Lífið

Nicole Scherzinger brotnaði niður eftir þennan flutning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórbrotinn flutningur.
Stórbrotinn flutningur.
Shanaya Atkinson-Jones er að gera góða hluti í bresku útgáfunni af X-Factor að þessu sinni en hún gjörsamlega átti sviðið fyrir framan fjögur þúsund manns á dögunum.

Þátturinn var sýndur á Stöð 2 á föstudagskvöldið en Atkinson-Jones tók lagið Dance With My Father með Luther Vandross.

Flutningurinn var óaðfinnanlegur og voru dómararnir mjög svo hrifnir.  Þessi magnaða unga kona var ættleidd á sínum tíma og tileinkaði hún laginu foreldrum sínum.

Nicole Scherzinger, einn af dómurum X-Factor, réði ekkert við tilfinningar sínar eftir flutninginn og hágrét einfaldlega eins og sjá má hér að neðan. Í klippunni sést Nicole tárast töluvert en í þættinum sjálfum mátti sjá hana hágráta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.