Vegurinn verður lokaður í vetur! Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson skrifar 28. nóvember 2017 10:46 „Ferjan Baldur er oft kölluð brúin yfir til Vestfjarða.“ segir á heimasíðu Sæferða, rekstaraðila Breiðafjarðarferjunnar. Sú ótrúlega staða er nú uppi að önnur af tveimur samgönguleiðum á milli sunnanverðra Vestfjarða og Vesturlands er lokuð um ótilgreindan tíma. Fyrsta frétt gaf til kynna að lokunin myndi vara í nokkra daga. Önnur fréttatilkynningin frá Sæferðum gaf til kynna að viðgerð á skipinu tæki 3-4 vikur og í gær barst þriðja tilkynningin, en þar var sagt frá því að viðgerð muni taka 7 vikur hið minnsta og siglingar ekki hefjast aftur fyrr en á nýju ári! Lokað í 3 mánuði? Því miður er hér að líkindum um óraunhæfar væntingar að ræða, miðað við umfang bilunar og þann tíma sem tekið hefur að leysa sambærileg vandamál áður. Þó að þeir sem hér skrifa séu ekki sérfræðingar í skipavélum (annar þó meiri en hinn), þá má af samtölum við þá sem til þekkja ætla að líklegra sé að stoppið vari nær þremur mánuðum en 7 vikum! Leiguskip er eina lausnin Þessi staða er fullkomlega ótæk. Ef vegasamgöngur væru með forsvaranlegum hætti á leiðinni væri hugsanlegt að almenningur og atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum og ferðaþjónustan við Breiðafjörð gæti lifað með þessu, en eins og staðan er, þá er enginn kostur annar í stöðunni en að Sæferðir gangi til þess verks, undanbragðalaust, að fá leigt skip sem getur sinnt verkefninu á meðan Baldur er í viðgerð. Höfundar eru þingmenn Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Bergþór Ólason Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
„Ferjan Baldur er oft kölluð brúin yfir til Vestfjarða.“ segir á heimasíðu Sæferða, rekstaraðila Breiðafjarðarferjunnar. Sú ótrúlega staða er nú uppi að önnur af tveimur samgönguleiðum á milli sunnanverðra Vestfjarða og Vesturlands er lokuð um ótilgreindan tíma. Fyrsta frétt gaf til kynna að lokunin myndi vara í nokkra daga. Önnur fréttatilkynningin frá Sæferðum gaf til kynna að viðgerð á skipinu tæki 3-4 vikur og í gær barst þriðja tilkynningin, en þar var sagt frá því að viðgerð muni taka 7 vikur hið minnsta og siglingar ekki hefjast aftur fyrr en á nýju ári! Lokað í 3 mánuði? Því miður er hér að líkindum um óraunhæfar væntingar að ræða, miðað við umfang bilunar og þann tíma sem tekið hefur að leysa sambærileg vandamál áður. Þó að þeir sem hér skrifa séu ekki sérfræðingar í skipavélum (annar þó meiri en hinn), þá má af samtölum við þá sem til þekkja ætla að líklegra sé að stoppið vari nær þremur mánuðum en 7 vikum! Leiguskip er eina lausnin Þessi staða er fullkomlega ótæk. Ef vegasamgöngur væru með forsvaranlegum hætti á leiðinni væri hugsanlegt að almenningur og atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum og ferðaþjónustan við Breiðafjörð gæti lifað með þessu, en eins og staðan er, þá er enginn kostur annar í stöðunni en að Sæferðir gangi til þess verks, undanbragðalaust, að fá leigt skip sem getur sinnt verkefninu á meðan Baldur er í viðgerð. Höfundar eru þingmenn Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun