Hvar er best að kúka í Evrópu? „Þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt“ Benedikt Bóas skrifar 28. nóvember 2017 11:30 Gunnar Ben sturtaði niður víða um Evrópu. Vísir/Garðar „Aðstaðan var almennt séð alveg þokkaleg. Það var helst að tónleikastaðir í Austur-Evrópu væru helst til nýtnir á seturnar. Ég veit ekki hvort ég treysti mér að tilnefnda besta staðinn en það var góð aðstaða víða í Frakklandi þar sem var ró og næði og snyrtilegheit,“ segir Gunnar Ben, tónlistarmaður í Skálmöld. Skálmöld er nýkomin heim eftir mánaðar túr um Evrópu þar sem spilað var um allar trissur nánast á hverju kvöldi. Gunnar tók út klósettaðstöðuna þar sem þeir spiluðu og segir að aðstaða rokkaranna hafi víða verið í lagi en þar sem hún var í ólagi – þar var vont að vera. „Þegar maður kemst á klósett eftir langt ferðalag og oft hrikalegt mataræði þá liggur stundum allt til sýnis á floti í klósettinu og stundum óþægilega ofarlega ef vatnsstaðan er þannig. Það hefur komið fyrir að menn hafa lent í klípu og jafnvel blotnað við þannig aðstöðu. Það er tvennt sem er verst. Það er þegar vantar setuna og pappírinn. Þegar það vantar þessa sjálfsögðu hluti. Á Legend Club í Mílanó þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt. Maður gerði sitt og þurfti að taka servéttu með, fyrir utan að það var ekki einu sinni vaskur.“Hann segir að Ísland sé svolítið sér á báti þegar kemur að aðstöðu. Ísland er pínu skrýtið því það er ekki mikið baksviðsrými almennt. Ísland er ekki í þessum pakka að hljómsveitir koma á hádegi og fá jafnvel mat og maður er á klúbbnum allan daginn. Jafnvel er kvöldverður líka með. Á Íslandi er yfirleitt ekki klósett og sturta baksviðs – hvað þá veitingar.“ Gunnar gengur þó glaður frá túrnum enda hafi gengið vel og jafnvel framar björtustu vonum. „Það voru margir mættir til að hlusta á okkur, menn og konur mættu merkt í gömlu Skálmaldarbolunum sínum og við upplifðum góðan byr og gott bakland,“ segir hann og hlær. Eftir mánaðar túr um Evrópu er komið að Skálmöld að spila á Íslandi en langt er síðan hljómsveitin spilaði síðast hérlendis. Á laugardag verða Aðventutónleikar andskotans þar sem Dimma slær einnig í rokkklárinn. „Við erum alveg svakalega vel æfðir þessa dagana eftir túrinn og það er gott að spila þá á Íslandi. Við höfum verið að tala um að taka gigg saman og erum spenntir. Við erum að spila oft á sömu stöðum en aldrei saman þannig það var kominn tími á þetta samstarf.“ Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
„Aðstaðan var almennt séð alveg þokkaleg. Það var helst að tónleikastaðir í Austur-Evrópu væru helst til nýtnir á seturnar. Ég veit ekki hvort ég treysti mér að tilnefnda besta staðinn en það var góð aðstaða víða í Frakklandi þar sem var ró og næði og snyrtilegheit,“ segir Gunnar Ben, tónlistarmaður í Skálmöld. Skálmöld er nýkomin heim eftir mánaðar túr um Evrópu þar sem spilað var um allar trissur nánast á hverju kvöldi. Gunnar tók út klósettaðstöðuna þar sem þeir spiluðu og segir að aðstaða rokkaranna hafi víða verið í lagi en þar sem hún var í ólagi – þar var vont að vera. „Þegar maður kemst á klósett eftir langt ferðalag og oft hrikalegt mataræði þá liggur stundum allt til sýnis á floti í klósettinu og stundum óþægilega ofarlega ef vatnsstaðan er þannig. Það hefur komið fyrir að menn hafa lent í klípu og jafnvel blotnað við þannig aðstöðu. Það er tvennt sem er verst. Það er þegar vantar setuna og pappírinn. Þegar það vantar þessa sjálfsögðu hluti. Á Legend Club í Mílanó þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt. Maður gerði sitt og þurfti að taka servéttu með, fyrir utan að það var ekki einu sinni vaskur.“Hann segir að Ísland sé svolítið sér á báti þegar kemur að aðstöðu. Ísland er pínu skrýtið því það er ekki mikið baksviðsrými almennt. Ísland er ekki í þessum pakka að hljómsveitir koma á hádegi og fá jafnvel mat og maður er á klúbbnum allan daginn. Jafnvel er kvöldverður líka með. Á Íslandi er yfirleitt ekki klósett og sturta baksviðs – hvað þá veitingar.“ Gunnar gengur þó glaður frá túrnum enda hafi gengið vel og jafnvel framar björtustu vonum. „Það voru margir mættir til að hlusta á okkur, menn og konur mættu merkt í gömlu Skálmaldarbolunum sínum og við upplifðum góðan byr og gott bakland,“ segir hann og hlær. Eftir mánaðar túr um Evrópu er komið að Skálmöld að spila á Íslandi en langt er síðan hljómsveitin spilaði síðast hérlendis. Á laugardag verða Aðventutónleikar andskotans þar sem Dimma slær einnig í rokkklárinn. „Við erum alveg svakalega vel æfðir þessa dagana eftir túrinn og það er gott að spila þá á Íslandi. Við höfum verið að tala um að taka gigg saman og erum spenntir. Við erum að spila oft á sömu stöðum en aldrei saman þannig það var kominn tími á þetta samstarf.“
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira