Menntamál í forgang Steinn Jóhannsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Umræða um menntamál var ekki í forgangi í liðinni kosningabaráttu þó fullyrða megi að málefnið sé vissulega forgangsmál í samfélaginu. Allir flokkar voru þó sammála um að efla þyrfti menntakerfið og því verður áhugavert sjá hvað tilvonandi ríkisstjórn muni setja í forgang í þeim málaflokki. Skólar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu en í Aðalnámskrá framhaldsskóla segir: „Skólarnir skulu leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöður og þarfir barna og unglinga. Skólastarfið miðar að virkri þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi innan skólans sem utan.“ Þetta er göfugt hlutverk sem framhaldsskólunum ber að uppfylla. Undanfarin ár hafa fjölmargir skólar þurft að skera niður í stoðþjónustu og tækjakaupum og glíma samhliða við viðvarandi hallarekstur. Nú hefur tilvonandi ríkisstjórn tækifæri til að snúa þessari þróun við og auka fjárframlög til framhaldsskólanna þannig að þeir geti rækt hlutverk sitt með sóma. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld haldi því fjármagni inn í framhaldsskólunum sem átti að sparast vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Fjármagnið þarf að nota í þágu nemenda, sér í lagi að auka við stoðþjónustu og vinna gegn brotthvarfi. Því miður hefur brotthvarf framhaldsskólanemenda á Íslandi verið hátt í samanburði við önnur OECD-lönd. Til þess að styðja betur við nemendur í framhaldsskólum og vinna gegn brotthvarfi þarf nauðsynlega að greiða fyrir aðgengi að sálfræðiþjónustu inni í skólunum og efla samstarf á milli heilsugæslustöðva og skóla. Einnig þarf að fjölga náms- og starfsráðgjöfum en víða hefur álag verið mikið á þeim síðustu ár. Einnig mætti athuga að koma á námsstyrkjum sem þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum og geta haft jákvæð áhrif á skólastarfið og um leið minnkað vinnu nemenda með námi. Það er ljóst að tækifærin eru til staðar fyrir tilvonandi ríkisstjórn og forvitnilegt að fylgjast með hvort staðið verði við stóru orðin, þ.e. að bæta menntakerfið og búa þannig nemendum betri framtíð í skólum landsins. Höfundur er konrektor MH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Umræða um menntamál var ekki í forgangi í liðinni kosningabaráttu þó fullyrða megi að málefnið sé vissulega forgangsmál í samfélaginu. Allir flokkar voru þó sammála um að efla þyrfti menntakerfið og því verður áhugavert sjá hvað tilvonandi ríkisstjórn muni setja í forgang í þeim málaflokki. Skólar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu en í Aðalnámskrá framhaldsskóla segir: „Skólarnir skulu leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöður og þarfir barna og unglinga. Skólastarfið miðar að virkri þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi innan skólans sem utan.“ Þetta er göfugt hlutverk sem framhaldsskólunum ber að uppfylla. Undanfarin ár hafa fjölmargir skólar þurft að skera niður í stoðþjónustu og tækjakaupum og glíma samhliða við viðvarandi hallarekstur. Nú hefur tilvonandi ríkisstjórn tækifæri til að snúa þessari þróun við og auka fjárframlög til framhaldsskólanna þannig að þeir geti rækt hlutverk sitt með sóma. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld haldi því fjármagni inn í framhaldsskólunum sem átti að sparast vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Fjármagnið þarf að nota í þágu nemenda, sér í lagi að auka við stoðþjónustu og vinna gegn brotthvarfi. Því miður hefur brotthvarf framhaldsskólanemenda á Íslandi verið hátt í samanburði við önnur OECD-lönd. Til þess að styðja betur við nemendur í framhaldsskólum og vinna gegn brotthvarfi þarf nauðsynlega að greiða fyrir aðgengi að sálfræðiþjónustu inni í skólunum og efla samstarf á milli heilsugæslustöðva og skóla. Einnig þarf að fjölga náms- og starfsráðgjöfum en víða hefur álag verið mikið á þeim síðustu ár. Einnig mætti athuga að koma á námsstyrkjum sem þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum og geta haft jákvæð áhrif á skólastarfið og um leið minnkað vinnu nemenda með námi. Það er ljóst að tækifærin eru til staðar fyrir tilvonandi ríkisstjórn og forvitnilegt að fylgjast með hvort staðið verði við stóru orðin, þ.e. að bæta menntakerfið og búa þannig nemendum betri framtíð í skólum landsins. Höfundur er konrektor MH.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun