Hvar er best að kúka í Evrópu? „Þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt“ Benedikt Bóas skrifar 28. nóvember 2017 11:30 Gunnar Ben sturtaði niður víða um Evrópu. Vísir/Garðar „Aðstaðan var almennt séð alveg þokkaleg. Það var helst að tónleikastaðir í Austur-Evrópu væru helst til nýtnir á seturnar. Ég veit ekki hvort ég treysti mér að tilnefnda besta staðinn en það var góð aðstaða víða í Frakklandi þar sem var ró og næði og snyrtilegheit,“ segir Gunnar Ben, tónlistarmaður í Skálmöld. Skálmöld er nýkomin heim eftir mánaðar túr um Evrópu þar sem spilað var um allar trissur nánast á hverju kvöldi. Gunnar tók út klósettaðstöðuna þar sem þeir spiluðu og segir að aðstaða rokkaranna hafi víða verið í lagi en þar sem hún var í ólagi – þar var vont að vera. „Þegar maður kemst á klósett eftir langt ferðalag og oft hrikalegt mataræði þá liggur stundum allt til sýnis á floti í klósettinu og stundum óþægilega ofarlega ef vatnsstaðan er þannig. Það hefur komið fyrir að menn hafa lent í klípu og jafnvel blotnað við þannig aðstöðu. Það er tvennt sem er verst. Það er þegar vantar setuna og pappírinn. Þegar það vantar þessa sjálfsögðu hluti. Á Legend Club í Mílanó þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt. Maður gerði sitt og þurfti að taka servéttu með, fyrir utan að það var ekki einu sinni vaskur.“Hann segir að Ísland sé svolítið sér á báti þegar kemur að aðstöðu. Ísland er pínu skrýtið því það er ekki mikið baksviðsrými almennt. Ísland er ekki í þessum pakka að hljómsveitir koma á hádegi og fá jafnvel mat og maður er á klúbbnum allan daginn. Jafnvel er kvöldverður líka með. Á Íslandi er yfirleitt ekki klósett og sturta baksviðs – hvað þá veitingar.“ Gunnar gengur þó glaður frá túrnum enda hafi gengið vel og jafnvel framar björtustu vonum. „Það voru margir mættir til að hlusta á okkur, menn og konur mættu merkt í gömlu Skálmaldarbolunum sínum og við upplifðum góðan byr og gott bakland,“ segir hann og hlær. Eftir mánaðar túr um Evrópu er komið að Skálmöld að spila á Íslandi en langt er síðan hljómsveitin spilaði síðast hérlendis. Á laugardag verða Aðventutónleikar andskotans þar sem Dimma slær einnig í rokkklárinn. „Við erum alveg svakalega vel æfðir þessa dagana eftir túrinn og það er gott að spila þá á Íslandi. Við höfum verið að tala um að taka gigg saman og erum spenntir. Við erum að spila oft á sömu stöðum en aldrei saman þannig það var kominn tími á þetta samstarf.“ Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira
„Aðstaðan var almennt séð alveg þokkaleg. Það var helst að tónleikastaðir í Austur-Evrópu væru helst til nýtnir á seturnar. Ég veit ekki hvort ég treysti mér að tilnefnda besta staðinn en það var góð aðstaða víða í Frakklandi þar sem var ró og næði og snyrtilegheit,“ segir Gunnar Ben, tónlistarmaður í Skálmöld. Skálmöld er nýkomin heim eftir mánaðar túr um Evrópu þar sem spilað var um allar trissur nánast á hverju kvöldi. Gunnar tók út klósettaðstöðuna þar sem þeir spiluðu og segir að aðstaða rokkaranna hafi víða verið í lagi en þar sem hún var í ólagi – þar var vont að vera. „Þegar maður kemst á klósett eftir langt ferðalag og oft hrikalegt mataræði þá liggur stundum allt til sýnis á floti í klósettinu og stundum óþægilega ofarlega ef vatnsstaðan er þannig. Það hefur komið fyrir að menn hafa lent í klípu og jafnvel blotnað við þannig aðstöðu. Það er tvennt sem er verst. Það er þegar vantar setuna og pappírinn. Þegar það vantar þessa sjálfsögðu hluti. Á Legend Club í Mílanó þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt. Maður gerði sitt og þurfti að taka servéttu með, fyrir utan að það var ekki einu sinni vaskur.“Hann segir að Ísland sé svolítið sér á báti þegar kemur að aðstöðu. Ísland er pínu skrýtið því það er ekki mikið baksviðsrými almennt. Ísland er ekki í þessum pakka að hljómsveitir koma á hádegi og fá jafnvel mat og maður er á klúbbnum allan daginn. Jafnvel er kvöldverður líka með. Á Íslandi er yfirleitt ekki klósett og sturta baksviðs – hvað þá veitingar.“ Gunnar gengur þó glaður frá túrnum enda hafi gengið vel og jafnvel framar björtustu vonum. „Það voru margir mættir til að hlusta á okkur, menn og konur mættu merkt í gömlu Skálmaldarbolunum sínum og við upplifðum góðan byr og gott bakland,“ segir hann og hlær. Eftir mánaðar túr um Evrópu er komið að Skálmöld að spila á Íslandi en langt er síðan hljómsveitin spilaði síðast hérlendis. Á laugardag verða Aðventutónleikar andskotans þar sem Dimma slær einnig í rokkklárinn. „Við erum alveg svakalega vel æfðir þessa dagana eftir túrinn og það er gott að spila þá á Íslandi. Við höfum verið að tala um að taka gigg saman og erum spenntir. Við erum að spila oft á sömu stöðum en aldrei saman þannig það var kominn tími á þetta samstarf.“
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira