Stöðvum stafrænt ofbeldi! Ásta Jóhannsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 09:00 Stafrænt ofbeldi og stafrænt kynferðislegt ofbeldi er sívaxandi vandamál sem í miklum mæli beinist gegn konum og er bein ógn við lýðræðisþátttöku kvenna. Stafrænt ofbeldi er ný birtingarmynd á gamalkunnu ofbeldi, á nýjum vettvangi. Stafrænt ofbeldi fer fram á netinu og er t.d. áreitni eða ofsóknir, auðkennisþjófnaður eða fjárkúgun og óleyfileg dreifing á persónulegum gögnum svo sem ljósmyndum og myndböndum án samþykkis. Kvenréttindafélag Íslands stóð í ár að samnorrænni rannsókn á stafrænu ofbeldi, þá sér í lagi reynslu þolenda af því að leita réttlætis. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við þolendur, lögreglu og lögfræðinga sem hafa reynslu af því að vinna með þolendum stafræns ofbeldis. Erfiðlega gekk að finna konur til að taka þátt í rannsókninni, ekki vegna þess að konur hefðu ekki reynslu af ofbeldi -- fjölmargar búa að þeirri reynslu -- heldur vegna þess að fæstar höfðu reynt að leita réttlætis í kjölfar ofbeldisins. Þær höfðu vantrú á réttarkerfinu og töldu til lítils að leita hjálpar eða kæra. Fæstir þátttakendur í rannsókninni upplifðu að réttlæti hefði verið náð í þeirra málum. Þær töldu lögregluna ekki hlusta nægilega vel, að hún væri stundum óviss um hvernig ætti að takast á við stafrænt ofbeldi. Rannsóknin leiddi þó einnig í ljós að lögreglan gerir sér grein fyrir því að ekki sé nægilega vel staðið að málaflokkinum og vill vinna að úrbótum, en til þess vanti aukið fjármagn og skýra löggjöf. Ekkert Norðurlandanna hefur sett löggjöf gegn stafrænu ofbeldi. Þingmenn sem taka sæti á nýju Alþingi þurfa að leggja áherslu á að ýta í gegn löggjöf gegn stafrænu ofbeldi og stafrænu kynferðisofbeldi. Slík löggjöf er nauðsynleg til að aðstoða lögreglu og löggjafavald til þess að takast á við þessi mál af meiri festu en nú er gert. En skýr löggjöf er aðeins eitt skref af mörgum sem þarf að taka til að breyta málunum. Við þurfum að tryggja að þolendur stafræns ofbeldis séu teknir alvarlega og glæpirnir rannsakaðir. Við þurfum að breyta verklagsreglum og viðhorfum innan lögreglunnar. Við þurfum að tryggja fjármögnun til að berjast gegn stafrænu ofbeldi, bæði til yfirvalda og til samtaka sem veita þolendum aðstoð, lagalega sem og sálfræðilega. Og við þurfum að fræða almenning, sérstaklega ungt fólk, um alvarleika stafræns ofbeldis og áhrif þess. Hægt er að lesa rannsóknina á vefsíðu Kvenréttindafélagsins, https://kvenrettindafelag.is/stafraentofbeldi.Höfundur er félagsfræðingur og félagskona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi og stafrænt kynferðislegt ofbeldi er sívaxandi vandamál sem í miklum mæli beinist gegn konum og er bein ógn við lýðræðisþátttöku kvenna. Stafrænt ofbeldi er ný birtingarmynd á gamalkunnu ofbeldi, á nýjum vettvangi. Stafrænt ofbeldi fer fram á netinu og er t.d. áreitni eða ofsóknir, auðkennisþjófnaður eða fjárkúgun og óleyfileg dreifing á persónulegum gögnum svo sem ljósmyndum og myndböndum án samþykkis. Kvenréttindafélag Íslands stóð í ár að samnorrænni rannsókn á stafrænu ofbeldi, þá sér í lagi reynslu þolenda af því að leita réttlætis. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við þolendur, lögreglu og lögfræðinga sem hafa reynslu af því að vinna með þolendum stafræns ofbeldis. Erfiðlega gekk að finna konur til að taka þátt í rannsókninni, ekki vegna þess að konur hefðu ekki reynslu af ofbeldi -- fjölmargar búa að þeirri reynslu -- heldur vegna þess að fæstar höfðu reynt að leita réttlætis í kjölfar ofbeldisins. Þær höfðu vantrú á réttarkerfinu og töldu til lítils að leita hjálpar eða kæra. Fæstir þátttakendur í rannsókninni upplifðu að réttlæti hefði verið náð í þeirra málum. Þær töldu lögregluna ekki hlusta nægilega vel, að hún væri stundum óviss um hvernig ætti að takast á við stafrænt ofbeldi. Rannsóknin leiddi þó einnig í ljós að lögreglan gerir sér grein fyrir því að ekki sé nægilega vel staðið að málaflokkinum og vill vinna að úrbótum, en til þess vanti aukið fjármagn og skýra löggjöf. Ekkert Norðurlandanna hefur sett löggjöf gegn stafrænu ofbeldi. Þingmenn sem taka sæti á nýju Alþingi þurfa að leggja áherslu á að ýta í gegn löggjöf gegn stafrænu ofbeldi og stafrænu kynferðisofbeldi. Slík löggjöf er nauðsynleg til að aðstoða lögreglu og löggjafavald til þess að takast á við þessi mál af meiri festu en nú er gert. En skýr löggjöf er aðeins eitt skref af mörgum sem þarf að taka til að breyta málunum. Við þurfum að tryggja að þolendur stafræns ofbeldis séu teknir alvarlega og glæpirnir rannsakaðir. Við þurfum að breyta verklagsreglum og viðhorfum innan lögreglunnar. Við þurfum að tryggja fjármögnun til að berjast gegn stafrænu ofbeldi, bæði til yfirvalda og til samtaka sem veita þolendum aðstoð, lagalega sem og sálfræðilega. Og við þurfum að fræða almenning, sérstaklega ungt fólk, um alvarleika stafræns ofbeldis og áhrif þess. Hægt er að lesa rannsóknina á vefsíðu Kvenréttindafélagsins, https://kvenrettindafelag.is/stafraentofbeldi.Höfundur er félagsfræðingur og félagskona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar