Hvar er best að kúka í Evrópu? „Þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt“ Benedikt Bóas skrifar 28. nóvember 2017 11:30 Gunnar Ben sturtaði niður víða um Evrópu. Vísir/Garðar „Aðstaðan var almennt séð alveg þokkaleg. Það var helst að tónleikastaðir í Austur-Evrópu væru helst til nýtnir á seturnar. Ég veit ekki hvort ég treysti mér að tilnefnda besta staðinn en það var góð aðstaða víða í Frakklandi þar sem var ró og næði og snyrtilegheit,“ segir Gunnar Ben, tónlistarmaður í Skálmöld. Skálmöld er nýkomin heim eftir mánaðar túr um Evrópu þar sem spilað var um allar trissur nánast á hverju kvöldi. Gunnar tók út klósettaðstöðuna þar sem þeir spiluðu og segir að aðstaða rokkaranna hafi víða verið í lagi en þar sem hún var í ólagi – þar var vont að vera. „Þegar maður kemst á klósett eftir langt ferðalag og oft hrikalegt mataræði þá liggur stundum allt til sýnis á floti í klósettinu og stundum óþægilega ofarlega ef vatnsstaðan er þannig. Það hefur komið fyrir að menn hafa lent í klípu og jafnvel blotnað við þannig aðstöðu. Það er tvennt sem er verst. Það er þegar vantar setuna og pappírinn. Þegar það vantar þessa sjálfsögðu hluti. Á Legend Club í Mílanó þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt. Maður gerði sitt og þurfti að taka servéttu með, fyrir utan að það var ekki einu sinni vaskur.“Hann segir að Ísland sé svolítið sér á báti þegar kemur að aðstöðu. Ísland er pínu skrýtið því það er ekki mikið baksviðsrými almennt. Ísland er ekki í þessum pakka að hljómsveitir koma á hádegi og fá jafnvel mat og maður er á klúbbnum allan daginn. Jafnvel er kvöldverður líka með. Á Íslandi er yfirleitt ekki klósett og sturta baksviðs – hvað þá veitingar.“ Gunnar gengur þó glaður frá túrnum enda hafi gengið vel og jafnvel framar björtustu vonum. „Það voru margir mættir til að hlusta á okkur, menn og konur mættu merkt í gömlu Skálmaldarbolunum sínum og við upplifðum góðan byr og gott bakland,“ segir hann og hlær. Eftir mánaðar túr um Evrópu er komið að Skálmöld að spila á Íslandi en langt er síðan hljómsveitin spilaði síðast hérlendis. Á laugardag verða Aðventutónleikar andskotans þar sem Dimma slær einnig í rokkklárinn. „Við erum alveg svakalega vel æfðir þessa dagana eftir túrinn og það er gott að spila þá á Íslandi. Við höfum verið að tala um að taka gigg saman og erum spenntir. Við erum að spila oft á sömu stöðum en aldrei saman þannig það var kominn tími á þetta samstarf.“ Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
„Aðstaðan var almennt séð alveg þokkaleg. Það var helst að tónleikastaðir í Austur-Evrópu væru helst til nýtnir á seturnar. Ég veit ekki hvort ég treysti mér að tilnefnda besta staðinn en það var góð aðstaða víða í Frakklandi þar sem var ró og næði og snyrtilegheit,“ segir Gunnar Ben, tónlistarmaður í Skálmöld. Skálmöld er nýkomin heim eftir mánaðar túr um Evrópu þar sem spilað var um allar trissur nánast á hverju kvöldi. Gunnar tók út klósettaðstöðuna þar sem þeir spiluðu og segir að aðstaða rokkaranna hafi víða verið í lagi en þar sem hún var í ólagi – þar var vont að vera. „Þegar maður kemst á klósett eftir langt ferðalag og oft hrikalegt mataræði þá liggur stundum allt til sýnis á floti í klósettinu og stundum óþægilega ofarlega ef vatnsstaðan er þannig. Það hefur komið fyrir að menn hafa lent í klípu og jafnvel blotnað við þannig aðstöðu. Það er tvennt sem er verst. Það er þegar vantar setuna og pappírinn. Þegar það vantar þessa sjálfsögðu hluti. Á Legend Club í Mílanó þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt. Maður gerði sitt og þurfti að taka servéttu með, fyrir utan að það var ekki einu sinni vaskur.“Hann segir að Ísland sé svolítið sér á báti þegar kemur að aðstöðu. Ísland er pínu skrýtið því það er ekki mikið baksviðsrými almennt. Ísland er ekki í þessum pakka að hljómsveitir koma á hádegi og fá jafnvel mat og maður er á klúbbnum allan daginn. Jafnvel er kvöldverður líka með. Á Íslandi er yfirleitt ekki klósett og sturta baksviðs – hvað þá veitingar.“ Gunnar gengur þó glaður frá túrnum enda hafi gengið vel og jafnvel framar björtustu vonum. „Það voru margir mættir til að hlusta á okkur, menn og konur mættu merkt í gömlu Skálmaldarbolunum sínum og við upplifðum góðan byr og gott bakland,“ segir hann og hlær. Eftir mánaðar túr um Evrópu er komið að Skálmöld að spila á Íslandi en langt er síðan hljómsveitin spilaði síðast hérlendis. Á laugardag verða Aðventutónleikar andskotans þar sem Dimma slær einnig í rokkklárinn. „Við erum alveg svakalega vel æfðir þessa dagana eftir túrinn og það er gott að spila þá á Íslandi. Við höfum verið að tala um að taka gigg saman og erum spenntir. Við erum að spila oft á sömu stöðum en aldrei saman þannig það var kominn tími á þetta samstarf.“
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira