Var ýtt til hliðar af ótta við Sjálfstæðismenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Birgitta Jónsdóttir fékk ekki heiðurssæti á lista fyrir síðustu kosningar. Vísir/Laufey „Ég var hreinsuð út og var náttúrlega ekkert í þessum kosningaham Pírata. Ég held að það hafi verið út af ótta við Sjálfstæðisflokkinn, eða mér skildist það. Það var eina skýringin sem ég fékk,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar var ákveðið að Birgitta yrði ekki í heiðurssæti á framboðslista Pírata. Birgitta segist hafa frétt það á kjördegi að ástæðan hefði verið ótti við að Sjálfstæðisflokknum tækist að hræða fólk með því að hún yrði ráðherra, ef hún yrði í heiðurssætinu. Birgitta segist ekki vera sár yfir þessu. „Ekki lengur. Ég var pínu sár þegar ég heyrði þetta,“ segir hún. Birgitta, sem er einn af stofnfélögum Pírata, segist stolt af því að hafa tekið þátt í að byggja upp stjórnmálahreyfinguna. „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í að hafa búið til hreyfingu sem hefur starfað með svona mörgu ungu fólki sem fann farveg fyrir sjálft sig í stjórnmálum og hafa beitt sér á flottan hátt. Mér finnst það frábært legacy,“ segir Birgitta og segist mjög stolt yfir því að hafa tekið þátt í að búa til svoleiðis. Píratar eru aðilar að fjögurra flokka stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Birgitta segist ekki vita nógu mikið til að hafa afgerandi skoðun á þeim stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sé ekki aðili að stjórnarmyndunarviðræðunum og sé ekki að skipta sér af. Hún óskar Pírötum á þingi velfarnaðar í stjórnarmyndunarviðræðunum. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að innan þeirra flokka sem eiga aðild að stjórnarmyndunarviðræðunum hafi áhyggjum verið lýst af reynsluleysi, sérstaklega í þingflokki Pírata. Þetta finnst Birgittu ósanngjarnar athugasemdir. Í síðustu ríkisstjórn voru allmargir sem höfðu aldrei setið á þingi. „Það hafa allir Píratar núna setið á þingi þó það sé misjafnlega lengi. Við erum með stífar reglur um að bera hluti undir grasrótina. Það getur ekki átt sér stað á einum degi eins og hjá öðrum flokkum. Þannig að allar þær áhyggjur sem hafa verið settar fram eiga nú frekar við hjá öðrum flokkum. Og varðandi reynsluleysið, ímyndaðu þér þá hvað hefði gerst ef Miðflokkurinn og Flokkur fólksins færu inn á þing. Hvað hefur mikið af fólki þar setið áður á þingi? Og formaður annars flokksins mætti aldrei í vinnuna,“ segir Birgitta og bætir við að þessi orðræða gagnvart félögum hennar sé ósanngjörn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
„Ég var hreinsuð út og var náttúrlega ekkert í þessum kosningaham Pírata. Ég held að það hafi verið út af ótta við Sjálfstæðisflokkinn, eða mér skildist það. Það var eina skýringin sem ég fékk,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar var ákveðið að Birgitta yrði ekki í heiðurssæti á framboðslista Pírata. Birgitta segist hafa frétt það á kjördegi að ástæðan hefði verið ótti við að Sjálfstæðisflokknum tækist að hræða fólk með því að hún yrði ráðherra, ef hún yrði í heiðurssætinu. Birgitta segist ekki vera sár yfir þessu. „Ekki lengur. Ég var pínu sár þegar ég heyrði þetta,“ segir hún. Birgitta, sem er einn af stofnfélögum Pírata, segist stolt af því að hafa tekið þátt í að byggja upp stjórnmálahreyfinguna. „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í að hafa búið til hreyfingu sem hefur starfað með svona mörgu ungu fólki sem fann farveg fyrir sjálft sig í stjórnmálum og hafa beitt sér á flottan hátt. Mér finnst það frábært legacy,“ segir Birgitta og segist mjög stolt yfir því að hafa tekið þátt í að búa til svoleiðis. Píratar eru aðilar að fjögurra flokka stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Birgitta segist ekki vita nógu mikið til að hafa afgerandi skoðun á þeim stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sé ekki aðili að stjórnarmyndunarviðræðunum og sé ekki að skipta sér af. Hún óskar Pírötum á þingi velfarnaðar í stjórnarmyndunarviðræðunum. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að innan þeirra flokka sem eiga aðild að stjórnarmyndunarviðræðunum hafi áhyggjum verið lýst af reynsluleysi, sérstaklega í þingflokki Pírata. Þetta finnst Birgittu ósanngjarnar athugasemdir. Í síðustu ríkisstjórn voru allmargir sem höfðu aldrei setið á þingi. „Það hafa allir Píratar núna setið á þingi þó það sé misjafnlega lengi. Við erum með stífar reglur um að bera hluti undir grasrótina. Það getur ekki átt sér stað á einum degi eins og hjá öðrum flokkum. Þannig að allar þær áhyggjur sem hafa verið settar fram eiga nú frekar við hjá öðrum flokkum. Og varðandi reynsluleysið, ímyndaðu þér þá hvað hefði gerst ef Miðflokkurinn og Flokkur fólksins færu inn á þing. Hvað hefur mikið af fólki þar setið áður á þingi? Og formaður annars flokksins mætti aldrei í vinnuna,“ segir Birgitta og bætir við að þessi orðræða gagnvart félögum hennar sé ósanngjörn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira