Var ýtt til hliðar af ótta við Sjálfstæðismenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Birgitta Jónsdóttir fékk ekki heiðurssæti á lista fyrir síðustu kosningar. Vísir/Laufey „Ég var hreinsuð út og var náttúrlega ekkert í þessum kosningaham Pírata. Ég held að það hafi verið út af ótta við Sjálfstæðisflokkinn, eða mér skildist það. Það var eina skýringin sem ég fékk,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar var ákveðið að Birgitta yrði ekki í heiðurssæti á framboðslista Pírata. Birgitta segist hafa frétt það á kjördegi að ástæðan hefði verið ótti við að Sjálfstæðisflokknum tækist að hræða fólk með því að hún yrði ráðherra, ef hún yrði í heiðurssætinu. Birgitta segist ekki vera sár yfir þessu. „Ekki lengur. Ég var pínu sár þegar ég heyrði þetta,“ segir hún. Birgitta, sem er einn af stofnfélögum Pírata, segist stolt af því að hafa tekið þátt í að byggja upp stjórnmálahreyfinguna. „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í að hafa búið til hreyfingu sem hefur starfað með svona mörgu ungu fólki sem fann farveg fyrir sjálft sig í stjórnmálum og hafa beitt sér á flottan hátt. Mér finnst það frábært legacy,“ segir Birgitta og segist mjög stolt yfir því að hafa tekið þátt í að búa til svoleiðis. Píratar eru aðilar að fjögurra flokka stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Birgitta segist ekki vita nógu mikið til að hafa afgerandi skoðun á þeim stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sé ekki aðili að stjórnarmyndunarviðræðunum og sé ekki að skipta sér af. Hún óskar Pírötum á þingi velfarnaðar í stjórnarmyndunarviðræðunum. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að innan þeirra flokka sem eiga aðild að stjórnarmyndunarviðræðunum hafi áhyggjum verið lýst af reynsluleysi, sérstaklega í þingflokki Pírata. Þetta finnst Birgittu ósanngjarnar athugasemdir. Í síðustu ríkisstjórn voru allmargir sem höfðu aldrei setið á þingi. „Það hafa allir Píratar núna setið á þingi þó það sé misjafnlega lengi. Við erum með stífar reglur um að bera hluti undir grasrótina. Það getur ekki átt sér stað á einum degi eins og hjá öðrum flokkum. Þannig að allar þær áhyggjur sem hafa verið settar fram eiga nú frekar við hjá öðrum flokkum. Og varðandi reynsluleysið, ímyndaðu þér þá hvað hefði gerst ef Miðflokkurinn og Flokkur fólksins færu inn á þing. Hvað hefur mikið af fólki þar setið áður á þingi? Og formaður annars flokksins mætti aldrei í vinnuna,“ segir Birgitta og bætir við að þessi orðræða gagnvart félögum hennar sé ósanngjörn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
„Ég var hreinsuð út og var náttúrlega ekkert í þessum kosningaham Pírata. Ég held að það hafi verið út af ótta við Sjálfstæðisflokkinn, eða mér skildist það. Það var eina skýringin sem ég fékk,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar var ákveðið að Birgitta yrði ekki í heiðurssæti á framboðslista Pírata. Birgitta segist hafa frétt það á kjördegi að ástæðan hefði verið ótti við að Sjálfstæðisflokknum tækist að hræða fólk með því að hún yrði ráðherra, ef hún yrði í heiðurssætinu. Birgitta segist ekki vera sár yfir þessu. „Ekki lengur. Ég var pínu sár þegar ég heyrði þetta,“ segir hún. Birgitta, sem er einn af stofnfélögum Pírata, segist stolt af því að hafa tekið þátt í að byggja upp stjórnmálahreyfinguna. „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í að hafa búið til hreyfingu sem hefur starfað með svona mörgu ungu fólki sem fann farveg fyrir sjálft sig í stjórnmálum og hafa beitt sér á flottan hátt. Mér finnst það frábært legacy,“ segir Birgitta og segist mjög stolt yfir því að hafa tekið þátt í að búa til svoleiðis. Píratar eru aðilar að fjögurra flokka stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Birgitta segist ekki vita nógu mikið til að hafa afgerandi skoðun á þeim stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sé ekki aðili að stjórnarmyndunarviðræðunum og sé ekki að skipta sér af. Hún óskar Pírötum á þingi velfarnaðar í stjórnarmyndunarviðræðunum. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að innan þeirra flokka sem eiga aðild að stjórnarmyndunarviðræðunum hafi áhyggjum verið lýst af reynsluleysi, sérstaklega í þingflokki Pírata. Þetta finnst Birgittu ósanngjarnar athugasemdir. Í síðustu ríkisstjórn voru allmargir sem höfðu aldrei setið á þingi. „Það hafa allir Píratar núna setið á þingi þó það sé misjafnlega lengi. Við erum með stífar reglur um að bera hluti undir grasrótina. Það getur ekki átt sér stað á einum degi eins og hjá öðrum flokkum. Þannig að allar þær áhyggjur sem hafa verið settar fram eiga nú frekar við hjá öðrum flokkum. Og varðandi reynsluleysið, ímyndaðu þér þá hvað hefði gerst ef Miðflokkurinn og Flokkur fólksins færu inn á þing. Hvað hefur mikið af fólki þar setið áður á þingi? Og formaður annars flokksins mætti aldrei í vinnuna,“ segir Birgitta og bætir við að þessi orðræða gagnvart félögum hennar sé ósanngjörn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira