Um framhaldsskólann í yfirstandandi stjórnarmyndurnarviðræðum Guðríður Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:24 Í þessum pistli mínum vil ég leggja inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður brýningu til þeirra sem skrifa nú stjórnarsáttmála. Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 er gert ráð fyrir sveigjanlegum námstíma til stúdentsprófs. Haustið 2015 kom þó tilskipun frá þáverandi menntamálaráðherra til allra framhaldsskóla landsins um að stytta skyldi námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þetta var tilskipun sem aldrei hlaut umræður og afgreiðslu Alþingis. Um svipað leyti var þeim tilmælum beint til stjórnenda í framhaldsskólum að eldri nemendur en 25 ára gætu ekki gengið að námsvist vísri í bóknám og skyldu yngri nemendur hafa forgang. Í ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að skerða framlög til framhaldsskólanna til næstu ára. Þvert á fyrri loforð um að þeir fjármunir sem mögulega sparast við styttingu námstímans skyldu ekki teknir úr rekstri framhaldsskólanna. Það er mikilvægt að verðandi stjórnarmeirihluti átti sig á því að innviðir framhaldsskólanna hafa verið að grotna niður í langan tíma. Þótt vissulega fylgi hverjum nemenda meira fjármagn ef þeim fækkar í framhaldsskólunum (miðað við óbreytt framlög) verður að hafa hugfast að það dugar engan vegin til þess að rétta kúrsinn og færa rekstur framhaldsskólanna í skikkanlegt horf. Verulegur skortur er á fjármagni til tækjakaupa og stoðþjónustu við nemendur verður að styrkja eigi að verða raunhæft að draga úr brottfalli nemenda. Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf kostar fjármuni. Stytting námstíma hefur lagt meira álag á nemendur í framhaldsskólunum. Fyrstu vísbendingar benda til þess að mögulega hafi styttingin verið vanhugsuð með ófyrirséðum afleiðingum, þessi aðgerð gæti mögulega verið að leiða til aukins brottfalls. Kennarasamtökin þekkja og vita hvar skóinn kreppir í rekstri framhaldsskólanna. Við þekkjum betur en aðrið innviði framhaldsskólanna og erum ávallt tilbúin til samstarfs við stjórnvöld um mótun menntastefnu og bætt skólastarf. Framhaldsskólinn verður að fá þann nauðsynlega sveigjanleika sem þarf svo hver og einn nemandi geti stundað þar nám á sínum forsendum. Eldri nemendur verða að fá aðgang að námi á framhaldsskólastigi og ekki er boðlegt að vísa þeim í dýrari úrræði á vegum einkaaðila. Og það þarf að leggja meira fé í rekstur framhaldsskólanna. Ég býð fram þekkingu okkar innan Kennarasamband Íslands og bið þess eins að við verðum kölluð að borðinu og á okkur verði hlustað þegar ný ríkisstjórn mótar stefnu sína í menntamálum. Annars óska ég ykkur, sem nú takið við keflinu alls hins besta og treysti því að þið minnist þess að grundvöllur sterks samfélags er traust og öflugt menntakerfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í þessum pistli mínum vil ég leggja inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður brýningu til þeirra sem skrifa nú stjórnarsáttmála. Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 er gert ráð fyrir sveigjanlegum námstíma til stúdentsprófs. Haustið 2015 kom þó tilskipun frá þáverandi menntamálaráðherra til allra framhaldsskóla landsins um að stytta skyldi námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þetta var tilskipun sem aldrei hlaut umræður og afgreiðslu Alþingis. Um svipað leyti var þeim tilmælum beint til stjórnenda í framhaldsskólum að eldri nemendur en 25 ára gætu ekki gengið að námsvist vísri í bóknám og skyldu yngri nemendur hafa forgang. Í ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að skerða framlög til framhaldsskólanna til næstu ára. Þvert á fyrri loforð um að þeir fjármunir sem mögulega sparast við styttingu námstímans skyldu ekki teknir úr rekstri framhaldsskólanna. Það er mikilvægt að verðandi stjórnarmeirihluti átti sig á því að innviðir framhaldsskólanna hafa verið að grotna niður í langan tíma. Þótt vissulega fylgi hverjum nemenda meira fjármagn ef þeim fækkar í framhaldsskólunum (miðað við óbreytt framlög) verður að hafa hugfast að það dugar engan vegin til þess að rétta kúrsinn og færa rekstur framhaldsskólanna í skikkanlegt horf. Verulegur skortur er á fjármagni til tækjakaupa og stoðþjónustu við nemendur verður að styrkja eigi að verða raunhæft að draga úr brottfalli nemenda. Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf kostar fjármuni. Stytting námstíma hefur lagt meira álag á nemendur í framhaldsskólunum. Fyrstu vísbendingar benda til þess að mögulega hafi styttingin verið vanhugsuð með ófyrirséðum afleiðingum, þessi aðgerð gæti mögulega verið að leiða til aukins brottfalls. Kennarasamtökin þekkja og vita hvar skóinn kreppir í rekstri framhaldsskólanna. Við þekkjum betur en aðrið innviði framhaldsskólanna og erum ávallt tilbúin til samstarfs við stjórnvöld um mótun menntastefnu og bætt skólastarf. Framhaldsskólinn verður að fá þann nauðsynlega sveigjanleika sem þarf svo hver og einn nemandi geti stundað þar nám á sínum forsendum. Eldri nemendur verða að fá aðgang að námi á framhaldsskólastigi og ekki er boðlegt að vísa þeim í dýrari úrræði á vegum einkaaðila. Og það þarf að leggja meira fé í rekstur framhaldsskólanna. Ég býð fram þekkingu okkar innan Kennarasamband Íslands og bið þess eins að við verðum kölluð að borðinu og á okkur verði hlustað þegar ný ríkisstjórn mótar stefnu sína í menntamálum. Annars óska ég ykkur, sem nú takið við keflinu alls hins besta og treysti því að þið minnist þess að grundvöllur sterks samfélags er traust og öflugt menntakerfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun