sjálfsöryggi skipti sköpum. Eins er hún einlæg stuðningskona og raun baráttukona þess að ræða fæðingarreynslu við hvert einasta foreldri eftir hverja einustu fæðingu. Þannig sé hægt að vinna úr málunum ef eitthvað hefur gengið erfiðlega og þannig aukið líkur á vellíðan í sængurlegunni og þessum krefjandi tíma sem hún er.“ Andrea segir að bókin sé alls ekki bara fyrir þá sem eru barnshafandi. „Kviknar er fyrir verðandi foreldra eða hreinlega allt það fólk sem langar að eignast barn, er að reyna að eignast barn, eiga von á barni eða eru að stækka fjölskylduna. Hún er auðvitað tilvalin gjöf fyrir „babyshower“-boð sem eru núna svo vinsæl og ömmur og afa eða vini og fjölskyldu sem vita ekki hvað eigi að gefa í jólapakkann.“Bókin Kviknar er stór og veglegAldís PálsdóttirSamband Andreu við konurnar sem unnu að bókinni með henni er algjörlega einstakt að hennar sögn. Bókin er virkilega persónuleg og má sjá það í fallegum smáatriðum á hverri síðu. „Aldísi hef ég þekkt frá ungra kvenna árum og Hafdísi kynntist ég í gegnum mömmu. Þær voru báðar meira en til þegar ég leitaði til þeirra og hafa fylgt mér í gegnum súrt og sætt öll þessi ár. Sem betur fer.“ Andrea segir að það hafi ekki verið erfitt að fá fólk til þess að senda inn sögur af getnaði, meðgöngu, fæðingu eða sængurlegu. „Sögurnar streymdu inn og ég er ennþá að taka við þeim, mögulega fyrir vefsíðu Kviknar og kannski fyrir aðra bók, hver veit. Erfiðast var að velja úr þeim og sumar þurfti að stytta til að bókin yrði sem fjölbreyttust. Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim mæðrum og feðrum sem hafa deilt reynslu sinni og fyrir sögur þeirra verð ég ævinlega þakklát, enda væri engin bók án þeirra. Fæðingarmyndir voru aðeins meiri áskorun að nálgast en við auglýstum á heilsugæslum og samfélagsmiðlum og Aldís hafði mikið fyrir því að vera á réttum stað á réttum tíma og sem betur fer tókst það.“ Útgáfuferlið var langt og á tímabilum mjög erfitt en á endanum allt þess virði. „Fyrst um sinn hélt ég þessu út af fyrir mig og vissi ekkert hvað yrði. Um leið og boltinn var farinn að rúlla leituðum við eftir útgefanda. Við skrifuðum undir við fyrsta forlagið sem við ræddum við og það gekk vel til að byrja með, ritstýran frábær og vegna hennar náðum við að halda okkur við efnið, pressa er svo oft af hinu góða. Samningurinn fór hins vegar út um þúfur og eigandinn seldi útgáfuna stuttu síðar. Á þeim tímapunkti varð ég rosalega svekkt en á sama tíma ólgaði í mér smá reiði, mér fannst óréttlæti í þessu og ég stappaði niður fæti í hálfgerðu fussi og sagði ég geri þetta bara sjálf. Ég vissi samt ekkert um bókaútgáfu og í rauninni alls ekki hvað ég ætlaði mér að gera næst. Eina sem ég efaðist aldrei um var að allt efnið sem var komið í bókina og þessar dásamlegu myndir yrðu að líta dagsins ljós, ég yrði að koma þessari bók til verðandi foreldra, sama hvað," segir Andrea. „Þá kom Karolinafund til skjalanna og það sem ég er þakklát fyrir þá starfsemi og alla vini okkar sem styrktu okkur þar. Innspýtingin sem það gaf verkinu var ótrúleg, ég fann að fólk hafði trú á okkur og ég hófst handa við að gera bókina enn betri. Krafturinn varð að enn sterkari vilja til að klára málið. Svo varð ég ástfangin og gleymdi mér um sinn en peningarnir lágu bara og biðu þess að vera notaðir til að prenta bókina. Hins vegar vildi svo vel til að maðurinn sem ég kynntist er grafískur hönnuður og ekki bara það heldur einn sá færasti á sínu sviði. Hann tók að sér hönnun og uppsetningu sem gerði bókina að einu því fallegasta sem ég hef um ævina séð. Hann og Aldís búa yfir hæfileikum sem eru svo magnaðir að ég slefa hreinlega yfir listinni sem þau búa til.“Konurnar á bak við bókina Kviknar. Aldís, Andrea og Hafdís.Örlögin tóku í taumana Andrea og Þorleifur stofnuðu svo útgáfuna Eyland og Kamban og gáfu út bókina sjálf fyrir jólin. Andrea sér sjálf um að keyra bókina út og verður hún bæði á heimasíðu bókarinnar www.kviknar.is og í verslunum. „Sko pabbi sagði alltaf og mamma var honum sammála, að ég ætti bara að gera þetta sjálf, þau segja alltaf að ég geti allt, ekta einkabarn. En málið var ég kláraði mastersgráðuna mína, var að fljúga í sumar og ætlaði svo að landa flottu starfi í samræmi við reynslu, menntun, stöðu og hæfileika. Ég var tilbúin í hvað sem er og fannst ég ekki geta bætt bókaútgáfu við. Örlögin tóku í taumana eins og oft vill verða, við Þorleifur áttum von á barni og þá þurfti að hugsa hlutina upp á nýtt. Hann sagði strax, heyrðu þú sérð bara um þetta, auglýsa og dreifa og halda utan um þetta. Stofnum bara fyrirtæki utan um allt sem okkur dreymir um að gera og ætlum okkur og þetta verður fyrsta verkið okkar. Hvatvísin mín tryllist af hamingju við áskoranir og skyndilega erum við með tæpar 2000 bækur inni í bílskúr og ég í fullri vinnu við að selja hjarta mitt í formi bókar auk þess að reyna að standa mig í að reka átta stúlkna og stráka heimili.“ Andrea á ekki von á því að stórgræða á útgáfunni en hefur samt mikla trú á því að þetta gangi upp. „Í tólf ár hef ég sagt að þessi bók sé bara eitthvað sem eigi erindi í höndum lesenda og að ég verði að koma orðum Hafdísar, foreldra og míns á framfæri. Málefnið er mikilvægra en peningar en auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu fjárhagslega, fyrir utan styrkinn góða, með því að hafa ofurtrú á að öll eintök bókarinnar seljist. En ef við höfum ekki trú á þessu, hver hefur það þá?“Íslenskar konur leyfðu Aldísi að vera viðstaddar þegar þær voru að fæða.Aldís PálsdóttirVar ekki á stefnuskránni að fara í samband Bókin er stór og vegleg og segir Andrea að það hafi alltaf verið markmiðið, hún hafi þó orðið enn vandaðri en hún hafi látið sig dreyma um í upphafi. „Það var alltaf markmiðið að fólk vildi eignast hana fyrir innihaldið en að hún væri konfekt fyrir augun líka. Myndirnar hennar Aldísar hafa allan tímann verið uppistaðan að fegurð bókarinnar. Hönnun Þorleifs fór reyndar langt fram út mínum væntingum og saman hafa þau skapað bók sem ég er viss um að margir kaupi einfaldlega bara fyrir heimilisprýði.“ Andrea byrjaði á bókinni þegar hún var ófrísk af fyrstu stúlkunni sinni og fór svo í gegnum tvær meðgöngur í viðbót á meðan bókin var í vinnslu. Hún kemur svo út núna þegar Andrea er á sinni fjórðu meðgöngu en hún á von á sér í apríl á næsta ári. Þorleifur átti líka þrjú börn fyrir en þetta verður þeirra fyrsta saman. „Það er óhætt að segja að fjölskyldan okkar sé fjölbreytt og eiginlega alger genasúpa. Hún krefst samvinnu margra fullorðinna og með æðruleysi og væntumþykju tekst það langoftast ljómandi vel upp. Við Þorleifur erum kannski bæði svolítið seinþroska að því leyti að við höfum reynt ýmislegt og prófað allskonar og hittum í raun ekki ást lífs okkar fyrr en við vissum nákvæmlega hver við sjálf værum og hvað við vildum í lífinu. Það var ekki beint á stefnuskránni hjá hvorugu okkar að fara í samband og hvað þá að steypa saman fjölskyldum, við vorum sátt með okkar börn í sitthvoru lagi," segir Andrea. „En svona eru örlögin stundum og að segja já við því þegar Þorleifur sagði allt eða ekkert við mig, er ein sú albesta ákvörðun sem ég hef tekið. Eins og ég sagði, ég er hvatvís og ég vissi að ég yrði að fylgja hjartanu, ef ég myndi klúðra þessu þá gæti ég staðið það af mér, ég hafði reynslu af því að vera einstæð mamma í fimm ár hvort sem er. Núna get ég ekki huxað mér lífið án þeirra allra og líður eins og ljónamömmu, tilbúin að gera hvað sem er til að þessi skemmtilega skrítna fjölskylda okkar hafi það gott. Grunnurinn er allavega styrk stoð til að standa á, ástin okkar Þorleifs er fáranlega falleg og við berum ómælda virðingu hvort fyrir öðru.“ A post shared by Kviknar (@kviknar) on Nov 15, 2017 at 12:30am PSTLífið er allskonar Andrea segir að eldri börnin séu ótrúlega spennt. „Þau eru ofsalega spennt, litli strákurinn sem von er á er einskonar lím, eitthvað sem allir upplifa og „eignast“ saman frá upphafi. Þau hika ekki við að kyssa og kjassa og tala við sístækkandi bumbuna og væntumþykjan sem þau sýna er dásamleg.“ Það verður í nógu að snúast hjá þessari stækkandi fjölskyldu en næsta verkefni Andreu er að gera sjónvarpsþætti um bókina. „Mér finnst eins og lífið sé rétt að byrja þó það hafi verið magnað hingað til. Við Þorleifur stefnum á skapa fleiri verkefni saman undir Eyland & Kamban. Meðal annars ætla ég mér ásamt góðum samstarfsaðila að gera sjónvarpsþætti um bókina, sem ég tel bráðnauðsynlega. Svo að skrifa fleiri bækur sem við gefum út, næst um samsettar fjölskyldur og veruleika þeirra. Þorleifur er alger meistari í höndum og huga og markmiðið er verkstæði í bílskúrnum fyrir silkiprent og húsgagnasmíði. Við ætlum að stinga af í fæðingarorlofinu og ferðast eitthvað með krakkasúpuna okkar en annars reyna að njóta hvers dags, lífið er svo fljótt að líða þegar mikið er að gera, við verðum að muna að gleðjast og hafa gaman.“ Hún segist hafa lært að þessu verkefni að gefast aldrei upp og að framkvæma allt sem henni dettur í hug. „Lífið er allskonar, stundum skítur maður upp á bak og stundum er eins og lífið sé vonlaust. En það er allt í lagi að líða þannig og upplifa það, eina sem má ekki gerast er að missa trúna á að allt sé hægt. Ég held að allt gerist fyrir ástæðu og í raun sé til dæmis allt þetta ferli með bókina og einfaldlega líf mitt í heild sönnun þess. Ég hef aldrei verið ánægðari og hamingjusamari, en væri það ekki ef lífið hefði ekki spilast akkúrat eins og það gerði.“ Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir er ein þeirra þriggja kvenna sem standa að bókinni Kviknar sem kom út á dögunum. Andrea gaf bókina sjálf út með sambýlismanni sínum en þeirra sameinaða fjölskylda fer stækkandi á næsta ári þegar sjöunda barnið bætist í hópinn, þeirra fyrsta saman. Andrea var 12 ár að gera bókina Kviknar og lærði margt á þessum tíma um sjálfa sig, hamingjuna og að láta draumana rætast. „Ég varð alveg óð í allar upplýsingar um það sem var að gerast hjá mér og barninu innan í mér. Ég fann aldrei neitt ekta íslenskt sem var nógu fræðandi fyrir mig og því byrjaði ég að skrifa niður efni skjal, sem stækkaði svo og stækkaði með árunum.“Mun gyllinæðin fylgja mér að eilífu?Bókin er stútfull af reynslusögum og eru einnig myndir af ófrískum konum, fæðingum, nýfæddum börnum og öðru tengt þessu ferli. Ljósmyndirnar tók Aldís Pálsdóttir sem er einstaklega hæfileikaríkur ljósmyndari og myndir hennar eru stórkostleg listaverk. Í bland við reynslusögur eru gagnlegar upplýsingar frá Hafdísi Rúnarsdóttir ljósmóður „Allt í kringum þetta ferli sem foreldrar ganga í gegnum er svo merkilegt og sögur af því ganga kvenna og manna á milli. Oft lifir það sem neikvætt er betur og lengur og stundum verða foreldrar einfaldlega óttaslegnir. Sumar spurningar og vangaveltur virðast heimskulegar eða hallærislegar og umræðan um allskonar feimnismál dettur upp fyrir. Þetta er markmið bókarinnar, að fá upp á yfirborðið að talað sé um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á jákvæðum en hispurslausum nótum," segir Andrea. „Það þarf að ræða um þessa hluti sem gerir okkur óörugg eins og get ég fætt barn? Verður píkan mín þrútin alla daga? Langar mig aldrei aftur í kynlíf? Get ég lifað með þessi slit? Mun gyllinæðin fylgja mér að eilífu? og svo framvegis. Hafdís ljósmóðir er svo ótrúlega kraftmikil og jákvæð ljósmóðir og dýrkuð af þeim sem hafa fætt hjá henni barn. Hún hefur ofurtrú á að við konur getum allt þegar kemur að fæðingunni og að hugarfar og vellíðan og sjálfsöryggi skipti sköpum. Eins er hún einlæg stuðningskona og raun baráttukona þess að ræða fæðingarreynslu við hvert einasta foreldri eftir hverja einustu fæðingu. Þannig sé hægt að vinna úr málunum ef eitthvað hefur gengið erfiðlega og þannig aukið líkur á vellíðan í sængurlegunni og þessum krefjandi tíma sem hún er.“ Andrea segir að bókin sé alls ekki bara fyrir þá sem eru barnshafandi. „Kviknar er fyrir verðandi foreldra eða hreinlega allt það fólk sem langar að eignast barn, er að reyna að eignast barn, eiga von á barni eða eru að stækka fjölskylduna. Hún er auðvitað tilvalin gjöf fyrir „babyshower“-boð sem eru núna svo vinsæl og ömmur og afa eða vini og fjölskyldu sem vita ekki hvað eigi að gefa í jólapakkann.“Bókin Kviknar er stór og veglegAldís PálsdóttirSamband Andreu við konurnar sem unnu að bókinni með henni er algjörlega einstakt að hennar sögn. Bókin er virkilega persónuleg og má sjá það í fallegum smáatriðum á hverri síðu. „Aldísi hef ég þekkt frá ungra kvenna árum og Hafdísi kynntist ég í gegnum mömmu. Þær voru báðar meira en til þegar ég leitaði til þeirra og hafa fylgt mér í gegnum súrt og sætt öll þessi ár. Sem betur fer.“ Andrea segir að það hafi ekki verið erfitt að fá fólk til þess að senda inn sögur af getnaði, meðgöngu, fæðingu eða sængurlegu. „Sögurnar streymdu inn og ég er ennþá að taka við þeim, mögulega fyrir vefsíðu Kviknar og kannski fyrir aðra bók, hver veit. Erfiðast var að velja úr þeim og sumar þurfti að stytta til að bókin yrði sem fjölbreyttust. Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim mæðrum og feðrum sem hafa deilt reynslu sinni og fyrir sögur þeirra verð ég ævinlega þakklát, enda væri engin bók án þeirra. Fæðingarmyndir voru aðeins meiri áskorun að nálgast en við auglýstum á heilsugæslum og samfélagsmiðlum og Aldís hafði mikið fyrir því að vera á réttum stað á réttum tíma og sem betur fer tókst það.“ Útgáfuferlið var langt og á tímabilum mjög erfitt en á endanum allt þess virði. „Fyrst um sinn hélt ég þessu út af fyrir mig og vissi ekkert hvað yrði. Um leið og boltinn var farinn að rúlla leituðum við eftir útgefanda. Við skrifuðum undir við fyrsta forlagið sem við ræddum við og það gekk vel til að byrja með, ritstýran frábær og vegna hennar náðum við að halda okkur við efnið, pressa er svo oft af hinu góða. Samningurinn fór hins vegar út um þúfur og eigandinn seldi útgáfuna stuttu síðar. Á þeim tímapunkti varð ég rosalega svekkt en á sama tíma ólgaði í mér smá reiði, mér fannst óréttlæti í þessu og ég stappaði niður fæti í hálfgerðu fussi og sagði ég geri þetta bara sjálf. Ég vissi samt ekkert um bókaútgáfu og í rauninni alls ekki hvað ég ætlaði mér að gera næst. Eina sem ég efaðist aldrei um var að allt efnið sem var komið í bókina og þessar dásamlegu myndir yrðu að líta dagsins ljós, ég yrði að koma þessari bók til verðandi foreldra, sama hvað," segir Andrea. „Þá kom Karolinafund til skjalanna og það sem ég er þakklát fyrir þá starfsemi og alla vini okkar sem styrktu okkur þar. Innspýtingin sem það gaf verkinu var ótrúleg, ég fann að fólk hafði trú á okkur og ég hófst handa við að gera bókina enn betri. Krafturinn varð að enn sterkari vilja til að klára málið. Svo varð ég ástfangin og gleymdi mér um sinn en peningarnir lágu bara og biðu þess að vera notaðir til að prenta bókina. Hins vegar vildi svo vel til að maðurinn sem ég kynntist er grafískur hönnuður og ekki bara það heldur einn sá færasti á sínu sviði. Hann tók að sér hönnun og uppsetningu sem gerði bókina að einu því fallegasta sem ég hef um ævina séð. Hann og Aldís búa yfir hæfileikum sem eru svo magnaðir að ég slefa hreinlega yfir listinni sem þau búa til.“Konurnar á bak við bókina Kviknar. Aldís, Andrea og Hafdís.Örlögin tóku í taumana Andrea og Þorleifur stofnuðu svo útgáfuna Eyland og Kamban og gáfu út bókina sjálf fyrir jólin. Andrea sér sjálf um að keyra bókina út og verður hún bæði á heimasíðu bókarinnar www.kviknar.is og í verslunum. „Sko pabbi sagði alltaf og mamma var honum sammála, að ég ætti bara að gera þetta sjálf, þau segja alltaf að ég geti allt, ekta einkabarn. En málið var ég kláraði mastersgráðuna mína, var að fljúga í sumar og ætlaði svo að landa flottu starfi í samræmi við reynslu, menntun, stöðu og hæfileika. Ég var tilbúin í hvað sem er og fannst ég ekki geta bætt bókaútgáfu við. Örlögin tóku í taumana eins og oft vill verða, við Þorleifur áttum von á barni og þá þurfti að hugsa hlutina upp á nýtt. Hann sagði strax, heyrðu þú sérð bara um þetta, auglýsa og dreifa og halda utan um þetta. Stofnum bara fyrirtæki utan um allt sem okkur dreymir um að gera og ætlum okkur og þetta verður fyrsta verkið okkar. Hvatvísin mín tryllist af hamingju við áskoranir og skyndilega erum við með tæpar 2000 bækur inni í bílskúr og ég í fullri vinnu við að selja hjarta mitt í formi bókar auk þess að reyna að standa mig í að reka átta stúlkna og stráka heimili.“ Andrea á ekki von á því að stórgræða á útgáfunni en hefur samt mikla trú á því að þetta gangi upp. „Í tólf ár hef ég sagt að þessi bók sé bara eitthvað sem eigi erindi í höndum lesenda og að ég verði að koma orðum Hafdísar, foreldra og míns á framfæri. Málefnið er mikilvægra en peningar en auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu fjárhagslega, fyrir utan styrkinn góða, með því að hafa ofurtrú á að öll eintök bókarinnar seljist. En ef við höfum ekki trú á þessu, hver hefur það þá?“Íslenskar konur leyfðu Aldísi að vera viðstaddar þegar þær voru að fæða.Aldís PálsdóttirVar ekki á stefnuskránni að fara í samband Bókin er stór og vegleg og segir Andrea að það hafi alltaf verið markmiðið, hún hafi þó orðið enn vandaðri en hún hafi látið sig dreyma um í upphafi. „Það var alltaf markmiðið að fólk vildi eignast hana fyrir innihaldið en að hún væri konfekt fyrir augun líka. Myndirnar hennar Aldísar hafa allan tímann verið uppistaðan að fegurð bókarinnar. Hönnun Þorleifs fór reyndar langt fram út mínum væntingum og saman hafa þau skapað bók sem ég er viss um að margir kaupi einfaldlega bara fyrir heimilisprýði.“ Andrea byrjaði á bókinni þegar hún var ófrísk af fyrstu stúlkunni sinni og fór svo í gegnum tvær meðgöngur í viðbót á meðan bókin var í vinnslu. Hún kemur svo út núna þegar Andrea er á sinni fjórðu meðgöngu en hún á von á sér í apríl á næsta ári. Þorleifur átti líka þrjú börn fyrir en þetta verður þeirra fyrsta saman. „Það er óhætt að segja að fjölskyldan okkar sé fjölbreytt og eiginlega alger genasúpa. Hún krefst samvinnu margra fullorðinna og með æðruleysi og væntumþykju tekst það langoftast ljómandi vel upp. Við Þorleifur erum kannski bæði svolítið seinþroska að því leyti að við höfum reynt ýmislegt og prófað allskonar og hittum í raun ekki ást lífs okkar fyrr en við vissum nákvæmlega hver við sjálf værum og hvað við vildum í lífinu. Það var ekki beint á stefnuskránni hjá hvorugu okkar að fara í samband og hvað þá að steypa saman fjölskyldum, við vorum sátt með okkar börn í sitthvoru lagi," segir Andrea. „En svona eru örlögin stundum og að segja já við því þegar Þorleifur sagði allt eða ekkert við mig, er ein sú albesta ákvörðun sem ég hef tekið. Eins og ég sagði, ég er hvatvís og ég vissi að ég yrði að fylgja hjartanu, ef ég myndi klúðra þessu þá gæti ég staðið það af mér, ég hafði reynslu af því að vera einstæð mamma í fimm ár hvort sem er. Núna get ég ekki huxað mér lífið án þeirra allra og líður eins og ljónamömmu, tilbúin að gera hvað sem er til að þessi skemmtilega skrítna fjölskylda okkar hafi það gott. Grunnurinn er allavega styrk stoð til að standa á, ástin okkar Þorleifs er fáranlega falleg og við berum ómælda virðingu hvort fyrir öðru.“ A post shared by Kviknar (@kviknar) on Nov 15, 2017 at 12:30am PSTLífið er allskonar Andrea segir að eldri börnin séu ótrúlega spennt. „Þau eru ofsalega spennt, litli strákurinn sem von er á er einskonar lím, eitthvað sem allir upplifa og „eignast“ saman frá upphafi. Þau hika ekki við að kyssa og kjassa og tala við sístækkandi bumbuna og væntumþykjan sem þau sýna er dásamleg.“ Það verður í nógu að snúast hjá þessari stækkandi fjölskyldu en næsta verkefni Andreu er að gera sjónvarpsþætti um bókina. „Mér finnst eins og lífið sé rétt að byrja þó það hafi verið magnað hingað til. Við Þorleifur stefnum á skapa fleiri verkefni saman undir Eyland & Kamban. Meðal annars ætla ég mér ásamt góðum samstarfsaðila að gera sjónvarpsþætti um bókina, sem ég tel bráðnauðsynlega. Svo að skrifa fleiri bækur sem við gefum út, næst um samsettar fjölskyldur og veruleika þeirra. Þorleifur er alger meistari í höndum og huga og markmiðið er verkstæði í bílskúrnum fyrir silkiprent og húsgagnasmíði. Við ætlum að stinga af í fæðingarorlofinu og ferðast eitthvað með krakkasúpuna okkar en annars reyna að njóta hvers dags, lífið er svo fljótt að líða þegar mikið er að gera, við verðum að muna að gleðjast og hafa gaman.“ Hún segist hafa lært að þessu verkefni að gefast aldrei upp og að framkvæma allt sem henni dettur í hug. „Lífið er allskonar, stundum skítur maður upp á bak og stundum er eins og lífið sé vonlaust. En það er allt í lagi að líða þannig og upplifa það, eina sem má ekki gerast er að missa trúna á að allt sé hægt. Ég held að allt gerist fyrir ástæðu og í raun sé til dæmis allt þetta ferli með bókina og einfaldlega líf mitt í heild sönnun þess. Ég hef aldrei verið ánægðari og hamingjusamari, en væri það ekki ef lífið hefði ekki spilast akkúrat eins og það gerði.“
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira