Erlent

Japanskur raðmorðingi hefur gengist við morðunum

Atli Ísleifsson skrifar
Íbúð Takahiro Shiraishi er að finna í úthverfi höfuðborgarinnar Tókýó.
Íbúð Takahiro Shiraishi er að finna í úthverfi höfuðborgarinnar Tókýó. Vísir/AFP
Japanskur karlmaður, sem handtekinn var eftir að lík níu manna fundust í íbúð hans hefur viðurkennt að hafa banað fólkinu.

Að sögn mannsins eiga fórnarlömbin að hafa verið drepin á tveggja mánaða tímabili. Kveðst hann hafa komist í samband við fólkið á Twitter og drap þau sama dag og hann hitti viðkomandi.

Takahiro Shiraishi, sem er 27 ára að aldri, hefur viðurkennt að hafa bútað niður lík fólksins, hent einhverjum hlutum í ruslið og falið hlutana með kattasandi til að fela hylja sporin.

Morðin hafa vakið mikla athygli í Japan, þar sem glæpatíðni er almennt mjög lág. Þannig hafa dagblöðin birt stórar fyrirsagnir á borð við „Eitt morð á viku“.

Í yfirheyrslu hjá lögreglu fullyrti maðurinn að hafa náð sambandi við fórnarlömbin með því að tísta að hann gæti aðstoðað það við að fremja sjálfsvíg. Lögregla komst á spor mannsins þegar hún rannsakaði hvarf 23 ára konu.

Líkin fundust svo í íbúð mannsins í úthverfi höfuðborgarinnar Tokýó. Þar var búið að saga höfuð af tveimur búkanna og búið að koma þeim fyrir í frystikistu.

Nágrannar hafa greint frá því að undarleg lykt hafi borist úr íbúðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×