Útlendingar og iðnnám Níels Sigurður Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Það er vont þegar embættismenn og þingmenn eru að flýta sér um of í lagasetningum eins og gert var þegar lög um útlendinga nr. 80/2016 voru samþykkt. Þar var verið að endurskrifa lög um útlendinga og vegna mistaka (skyldi maður ætla) fór orðið iðnnám út eins og sést hér að neðan. Brottfelld lög frá 1. jan. 2017: 2. mgr. 12. gr. e. laga nr. 96/2002 orðaðist svo: Fullt nám telst vera 100% samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Núgildandi lög frá 1. jan. 2017: 15. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 80/2016 orðast svo: Nám: Samfellt nám á háskólastigi, þ.m.t. nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Þegar greinargerð með frumvarpinu var lögð fram var hvergi minnst á að orðið „iðnnám“ ætti að fara út úr lögunum þannig að umsagnaraðilar áttuðu sig ekki á því og gerðu þar af leiðandi engar athugasemdir við þennan lið 3. greinar í sínum umsögnum. Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám? Útlendingastofnun var fljót að átta sig á þessari breytingu og ákvað að framlengja ekki námsmannadvalarleyfi matreiðslunema sem er félagsmaður hjá MATVÍS og ákvað að vísa nemanum úr landi. Það læðist að manni sá grunur að þar á bæ hafi menn vitað að iðnnám ætti að fara út úr nýju lögunum. Málið var kært til úrskurðarnefndar sem komst að sömu niðurstöðu og Útlendingastofnun. Það vekur furðu hvað þessir aðilar eru fljótir að taka ákvarðanir í þessu máli eins og manni finnst þeir annars vera seinir í sínum ákvarðanatökum. Það að láta einstakling hafa yfir sér að vera sendur úr landi í lögreglufylgd ef viðkomandi er ekki farinn af landi brott innan 15 daga eftir að úrskurður úrskurðarnefndar liggur fyrir er mjög svo ómanneskjulegt. En lög eru lög. Dómsmálaráðherra hefur boðað að hún muni leggja fram nýtt frumvarp á þingi um leið og nýtt þing kemur saman. Samkvæmt þeim viðbrögðum sem þetta mál hefur fengið hjá þingmönnum þá er ólíklegt annað en að þetta frumvarp fái gott brautargengi. Spurningin er hvort það verði nógu tímanlega svo þessum nema verði ekki vísað úr landi. Vonandi verður það svo og viðkomandi fái að ljúka sínu námi hér á landi og þjóni ferðamönnum sem hingað koma eins og aðrir félagsmenn MATVÍS.Höfundur er formaður MATVÍS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er vont þegar embættismenn og þingmenn eru að flýta sér um of í lagasetningum eins og gert var þegar lög um útlendinga nr. 80/2016 voru samþykkt. Þar var verið að endurskrifa lög um útlendinga og vegna mistaka (skyldi maður ætla) fór orðið iðnnám út eins og sést hér að neðan. Brottfelld lög frá 1. jan. 2017: 2. mgr. 12. gr. e. laga nr. 96/2002 orðaðist svo: Fullt nám telst vera 100% samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Núgildandi lög frá 1. jan. 2017: 15. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 80/2016 orðast svo: Nám: Samfellt nám á háskólastigi, þ.m.t. nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Þegar greinargerð með frumvarpinu var lögð fram var hvergi minnst á að orðið „iðnnám“ ætti að fara út úr lögunum þannig að umsagnaraðilar áttuðu sig ekki á því og gerðu þar af leiðandi engar athugasemdir við þennan lið 3. greinar í sínum umsögnum. Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám? Útlendingastofnun var fljót að átta sig á þessari breytingu og ákvað að framlengja ekki námsmannadvalarleyfi matreiðslunema sem er félagsmaður hjá MATVÍS og ákvað að vísa nemanum úr landi. Það læðist að manni sá grunur að þar á bæ hafi menn vitað að iðnnám ætti að fara út úr nýju lögunum. Málið var kært til úrskurðarnefndar sem komst að sömu niðurstöðu og Útlendingastofnun. Það vekur furðu hvað þessir aðilar eru fljótir að taka ákvarðanir í þessu máli eins og manni finnst þeir annars vera seinir í sínum ákvarðanatökum. Það að láta einstakling hafa yfir sér að vera sendur úr landi í lögreglufylgd ef viðkomandi er ekki farinn af landi brott innan 15 daga eftir að úrskurður úrskurðarnefndar liggur fyrir er mjög svo ómanneskjulegt. En lög eru lög. Dómsmálaráðherra hefur boðað að hún muni leggja fram nýtt frumvarp á þingi um leið og nýtt þing kemur saman. Samkvæmt þeim viðbrögðum sem þetta mál hefur fengið hjá þingmönnum þá er ólíklegt annað en að þetta frumvarp fái gott brautargengi. Spurningin er hvort það verði nógu tímanlega svo þessum nema verði ekki vísað úr landi. Vonandi verður það svo og viðkomandi fái að ljúka sínu námi hér á landi og þjóni ferðamönnum sem hingað koma eins og aðrir félagsmenn MATVÍS.Höfundur er formaður MATVÍS
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar