Fundu afskorna líkamshluta í frystikistum Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2017 06:54 Fréttamenn hafa setið um hús mannsins í morgun. Vísir/Getty Japanska lögreglan hefur handtekið mann eftir að hafa fundið umtalsvert magn líkamsleifa í íbúð hans í borginni Zama, skammt frá höfuðborginni Tokyo. Lögreglan er sögð á vef breska ríkisútvarpsins hafa komist á slóðir mannsins, Takahiro Shiraishi, er hún leitaði að konu sem ekkert hafði spurst til frá 21. október síðastliðinn. Þess í stað hafi hún fundið tvö afskorin höfuð í frystikistu sem stóð við íbúð mannsins. Þá er hún sögð hafa fundið hluta af líkum sjö annarra einstaklinga, sem einnig voru geymdir í hvers kyns kælihólfum, inni í íbúð mannsins. Um sé að ræða lík átta kvenna og eins karlmanns sem voru komin mislangt í rotnunarferlinu. Samkvæmt japönskum miðlum hefur maðurinn játað að hafa myrt fólkið. Að sama skapi segist hann hafa átt við lík þeirra til að fela sönnunargögn. Nágranni Shirashi segir í samtali við fjölmiðla að vond lykt hafi legið frá íbúð mannsins en hann flutti þangað í ágúst síðastliðnum. Shirashi hafði sett sig í samband við konuna sem lögreglan leitaði að í upphafi þegar hún lýsti á samfélagsmiðlum yfir áhuga á að fyrirfara sér. Áætlað er að hann hafi aðstoðað konuna við sjálfsvígið. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan og hefur fjöldi fréttamanna setið um íbúð mannsins. Nágrannar hans eru í áfalli. „Þetta er rólegt íbúðarhverfi og barnagæsla handan við hornið. Ég trúi ekki að líkin hafi fundist á svæði eins og þessu,“ er haft eftir einum þeirra. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Japanska lögreglan hefur handtekið mann eftir að hafa fundið umtalsvert magn líkamsleifa í íbúð hans í borginni Zama, skammt frá höfuðborginni Tokyo. Lögreglan er sögð á vef breska ríkisútvarpsins hafa komist á slóðir mannsins, Takahiro Shiraishi, er hún leitaði að konu sem ekkert hafði spurst til frá 21. október síðastliðinn. Þess í stað hafi hún fundið tvö afskorin höfuð í frystikistu sem stóð við íbúð mannsins. Þá er hún sögð hafa fundið hluta af líkum sjö annarra einstaklinga, sem einnig voru geymdir í hvers kyns kælihólfum, inni í íbúð mannsins. Um sé að ræða lík átta kvenna og eins karlmanns sem voru komin mislangt í rotnunarferlinu. Samkvæmt japönskum miðlum hefur maðurinn játað að hafa myrt fólkið. Að sama skapi segist hann hafa átt við lík þeirra til að fela sönnunargögn. Nágranni Shirashi segir í samtali við fjölmiðla að vond lykt hafi legið frá íbúð mannsins en hann flutti þangað í ágúst síðastliðnum. Shirashi hafði sett sig í samband við konuna sem lögreglan leitaði að í upphafi þegar hún lýsti á samfélagsmiðlum yfir áhuga á að fyrirfara sér. Áætlað er að hann hafi aðstoðað konuna við sjálfsvígið. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan og hefur fjöldi fréttamanna setið um íbúð mannsins. Nágrannar hans eru í áfalli. „Þetta er rólegt íbúðarhverfi og barnagæsla handan við hornið. Ég trúi ekki að líkin hafi fundist á svæði eins og þessu,“ er haft eftir einum þeirra.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira