Davíð þó Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 13. nóvember 2017 07:00 Í liðinni viku kvað Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) upp dóm í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu. Niðurstaða dómsins var að með dómi Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi íslenska ríkið gerst brotlegt við 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Daginn eftir að dómurinn gekk birti Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómari við MDE, grein á vefsvæði sínu undir yfirskriftinni „Fúkyrði eða fullyrðing?“. Í greininni segir Davíð Þór meðal annars (1) að skilaboðin frá MDE séu nokkuð misvísandi, (2) að niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að líta beri á tjáninguna sem gildisdóm sé, þegar á allt er litið, ágætlega rökstudd og sannfærandi og (3) að Hæstiréttur hafi í góðri trú beitt í dómi sínum sömu sjónarmiðum og MDE hefur gert.Ég er ósammála Davíð Þór: Í fyrsta lagi má lesa það út úr dómi MDE að aukinn rökstuðningur Hæstaréttar hefði engu breytt. Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ummælin „rapist“ væru gildisdómur var einfaldlega röng í ljósi þeirrar staðreyndar að sakamálin gegn Agli höfðu verið felld niður. Egill hefur hvorki verið ákærður né sakfelldur fyrir nauðgun. Í öðru lagi þá verða ummælin með engu móti réttlætt, eins og Hæstiréttur kaus að gera, með vísan til bloggfærslna sem Egill skrifaði árið 2007 enda voru ummælin sem málið snerist um sett fram vegna viðtals sem birtist árið 2012 eða 5 árum síðar og fjallaði um niðurfellingu fyrrgreindra sakamála. Í þriðja lagi byggir dómur MDE á því að ekki sé nægjanlegt fyrir Hæstarétt að beita þeim sjónarmiðum sem MDE hefur mótað í framkvæmd ef matið er bersýnilega ófullnægjandi. Dómur MDE er því í góðu samræmi við fyrri dóma réttarins í íslenskum málum. Fyrir utan að íslenskir dómstólar fylgi viðmiðum MDE hlýtur að mega gera þá kröfu til íslenskra dómstóla að matið sjálft og niðurstaða þess sé í samræmi við almenna skynsemi. Í stuttu máli felur dómur MDE í sér þau skýru og einföldu skilaboð til íslenska ríkisins að Hæstiréttur eigi að láta það ógert í framtíðinni að kveða upp dóma sem þennan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla, segir í grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. 9. nóvember 2017 06:45 Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku kvað Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) upp dóm í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu. Niðurstaða dómsins var að með dómi Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi íslenska ríkið gerst brotlegt við 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Daginn eftir að dómurinn gekk birti Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómari við MDE, grein á vefsvæði sínu undir yfirskriftinni „Fúkyrði eða fullyrðing?“. Í greininni segir Davíð Þór meðal annars (1) að skilaboðin frá MDE séu nokkuð misvísandi, (2) að niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að líta beri á tjáninguna sem gildisdóm sé, þegar á allt er litið, ágætlega rökstudd og sannfærandi og (3) að Hæstiréttur hafi í góðri trú beitt í dómi sínum sömu sjónarmiðum og MDE hefur gert.Ég er ósammála Davíð Þór: Í fyrsta lagi má lesa það út úr dómi MDE að aukinn rökstuðningur Hæstaréttar hefði engu breytt. Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ummælin „rapist“ væru gildisdómur var einfaldlega röng í ljósi þeirrar staðreyndar að sakamálin gegn Agli höfðu verið felld niður. Egill hefur hvorki verið ákærður né sakfelldur fyrir nauðgun. Í öðru lagi þá verða ummælin með engu móti réttlætt, eins og Hæstiréttur kaus að gera, með vísan til bloggfærslna sem Egill skrifaði árið 2007 enda voru ummælin sem málið snerist um sett fram vegna viðtals sem birtist árið 2012 eða 5 árum síðar og fjallaði um niðurfellingu fyrrgreindra sakamála. Í þriðja lagi byggir dómur MDE á því að ekki sé nægjanlegt fyrir Hæstarétt að beita þeim sjónarmiðum sem MDE hefur mótað í framkvæmd ef matið er bersýnilega ófullnægjandi. Dómur MDE er því í góðu samræmi við fyrri dóma réttarins í íslenskum málum. Fyrir utan að íslenskir dómstólar fylgi viðmiðum MDE hlýtur að mega gera þá kröfu til íslenskra dómstóla að matið sjálft og niðurstaða þess sé í samræmi við almenna skynsemi. Í stuttu máli felur dómur MDE í sér þau skýru og einföldu skilaboð til íslenska ríkisins að Hæstiréttur eigi að láta það ógert í framtíðinni að kveða upp dóma sem þennan.
Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla, segir í grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. 9. nóvember 2017 06:45
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar