Ofbeldi í felum Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Eitt af því sem lögreglan heldur vel utan um er hvort fjölgun eða fækkun sé á brotum í ákveðnum brotaflokkum. Einn brotaflokkur sker sig úr að því leyti að við getum ekki reitt okkur á tölur í honum, því þó að fjöldi tilkynntra ofbeldisbrota gegn konum sé meiri en áður, þá er mér til efs að ofbeldið hafi verið minna áður. Það var einfaldlega í felum. Ofbeldi gegn konum hefur ávallt viðgengist. Það er ekki fyrr en nú þegar hugrakkar konur stíga fram og segja frá, að hið mikla umfang ofbeldisins kemur í ljós og ábyrgð gerenda er dregin fram í dagsljósið. Á síðustu þremur árum hefur tilkynningum vegna heimilisofbeldis fjölgað úr 20 kærum á mánuði að jafnaði í rúmlega 55 kærur að jafnaði. Heimilisofbeldi flokkast sem kynbundið ofbeldi þar sem um 80% þolenda ofbeldisins eru konur. Breytt vinnulag og skráning lögreglu er ein ástæða fyrir fjölgun tilkynninga en einnig aukin umræða um heimilisofbeldi og alvarlegar afleiðingar þess. Frá því að ég tók við embætti lögreglustjóra árið 2014 hefur rannsókn þessara brota verið sett í forgang. Ný mál eru rannsökuð um leið og útkallið berst, gert er áhættumat og öllum tiltækum úrræðum beitt til að tryggja öryggi þolenda og aðstandenda. Þá eru sveitarfélögin nú komin í náið samstarf við lögreglu og veita þolendum og fjölskyldum þeirra aðstoð. Félagsráðgjafi kemur á vettvang og einnig barnaverndarstarfsmaður, séu börn á heimilinu. Gerendum er einnig boðin aðstoð og þannig er reynt að rjúfa vítahring ofbeldis. Annað dæmi um kynbundið ofbeldi er kynferðisbrot, þar sem yfirgnæfandi meirihluti fórnarlamba slíkra brota eru konur. Afleiðingar kynferðisbrota eru víðtækar og alvarlegar og sem betur fer heyrist rödd þolenda nú hærra en áður fyrr. Skömminni er æ oftar skilað til síns heima. Ýmislegt jákvætt hefur leitt af þessu. Sérstök aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota hefur verið sett saman af dómsmálaráðuneytinu. Er hún nú til umsagnar en verður vonandi innleidd á næstu vikum. Lögregluembætti á landinu öllu hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að styrkja málsmeðferð kynferðisbrota, til að mynda með aukinni þjálfun rannsóknarlögreglumanna. Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu styrkt málaflokkinn, til dæmis með ráðningu fleiri lögreglumanna til að rannsaka þessi brot. Aftur er um að ræða ofbeldi sem er í felum og við erum þess vegna stolt af því að tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu hafi fjölgað um rúmlega 40% á milli ára. Við erum ánægð með að fá þessi brot oftar inn til okkar vegna þess að það er algjörlega óviðunandi að þrefalt fleiri leiti til Neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota heldur en til lögreglu. Þverfagleg nálgun fyrir þolendur Í báðum þessum mikilvægu brotaflokkum, kynferðisbrotum og heimilisofbeldi, hefur verið leitast við að nálgast málið út frá þörfum þolenda. Þannig varð Bjarkarhlíð til dæmis til sem móttökumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, en tilgangur hennar er að bjóða upp á þverfaglega nálgun fyrir þolendur og umhverfi sem er vinsamlegra þolendum. Bjarkarhlíð hefur sannað gildi sitt á þeim örfáu mánuðum sem hún hefur verið starfrækt, en þangað leitar fólk sem hefði ekki leitað í önnur úrræði. Nýleg rannsókn sýnir að mikill munur sé á öryggistilfinningu karla og kvenna í miðborginni eftir myrkur og um helgar. Varnarleysi er sá áhrifaþáttur sem virðist hafa mest áhrif á óöryggi, sérstaklega hjá konum. Þessi skýring er ekki ný af nálinni en þar sem öryggistilfinning hefur ekki verið skoðuð með þessum hætti áður hér á landi þá sjáum við hversu stór þáttur varnarleysið er í hinum mikla kynjamun á öryggisupplifun fólks í miðborginni. Í rannsókninni sögðust konur í mun meira mæli en karlar hafa hegðað sér meðvitað á ákveðinn hátt til að tryggja öryggi sitt. Það er sem betur fer búið að taka tappann úr stíflunni á síðustu árum og umræðan um heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi er nú rækilega á dagskrá. Bæði karlar og konur hafa fengið nóg. Hvers vegna líðst kynbundið ofbeldi enn á Íslandi þrátt fyrir góða stöðu landsins í jafnréttismálum? Reynsla okkar hjá lögreglunni er sú að með því að nálgast aðra í málaflokknum og vinna saman þvert á kerfi og með því að hlusta á væntingar og reynslu þolenda sé hægt að breyta mjög miklu. Það þarf að halda áfram að opna umræðuna, auka fræðslu og sporna gegn neikvæðri kynjamenningu og klámvæðingu. Við trúum að með þessum aðferðum þá sé hægt að ná verulegum árangri í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og skapa betra og heilbrigðara samfélag fyrir komandi kynslóðir. Orð eru vissulega til alls fyrst, en við þurfum líka að láta verkin tala. Höfundur er lögreglustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem lögreglan heldur vel utan um er hvort fjölgun eða fækkun sé á brotum í ákveðnum brotaflokkum. Einn brotaflokkur sker sig úr að því leyti að við getum ekki reitt okkur á tölur í honum, því þó að fjöldi tilkynntra ofbeldisbrota gegn konum sé meiri en áður, þá er mér til efs að ofbeldið hafi verið minna áður. Það var einfaldlega í felum. Ofbeldi gegn konum hefur ávallt viðgengist. Það er ekki fyrr en nú þegar hugrakkar konur stíga fram og segja frá, að hið mikla umfang ofbeldisins kemur í ljós og ábyrgð gerenda er dregin fram í dagsljósið. Á síðustu þremur árum hefur tilkynningum vegna heimilisofbeldis fjölgað úr 20 kærum á mánuði að jafnaði í rúmlega 55 kærur að jafnaði. Heimilisofbeldi flokkast sem kynbundið ofbeldi þar sem um 80% þolenda ofbeldisins eru konur. Breytt vinnulag og skráning lögreglu er ein ástæða fyrir fjölgun tilkynninga en einnig aukin umræða um heimilisofbeldi og alvarlegar afleiðingar þess. Frá því að ég tók við embætti lögreglustjóra árið 2014 hefur rannsókn þessara brota verið sett í forgang. Ný mál eru rannsökuð um leið og útkallið berst, gert er áhættumat og öllum tiltækum úrræðum beitt til að tryggja öryggi þolenda og aðstandenda. Þá eru sveitarfélögin nú komin í náið samstarf við lögreglu og veita þolendum og fjölskyldum þeirra aðstoð. Félagsráðgjafi kemur á vettvang og einnig barnaverndarstarfsmaður, séu börn á heimilinu. Gerendum er einnig boðin aðstoð og þannig er reynt að rjúfa vítahring ofbeldis. Annað dæmi um kynbundið ofbeldi er kynferðisbrot, þar sem yfirgnæfandi meirihluti fórnarlamba slíkra brota eru konur. Afleiðingar kynferðisbrota eru víðtækar og alvarlegar og sem betur fer heyrist rödd þolenda nú hærra en áður fyrr. Skömminni er æ oftar skilað til síns heima. Ýmislegt jákvætt hefur leitt af þessu. Sérstök aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota hefur verið sett saman af dómsmálaráðuneytinu. Er hún nú til umsagnar en verður vonandi innleidd á næstu vikum. Lögregluembætti á landinu öllu hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að styrkja málsmeðferð kynferðisbrota, til að mynda með aukinni þjálfun rannsóknarlögreglumanna. Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu styrkt málaflokkinn, til dæmis með ráðningu fleiri lögreglumanna til að rannsaka þessi brot. Aftur er um að ræða ofbeldi sem er í felum og við erum þess vegna stolt af því að tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu hafi fjölgað um rúmlega 40% á milli ára. Við erum ánægð með að fá þessi brot oftar inn til okkar vegna þess að það er algjörlega óviðunandi að þrefalt fleiri leiti til Neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota heldur en til lögreglu. Þverfagleg nálgun fyrir þolendur Í báðum þessum mikilvægu brotaflokkum, kynferðisbrotum og heimilisofbeldi, hefur verið leitast við að nálgast málið út frá þörfum þolenda. Þannig varð Bjarkarhlíð til dæmis til sem móttökumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, en tilgangur hennar er að bjóða upp á þverfaglega nálgun fyrir þolendur og umhverfi sem er vinsamlegra þolendum. Bjarkarhlíð hefur sannað gildi sitt á þeim örfáu mánuðum sem hún hefur verið starfrækt, en þangað leitar fólk sem hefði ekki leitað í önnur úrræði. Nýleg rannsókn sýnir að mikill munur sé á öryggistilfinningu karla og kvenna í miðborginni eftir myrkur og um helgar. Varnarleysi er sá áhrifaþáttur sem virðist hafa mest áhrif á óöryggi, sérstaklega hjá konum. Þessi skýring er ekki ný af nálinni en þar sem öryggistilfinning hefur ekki verið skoðuð með þessum hætti áður hér á landi þá sjáum við hversu stór þáttur varnarleysið er í hinum mikla kynjamun á öryggisupplifun fólks í miðborginni. Í rannsókninni sögðust konur í mun meira mæli en karlar hafa hegðað sér meðvitað á ákveðinn hátt til að tryggja öryggi sitt. Það er sem betur fer búið að taka tappann úr stíflunni á síðustu árum og umræðan um heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi er nú rækilega á dagskrá. Bæði karlar og konur hafa fengið nóg. Hvers vegna líðst kynbundið ofbeldi enn á Íslandi þrátt fyrir góða stöðu landsins í jafnréttismálum? Reynsla okkar hjá lögreglunni er sú að með því að nálgast aðra í málaflokknum og vinna saman þvert á kerfi og með því að hlusta á væntingar og reynslu þolenda sé hægt að breyta mjög miklu. Það þarf að halda áfram að opna umræðuna, auka fræðslu og sporna gegn neikvæðri kynjamenningu og klámvæðingu. Við trúum að með þessum aðferðum þá sé hægt að ná verulegum árangri í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og skapa betra og heilbrigðara samfélag fyrir komandi kynslóðir. Orð eru vissulega til alls fyrst, en við þurfum líka að láta verkin tala. Höfundur er lögreglustjóri
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar