Útlendingar og iðnnám Níels Sigurður Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Það er vont þegar embættismenn og þingmenn eru að flýta sér um of í lagasetningum eins og gert var þegar lög um útlendinga nr. 80/2016 voru samþykkt. Þar var verið að endurskrifa lög um útlendinga og vegna mistaka (skyldi maður ætla) fór orðið iðnnám út eins og sést hér að neðan. Brottfelld lög frá 1. jan. 2017: 2. mgr. 12. gr. e. laga nr. 96/2002 orðaðist svo: Fullt nám telst vera 100% samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Núgildandi lög frá 1. jan. 2017: 15. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 80/2016 orðast svo: Nám: Samfellt nám á háskólastigi, þ.m.t. nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Þegar greinargerð með frumvarpinu var lögð fram var hvergi minnst á að orðið „iðnnám“ ætti að fara út úr lögunum þannig að umsagnaraðilar áttuðu sig ekki á því og gerðu þar af leiðandi engar athugasemdir við þennan lið 3. greinar í sínum umsögnum. Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám? Útlendingastofnun var fljót að átta sig á þessari breytingu og ákvað að framlengja ekki námsmannadvalarleyfi matreiðslunema sem er félagsmaður hjá MATVÍS og ákvað að vísa nemanum úr landi. Það læðist að manni sá grunur að þar á bæ hafi menn vitað að iðnnám ætti að fara út úr nýju lögunum. Málið var kært til úrskurðarnefndar sem komst að sömu niðurstöðu og Útlendingastofnun. Það vekur furðu hvað þessir aðilar eru fljótir að taka ákvarðanir í þessu máli eins og manni finnst þeir annars vera seinir í sínum ákvarðanatökum. Það að láta einstakling hafa yfir sér að vera sendur úr landi í lögreglufylgd ef viðkomandi er ekki farinn af landi brott innan 15 daga eftir að úrskurður úrskurðarnefndar liggur fyrir er mjög svo ómanneskjulegt. En lög eru lög. Dómsmálaráðherra hefur boðað að hún muni leggja fram nýtt frumvarp á þingi um leið og nýtt þing kemur saman. Samkvæmt þeim viðbrögðum sem þetta mál hefur fengið hjá þingmönnum þá er ólíklegt annað en að þetta frumvarp fái gott brautargengi. Spurningin er hvort það verði nógu tímanlega svo þessum nema verði ekki vísað úr landi. Vonandi verður það svo og viðkomandi fái að ljúka sínu námi hér á landi og þjóni ferðamönnum sem hingað koma eins og aðrir félagsmenn MATVÍS.Höfundur er formaður MATVÍS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Það er vont þegar embættismenn og þingmenn eru að flýta sér um of í lagasetningum eins og gert var þegar lög um útlendinga nr. 80/2016 voru samþykkt. Þar var verið að endurskrifa lög um útlendinga og vegna mistaka (skyldi maður ætla) fór orðið iðnnám út eins og sést hér að neðan. Brottfelld lög frá 1. jan. 2017: 2. mgr. 12. gr. e. laga nr. 96/2002 orðaðist svo: Fullt nám telst vera 100% samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Núgildandi lög frá 1. jan. 2017: 15. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 80/2016 orðast svo: Nám: Samfellt nám á háskólastigi, þ.m.t. nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Þegar greinargerð með frumvarpinu var lögð fram var hvergi minnst á að orðið „iðnnám“ ætti að fara út úr lögunum þannig að umsagnaraðilar áttuðu sig ekki á því og gerðu þar af leiðandi engar athugasemdir við þennan lið 3. greinar í sínum umsögnum. Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám? Útlendingastofnun var fljót að átta sig á þessari breytingu og ákvað að framlengja ekki námsmannadvalarleyfi matreiðslunema sem er félagsmaður hjá MATVÍS og ákvað að vísa nemanum úr landi. Það læðist að manni sá grunur að þar á bæ hafi menn vitað að iðnnám ætti að fara út úr nýju lögunum. Málið var kært til úrskurðarnefndar sem komst að sömu niðurstöðu og Útlendingastofnun. Það vekur furðu hvað þessir aðilar eru fljótir að taka ákvarðanir í þessu máli eins og manni finnst þeir annars vera seinir í sínum ákvarðanatökum. Það að láta einstakling hafa yfir sér að vera sendur úr landi í lögreglufylgd ef viðkomandi er ekki farinn af landi brott innan 15 daga eftir að úrskurður úrskurðarnefndar liggur fyrir er mjög svo ómanneskjulegt. En lög eru lög. Dómsmálaráðherra hefur boðað að hún muni leggja fram nýtt frumvarp á þingi um leið og nýtt þing kemur saman. Samkvæmt þeim viðbrögðum sem þetta mál hefur fengið hjá þingmönnum þá er ólíklegt annað en að þetta frumvarp fái gott brautargengi. Spurningin er hvort það verði nógu tímanlega svo þessum nema verði ekki vísað úr landi. Vonandi verður það svo og viðkomandi fái að ljúka sínu námi hér á landi og þjóni ferðamönnum sem hingað koma eins og aðrir félagsmenn MATVÍS.Höfundur er formaður MATVÍS
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar