Upptökur, ekki upptekinn háttur Kristín Hulda Gísladóttir skrifar 2. desember 2017 13:00 Háskóli Íslands stendur mjög framarlega í jafnréttismálum. Þar starfar sérstök Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og að auki eru jafnréttisnefndir fyrir miðlæga stjórnsýslu og hvert og eitt fræðasvið. Þá er Háskólinn með starfandi jafnréttisfulltrúa og ítarlega jafnréttisáætlun. Háskólinn leggur svo mikla áherslu á jafnrétti að eitt af einungis þremur gildum Háskóla Íslands í núgildandi stefnu er einmitt jafnrétti. Í ljósi alls þessa myndu flestir ætla að Háskólinn nýti öll úrræði sem í boði eru til að tryggja jafnan rétt nemenda til náms. Háskólinn stendur sig vel á mörgum sviðum jafnréttis en þó er eitt málefni sem varðar jafnrétti nemenda og virðist litla sem enga athygli fá frá skólanum. Upptökur á fyrirlestrum og aðgengi nemenda að þeim í gegnum netið. Upptökur á fyrirlestrum eru gífurlega mikilvægar til að nemendur hafi jöfn tækifæri til að nýta sér námið og kennsluna óháð fjölskylduhag, búsetu eða fjárhag. Ástæður þess að margir nemendur eiga erfitt með að mæta í fyrirlestra eru fjölmargar og mun fleiri en nefndar eru hér. Að auki getur gífurlega margt komið upp á sem gerir nemendum erfitt fyrir að mæta, líkt og áföll, slys og veikindi, bæði andleg og líkamleg. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að Háskólinn leggi sig allan fram um að slíkar aðstæður bitni sem minnst á námi nemenda. Þrátt fyrir þrálátar óskir nemenda um upptökur á fyrirlestrum virðist þó engin áhersla lögð á þær og fátt annað en geðþóttaákvörðun kennara ræður því hvort fyrirlestrar eru teknir upp. Fyrir þessu hafa heyrst ýmsar ástæður á borð við að upptökur geti valdið óþægindum fyrir kennara, auki á vinnuálag þeirra og að þeir kunni ekki á búnaðinn. Sem sálfræðinemi á þriðja ári hef ég setið fjöldann allan af námskeiðum og hefjast þau iðulega á því að kennarinn fær spurningar um það af hverju fyrirlestrar séu ekki teknir upp. Sú afsökun sem ég hef oftast heyrt er eitthvað á borð við: „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að taka upp fyrirlestra í þessum áfanga.“ Frekar kaldhæðnisleg afsökun því í sálfræði lærum við einmitt mikið um hefðarrök og hversu léleg þau séu. Það er í miklu ósamræmi við stefnu Háskólans og þá miklu áherslu sem lögð er á jafnrétti að upptökubúnaður sé ekki nýttur í þeim stofum þar sem hann er til staðar. Kröfur nemenda eru skýrar og augljóst að jafnt aðgengi nemenda að kennslu fellur undir jafnrétti. Nú standa yfir lokapróf í Háskólanum og víst að margir nemendur eru verr í stakk búnir en aðrir því þeir misstu af fyrirlestrum og höfðu enga leið til að nálgast þá. Vilji Háskóli Íslands starfa með jafnrétti að leiðarljósi, líkt og segir í stefnu skólans, ætti hann að tryggja að kennarar kunni á upptökubúnaðinn og nýti hann alltaf þegar hann er til staðar.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur mjög framarlega í jafnréttismálum. Þar starfar sérstök Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og að auki eru jafnréttisnefndir fyrir miðlæga stjórnsýslu og hvert og eitt fræðasvið. Þá er Háskólinn með starfandi jafnréttisfulltrúa og ítarlega jafnréttisáætlun. Háskólinn leggur svo mikla áherslu á jafnrétti að eitt af einungis þremur gildum Háskóla Íslands í núgildandi stefnu er einmitt jafnrétti. Í ljósi alls þessa myndu flestir ætla að Háskólinn nýti öll úrræði sem í boði eru til að tryggja jafnan rétt nemenda til náms. Háskólinn stendur sig vel á mörgum sviðum jafnréttis en þó er eitt málefni sem varðar jafnrétti nemenda og virðist litla sem enga athygli fá frá skólanum. Upptökur á fyrirlestrum og aðgengi nemenda að þeim í gegnum netið. Upptökur á fyrirlestrum eru gífurlega mikilvægar til að nemendur hafi jöfn tækifæri til að nýta sér námið og kennsluna óháð fjölskylduhag, búsetu eða fjárhag. Ástæður þess að margir nemendur eiga erfitt með að mæta í fyrirlestra eru fjölmargar og mun fleiri en nefndar eru hér. Að auki getur gífurlega margt komið upp á sem gerir nemendum erfitt fyrir að mæta, líkt og áföll, slys og veikindi, bæði andleg og líkamleg. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að Háskólinn leggi sig allan fram um að slíkar aðstæður bitni sem minnst á námi nemenda. Þrátt fyrir þrálátar óskir nemenda um upptökur á fyrirlestrum virðist þó engin áhersla lögð á þær og fátt annað en geðþóttaákvörðun kennara ræður því hvort fyrirlestrar eru teknir upp. Fyrir þessu hafa heyrst ýmsar ástæður á borð við að upptökur geti valdið óþægindum fyrir kennara, auki á vinnuálag þeirra og að þeir kunni ekki á búnaðinn. Sem sálfræðinemi á þriðja ári hef ég setið fjöldann allan af námskeiðum og hefjast þau iðulega á því að kennarinn fær spurningar um það af hverju fyrirlestrar séu ekki teknir upp. Sú afsökun sem ég hef oftast heyrt er eitthvað á borð við: „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að taka upp fyrirlestra í þessum áfanga.“ Frekar kaldhæðnisleg afsökun því í sálfræði lærum við einmitt mikið um hefðarrök og hversu léleg þau séu. Það er í miklu ósamræmi við stefnu Háskólans og þá miklu áherslu sem lögð er á jafnrétti að upptökubúnaður sé ekki nýttur í þeim stofum þar sem hann er til staðar. Kröfur nemenda eru skýrar og augljóst að jafnt aðgengi nemenda að kennslu fellur undir jafnrétti. Nú standa yfir lokapróf í Háskólanum og víst að margir nemendur eru verr í stakk búnir en aðrir því þeir misstu af fyrirlestrum og höfðu enga leið til að nálgast þá. Vilji Háskóli Íslands starfa með jafnrétti að leiðarljósi, líkt og segir í stefnu skólans, ætti hann að tryggja að kennarar kunni á upptökubúnaðinn og nýti hann alltaf þegar hann er til staðar.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar