Kynningartúr fyrir mother! reyndi verulega á samband Lawrence og Aronofsky Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2017 21:26 Jennifer Lawrence og Darren Aronofsky Vísir/Getty Leikkonan Jennifer Lawrence segist ekki hafa verið hrifin af því hve miklum tíma leikstjórinn Darren Aronofsky varði í að velta sér upp úr því hvað öðrum fannst um nýjustu mynd hans mother! Lawrence fór með annað af aðalhlutverkum mother! en hún tók saman við Aronofsky um það leyti sem myndin var í framleiðslu. Greint var frá því í fjölmiðlum vestanhafs fyrir skömmu að þau hefðu ákveðið að binda endi á sambandið í mesta vinskap. Kvikmyndin mother! segir frá stormasömu sambandi karls og konu. Karlinn er mikilsvirt skáld sem hugsar um lítið annað en list sína og mun minna um eiginkonu sína.Variety fékk Jennifer Lawrence til að setjast niður með leikaranum Adam Sandler þar sem þau ræddu meðal annars hvernig þau reyna að forðast að lesa gagnrýni um verk þeirra. Adam Sandler spurði Lawrence hvort hún lesi gagnrýni um myndir hennar en hún sagðist forðast það. Hún sagðist taka þátt í að kynna myndir sínar til að fá fólk til að horfa á þær. Þegar því er lokið reyni hún helst að hugsa ekki meira um myndirnar og umtalið um þær. Það hafi þó reynst erfitt þegar hún þurfti að fara kynningartúr fyrir myndina mother! á sama tíma og hún var í sambandi með leikstjóranum sjálfum. „Við vorum saman á kynningartúrnum. Þegar ég kom aftur upp á hótel þá var myndin það síðasta sem ég vildi ræða eða hugsa um. Það var hins vegar það eina sem hann vildi ræða. Ég skildi alveg að þetta var hans afkvæmi. Hann skrifaði myndina, gat hana, leikstýrði henni. Ég þurfti að sinna tveimur hlutverkum þegar ég átti að vera skilningsríki makinn en þurfti um leið að segja: „Get ég í guðs bænum fengið frið frá mother! í eina sekúndu,“ segir Lawrence. Þegar Aronofsky byrjaði svo að lesa gagnrýni um myndina fyrir hana bað hún hann vinsamlegast um að hætta því því það væri ekki heilbrigt. Hún hafi ekki viljað lesa gagnrýni því þá færi hún í vörn. „Það sem við gerðum er frábært. Fólkið sem hatar það, hatar það. En það er ekkert sem þarf að verja. Ef ég lesa neikvæða gagnrýni fer ég í vörn.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Leikkonan Jennifer Lawrence segist ekki hafa verið hrifin af því hve miklum tíma leikstjórinn Darren Aronofsky varði í að velta sér upp úr því hvað öðrum fannst um nýjustu mynd hans mother! Lawrence fór með annað af aðalhlutverkum mother! en hún tók saman við Aronofsky um það leyti sem myndin var í framleiðslu. Greint var frá því í fjölmiðlum vestanhafs fyrir skömmu að þau hefðu ákveðið að binda endi á sambandið í mesta vinskap. Kvikmyndin mother! segir frá stormasömu sambandi karls og konu. Karlinn er mikilsvirt skáld sem hugsar um lítið annað en list sína og mun minna um eiginkonu sína.Variety fékk Jennifer Lawrence til að setjast niður með leikaranum Adam Sandler þar sem þau ræddu meðal annars hvernig þau reyna að forðast að lesa gagnrýni um verk þeirra. Adam Sandler spurði Lawrence hvort hún lesi gagnrýni um myndir hennar en hún sagðist forðast það. Hún sagðist taka þátt í að kynna myndir sínar til að fá fólk til að horfa á þær. Þegar því er lokið reyni hún helst að hugsa ekki meira um myndirnar og umtalið um þær. Það hafi þó reynst erfitt þegar hún þurfti að fara kynningartúr fyrir myndina mother! á sama tíma og hún var í sambandi með leikstjóranum sjálfum. „Við vorum saman á kynningartúrnum. Þegar ég kom aftur upp á hótel þá var myndin það síðasta sem ég vildi ræða eða hugsa um. Það var hins vegar það eina sem hann vildi ræða. Ég skildi alveg að þetta var hans afkvæmi. Hann skrifaði myndina, gat hana, leikstýrði henni. Ég þurfti að sinna tveimur hlutverkum þegar ég átti að vera skilningsríki makinn en þurfti um leið að segja: „Get ég í guðs bænum fengið frið frá mother! í eina sekúndu,“ segir Lawrence. Þegar Aronofsky byrjaði svo að lesa gagnrýni um myndina fyrir hana bað hún hann vinsamlegast um að hætta því því það væri ekki heilbrigt. Hún hafi ekki viljað lesa gagnrýni því þá færi hún í vörn. „Það sem við gerðum er frábært. Fólkið sem hatar það, hatar það. En það er ekkert sem þarf að verja. Ef ég lesa neikvæða gagnrýni fer ég í vörn.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira