Óvissa um hvort tveir þingmenn VG styðji nýja ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2017 19:00 Ráðherrum verður ekki fjölgað frá því sem nú er í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem væntanlega tekur við völdum á Bessastöðum á fimmtudag. Flokksstofnanir Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks afgreiða stjórnarsáttmálann á morgun en þing kemur ekki saman fyrr en um miðjan næsta mánuð. Stjórnarskiptin munu eiga sér stað með hefðbundnum hætti á Bessastöðum á fimmtudag. Fyrst kemur starfsstjórnin sem nú situr og segir af sér. En eftir það koma nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur til forsetans á Bessastöðum og taka við völdum. Katrín leggur mikla áherslu á að jafnvægi sé milli kynjanna í nýrri ríkisstjórn. Nú er rétt rúmar fjórar vikur frá því kosið var til Alþingis. En Katrín fékk stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands fljótlega eftir kosningar og reyndi án árangurs að mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka, Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata. Síðast liðnar þrjár vikur hefur hún hins vegar átt í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn án þess að nokkur hafi haft stjórnarmyndunarumboð þar til í dag þegar Katrín fékk umboðið. „Það liggur bara mjög vel á mér,“ sagði Katrín þegar hún kom á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands í blíðskaparveðri á Bessastöðum í morgun. En eftir fundinn með forseta ræddi hún einslega við alla þingmenn flokksins og formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ræddu einnig einslega við sína þingmenn. Forsetinn hefur fylgst mjög vel með viðræðum formanna flokkanna. Hann segist ekki hafa ýtt á eftir þeim undanfarnar vikur. Það hafi hins vegar verið sameiginlegur skilningur formannanna og hans að um leið og þeir heldu að þeir myndu ekki ná saman myndu þeir hætta tilraunum sínum.Rædduð þið Katrín eitthvað um þann möguleika að ef til vill hefði stjórnin ekki 35 þingmenn á bak við sig heldur 33? „Nei við ræddum það ekki.“En myndi það breyta eitthvað stöðunni í þinum huga ef það yrði? „Nei, hvað ætti ég að gera Heimir? Það kemur mér ekki við,“ sagði Guðni. Flokksráð Vinstri grænna, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins koma allar saman seinnipartinn á morgun þar sem stjórnarsáttmálinn verður borinn upp til atkvæða. Síðan er reiknað með þingflokksfundum á fimmtudagsmorgun þar sem formennirnir gera tillögur um ráðherra. Ný stjórn tæki síðan við á Bessastöðum eftir hádegi á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði á móti viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn áður en þær hófust.Býst þú við því að allir þingmenn þingflokksins styðji stjórnarsamstarfið því það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti því að fara í viðræðurnar? „Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnarsáttmáli verður borinn undir flokksráð okkar á morgun miðvikudag. Í kjölfarið verður svo þingflokksfundur á fimmtudag þar sem við munum síðan ganga með endanlegum hætti frá afgreiðslu þingflokksins á málinu,“ segir Katrín. Ráðherrar verði 11 í stjórninni eins og hjá fyrri stjórn. Heyrst hefur að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherra og hinir flokkarnir þrjá hvor. Stjórnarandstaðan hafnaði því á fundi í gær að afgreiða núverandi fjárlagafrumvarp með breytingum og því þarf að leggja fram nýtt frumvarp. Það þýðir að þing kemur ekki saman hinn 5. desember eins og stefnt hafði verið að, heldur ekki fyrr en um miðjan desember og fundar væntanlega einnig milli jóla og nýárs að sögn Katrínar til að afgreiða fjárlagafrumvarp og fjáraukalög fyrir áramót. „Sömuleiðis eru önnur mál sem liggja fyrir og ég hef nefnt sérstaklega í því samhengi málefni fatlaðs fólks. NPA svo kallað (notendastýrða persónulega aðstoð) sem við höfum stefnt á að ljúka. Og ég vænti þess eftir þennan fund að það muni allir láta hendur standa fram úr ermum til að þetta megi takast. HÉR fyrir neðan MÁ SJÁ FRÉTTAMANNAFUNDI FORSETANS OG KATRÍNAR Í HEILD SINNI. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ráðherrum verður ekki fjölgað frá því sem nú er í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem væntanlega tekur við völdum á Bessastöðum á fimmtudag. Flokksstofnanir Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks afgreiða stjórnarsáttmálann á morgun en þing kemur ekki saman fyrr en um miðjan næsta mánuð. Stjórnarskiptin munu eiga sér stað með hefðbundnum hætti á Bessastöðum á fimmtudag. Fyrst kemur starfsstjórnin sem nú situr og segir af sér. En eftir það koma nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur til forsetans á Bessastöðum og taka við völdum. Katrín leggur mikla áherslu á að jafnvægi sé milli kynjanna í nýrri ríkisstjórn. Nú er rétt rúmar fjórar vikur frá því kosið var til Alþingis. En Katrín fékk stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands fljótlega eftir kosningar og reyndi án árangurs að mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka, Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata. Síðast liðnar þrjár vikur hefur hún hins vegar átt í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn án þess að nokkur hafi haft stjórnarmyndunarumboð þar til í dag þegar Katrín fékk umboðið. „Það liggur bara mjög vel á mér,“ sagði Katrín þegar hún kom á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands í blíðskaparveðri á Bessastöðum í morgun. En eftir fundinn með forseta ræddi hún einslega við alla þingmenn flokksins og formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ræddu einnig einslega við sína þingmenn. Forsetinn hefur fylgst mjög vel með viðræðum formanna flokkanna. Hann segist ekki hafa ýtt á eftir þeim undanfarnar vikur. Það hafi hins vegar verið sameiginlegur skilningur formannanna og hans að um leið og þeir heldu að þeir myndu ekki ná saman myndu þeir hætta tilraunum sínum.Rædduð þið Katrín eitthvað um þann möguleika að ef til vill hefði stjórnin ekki 35 þingmenn á bak við sig heldur 33? „Nei við ræddum það ekki.“En myndi það breyta eitthvað stöðunni í þinum huga ef það yrði? „Nei, hvað ætti ég að gera Heimir? Það kemur mér ekki við,“ sagði Guðni. Flokksráð Vinstri grænna, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins koma allar saman seinnipartinn á morgun þar sem stjórnarsáttmálinn verður borinn upp til atkvæða. Síðan er reiknað með þingflokksfundum á fimmtudagsmorgun þar sem formennirnir gera tillögur um ráðherra. Ný stjórn tæki síðan við á Bessastöðum eftir hádegi á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði á móti viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn áður en þær hófust.Býst þú við því að allir þingmenn þingflokksins styðji stjórnarsamstarfið því það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti því að fara í viðræðurnar? „Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnarsáttmáli verður borinn undir flokksráð okkar á morgun miðvikudag. Í kjölfarið verður svo þingflokksfundur á fimmtudag þar sem við munum síðan ganga með endanlegum hætti frá afgreiðslu þingflokksins á málinu,“ segir Katrín. Ráðherrar verði 11 í stjórninni eins og hjá fyrri stjórn. Heyrst hefur að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherra og hinir flokkarnir þrjá hvor. Stjórnarandstaðan hafnaði því á fundi í gær að afgreiða núverandi fjárlagafrumvarp með breytingum og því þarf að leggja fram nýtt frumvarp. Það þýðir að þing kemur ekki saman hinn 5. desember eins og stefnt hafði verið að, heldur ekki fyrr en um miðjan desember og fundar væntanlega einnig milli jóla og nýárs að sögn Katrínar til að afgreiða fjárlagafrumvarp og fjáraukalög fyrir áramót. „Sömuleiðis eru önnur mál sem liggja fyrir og ég hef nefnt sérstaklega í því samhengi málefni fatlaðs fólks. NPA svo kallað (notendastýrða persónulega aðstoð) sem við höfum stefnt á að ljúka. Og ég vænti þess eftir þennan fund að það muni allir láta hendur standa fram úr ermum til að þetta megi takast. HÉR fyrir neðan MÁ SJÁ FRÉTTAMANNAFUNDI FORSETANS OG KATRÍNAR Í HEILD SINNI.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira