Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur eru hafnar, en hún fékk stjórnarmyndunarumboðið síðdegis í dag. Ítarlega verður fjallað um atburðarás dagsins og það sem koma skal í íslenskum stjórnmálum í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Rætt verður við Katrínu og Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, auk formanna þeirra þriggja flokka sem Katrín er komin í formlegar viðræður við um að mynda ríkisstjórn.

Í fréttatímanum hittum við líka breska tónlistarmanninn William Doyle sem kemur fram á Airwaves tónlistarhátíðinni, en hann segir að heimur tónlistarmanna geti verið erfiður starfsvettvangur fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi eins og hann gerir sjálfur. Hann segir að streita, álag og mikil áfengisneysla í músíkbransanum geti haft slæm áhrif og talar fyrir bættu geðheilbrigði tónlistarfólks.

Þá kíkjum við á góðgerðarkvöld Hagskælinga, sem safna nú fyrir skólafélaga sinn sem berst við erfið veikindi.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×