Ofbeldi í felum Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Eitt af því sem lögreglan heldur vel utan um er hvort fjölgun eða fækkun sé á brotum í ákveðnum brotaflokkum. Einn brotaflokkur sker sig úr að því leyti að við getum ekki reitt okkur á tölur í honum, því þó að fjöldi tilkynntra ofbeldisbrota gegn konum sé meiri en áður, þá er mér til efs að ofbeldið hafi verið minna áður. Það var einfaldlega í felum. Ofbeldi gegn konum hefur ávallt viðgengist. Það er ekki fyrr en nú þegar hugrakkar konur stíga fram og segja frá, að hið mikla umfang ofbeldisins kemur í ljós og ábyrgð gerenda er dregin fram í dagsljósið. Á síðustu þremur árum hefur tilkynningum vegna heimilisofbeldis fjölgað úr 20 kærum á mánuði að jafnaði í rúmlega 55 kærur að jafnaði. Heimilisofbeldi flokkast sem kynbundið ofbeldi þar sem um 80% þolenda ofbeldisins eru konur. Breytt vinnulag og skráning lögreglu er ein ástæða fyrir fjölgun tilkynninga en einnig aukin umræða um heimilisofbeldi og alvarlegar afleiðingar þess. Frá því að ég tók við embætti lögreglustjóra árið 2014 hefur rannsókn þessara brota verið sett í forgang. Ný mál eru rannsökuð um leið og útkallið berst, gert er áhættumat og öllum tiltækum úrræðum beitt til að tryggja öryggi þolenda og aðstandenda. Þá eru sveitarfélögin nú komin í náið samstarf við lögreglu og veita þolendum og fjölskyldum þeirra aðstoð. Félagsráðgjafi kemur á vettvang og einnig barnaverndarstarfsmaður, séu börn á heimilinu. Gerendum er einnig boðin aðstoð og þannig er reynt að rjúfa vítahring ofbeldis. Annað dæmi um kynbundið ofbeldi er kynferðisbrot, þar sem yfirgnæfandi meirihluti fórnarlamba slíkra brota eru konur. Afleiðingar kynferðisbrota eru víðtækar og alvarlegar og sem betur fer heyrist rödd þolenda nú hærra en áður fyrr. Skömminni er æ oftar skilað til síns heima. Ýmislegt jákvætt hefur leitt af þessu. Sérstök aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota hefur verið sett saman af dómsmálaráðuneytinu. Er hún nú til umsagnar en verður vonandi innleidd á næstu vikum. Lögregluembætti á landinu öllu hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að styrkja málsmeðferð kynferðisbrota, til að mynda með aukinni þjálfun rannsóknarlögreglumanna. Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu styrkt málaflokkinn, til dæmis með ráðningu fleiri lögreglumanna til að rannsaka þessi brot. Aftur er um að ræða ofbeldi sem er í felum og við erum þess vegna stolt af því að tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu hafi fjölgað um rúmlega 40% á milli ára. Við erum ánægð með að fá þessi brot oftar inn til okkar vegna þess að það er algjörlega óviðunandi að þrefalt fleiri leiti til Neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota heldur en til lögreglu. Þverfagleg nálgun fyrir þolendur Í báðum þessum mikilvægu brotaflokkum, kynferðisbrotum og heimilisofbeldi, hefur verið leitast við að nálgast málið út frá þörfum þolenda. Þannig varð Bjarkarhlíð til dæmis til sem móttökumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, en tilgangur hennar er að bjóða upp á þverfaglega nálgun fyrir þolendur og umhverfi sem er vinsamlegra þolendum. Bjarkarhlíð hefur sannað gildi sitt á þeim örfáu mánuðum sem hún hefur verið starfrækt, en þangað leitar fólk sem hefði ekki leitað í önnur úrræði. Nýleg rannsókn sýnir að mikill munur sé á öryggistilfinningu karla og kvenna í miðborginni eftir myrkur og um helgar. Varnarleysi er sá áhrifaþáttur sem virðist hafa mest áhrif á óöryggi, sérstaklega hjá konum. Þessi skýring er ekki ný af nálinni en þar sem öryggistilfinning hefur ekki verið skoðuð með þessum hætti áður hér á landi þá sjáum við hversu stór þáttur varnarleysið er í hinum mikla kynjamun á öryggisupplifun fólks í miðborginni. Í rannsókninni sögðust konur í mun meira mæli en karlar hafa hegðað sér meðvitað á ákveðinn hátt til að tryggja öryggi sitt. Það er sem betur fer búið að taka tappann úr stíflunni á síðustu árum og umræðan um heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi er nú rækilega á dagskrá. Bæði karlar og konur hafa fengið nóg. Hvers vegna líðst kynbundið ofbeldi enn á Íslandi þrátt fyrir góða stöðu landsins í jafnréttismálum? Reynsla okkar hjá lögreglunni er sú að með því að nálgast aðra í málaflokknum og vinna saman þvert á kerfi og með því að hlusta á væntingar og reynslu þolenda sé hægt að breyta mjög miklu. Það þarf að halda áfram að opna umræðuna, auka fræðslu og sporna gegn neikvæðri kynjamenningu og klámvæðingu. Við trúum að með þessum aðferðum þá sé hægt að ná verulegum árangri í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og skapa betra og heilbrigðara samfélag fyrir komandi kynslóðir. Orð eru vissulega til alls fyrst, en við þurfum líka að láta verkin tala. Höfundur er lögreglustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem lögreglan heldur vel utan um er hvort fjölgun eða fækkun sé á brotum í ákveðnum brotaflokkum. Einn brotaflokkur sker sig úr að því leyti að við getum ekki reitt okkur á tölur í honum, því þó að fjöldi tilkynntra ofbeldisbrota gegn konum sé meiri en áður, þá er mér til efs að ofbeldið hafi verið minna áður. Það var einfaldlega í felum. Ofbeldi gegn konum hefur ávallt viðgengist. Það er ekki fyrr en nú þegar hugrakkar konur stíga fram og segja frá, að hið mikla umfang ofbeldisins kemur í ljós og ábyrgð gerenda er dregin fram í dagsljósið. Á síðustu þremur árum hefur tilkynningum vegna heimilisofbeldis fjölgað úr 20 kærum á mánuði að jafnaði í rúmlega 55 kærur að jafnaði. Heimilisofbeldi flokkast sem kynbundið ofbeldi þar sem um 80% þolenda ofbeldisins eru konur. Breytt vinnulag og skráning lögreglu er ein ástæða fyrir fjölgun tilkynninga en einnig aukin umræða um heimilisofbeldi og alvarlegar afleiðingar þess. Frá því að ég tók við embætti lögreglustjóra árið 2014 hefur rannsókn þessara brota verið sett í forgang. Ný mál eru rannsökuð um leið og útkallið berst, gert er áhættumat og öllum tiltækum úrræðum beitt til að tryggja öryggi þolenda og aðstandenda. Þá eru sveitarfélögin nú komin í náið samstarf við lögreglu og veita þolendum og fjölskyldum þeirra aðstoð. Félagsráðgjafi kemur á vettvang og einnig barnaverndarstarfsmaður, séu börn á heimilinu. Gerendum er einnig boðin aðstoð og þannig er reynt að rjúfa vítahring ofbeldis. Annað dæmi um kynbundið ofbeldi er kynferðisbrot, þar sem yfirgnæfandi meirihluti fórnarlamba slíkra brota eru konur. Afleiðingar kynferðisbrota eru víðtækar og alvarlegar og sem betur fer heyrist rödd þolenda nú hærra en áður fyrr. Skömminni er æ oftar skilað til síns heima. Ýmislegt jákvætt hefur leitt af þessu. Sérstök aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota hefur verið sett saman af dómsmálaráðuneytinu. Er hún nú til umsagnar en verður vonandi innleidd á næstu vikum. Lögregluembætti á landinu öllu hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að styrkja málsmeðferð kynferðisbrota, til að mynda með aukinni þjálfun rannsóknarlögreglumanna. Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu styrkt málaflokkinn, til dæmis með ráðningu fleiri lögreglumanna til að rannsaka þessi brot. Aftur er um að ræða ofbeldi sem er í felum og við erum þess vegna stolt af því að tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu hafi fjölgað um rúmlega 40% á milli ára. Við erum ánægð með að fá þessi brot oftar inn til okkar vegna þess að það er algjörlega óviðunandi að þrefalt fleiri leiti til Neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota heldur en til lögreglu. Þverfagleg nálgun fyrir þolendur Í báðum þessum mikilvægu brotaflokkum, kynferðisbrotum og heimilisofbeldi, hefur verið leitast við að nálgast málið út frá þörfum þolenda. Þannig varð Bjarkarhlíð til dæmis til sem móttökumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, en tilgangur hennar er að bjóða upp á þverfaglega nálgun fyrir þolendur og umhverfi sem er vinsamlegra þolendum. Bjarkarhlíð hefur sannað gildi sitt á þeim örfáu mánuðum sem hún hefur verið starfrækt, en þangað leitar fólk sem hefði ekki leitað í önnur úrræði. Nýleg rannsókn sýnir að mikill munur sé á öryggistilfinningu karla og kvenna í miðborginni eftir myrkur og um helgar. Varnarleysi er sá áhrifaþáttur sem virðist hafa mest áhrif á óöryggi, sérstaklega hjá konum. Þessi skýring er ekki ný af nálinni en þar sem öryggistilfinning hefur ekki verið skoðuð með þessum hætti áður hér á landi þá sjáum við hversu stór þáttur varnarleysið er í hinum mikla kynjamun á öryggisupplifun fólks í miðborginni. Í rannsókninni sögðust konur í mun meira mæli en karlar hafa hegðað sér meðvitað á ákveðinn hátt til að tryggja öryggi sitt. Það er sem betur fer búið að taka tappann úr stíflunni á síðustu árum og umræðan um heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi er nú rækilega á dagskrá. Bæði karlar og konur hafa fengið nóg. Hvers vegna líðst kynbundið ofbeldi enn á Íslandi þrátt fyrir góða stöðu landsins í jafnréttismálum? Reynsla okkar hjá lögreglunni er sú að með því að nálgast aðra í málaflokknum og vinna saman þvert á kerfi og með því að hlusta á væntingar og reynslu þolenda sé hægt að breyta mjög miklu. Það þarf að halda áfram að opna umræðuna, auka fræðslu og sporna gegn neikvæðri kynjamenningu og klámvæðingu. Við trúum að með þessum aðferðum þá sé hægt að ná verulegum árangri í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og skapa betra og heilbrigðara samfélag fyrir komandi kynslóðir. Orð eru vissulega til alls fyrst, en við þurfum líka að láta verkin tala. Höfundur er lögreglustjóri
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar