Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar 10. nóvember 2025 10:30 Vissirðu að á fyrri hluta þessa árs dróst raforkuframleiðsla úr kolum saman hvorttveggja í Kína og á Indlandi? Sú var raunin og það þrátt fyrir að raforkuvinnslan í löndunum í heild hafi aukist frá fyrra ári. Að orkukerfi tveggja fjölmennustu ríkja heims hafi þróast með þessum hætti vegur þyngst í því að á fyrri hluta ársins var raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti meiri en með því að brenna kolum. Í fyrsta skipti í meira en öld sótti mannkynið innan við þriðjung raforkuþarfar sinnar í kolabrennslu. Það eru ánægjuleg tímamót. Á fyrri hluta þessa árs jókst rafmagnsnotkun í heiminum frá árinu áður þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagsvexti. Það sem drífur þennan vöxt er aukin eftirspurn og á bak við hana er iðnaður af ýmsu tagi, raftækjum í notkun fjölgar, gagnaver kalla á orku og svo orkuskipti yfir í rafmagn. Vindur og sól í sókn Þessu erum við mannfólkið að svara í síauknu mæli með endurnýjanlegri orku og aukningin er mjög hressileg sérstaklega í nýtingu vinds og sólar. Samanlagt er reiknað með því að orkugjafarnir tveir standi undir um 20% raforkuvinnslu heimsins á næsta ári. Hlutdeild þeirra var 4% fyrir áratug. Kína og Indland eru í 1. og 3. sæti yfir þær þjóðir sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Þetta eru tvær fjölmennustu þjóðir heimsins og langt í frá að losa mest á hvern íbúa. Þar eru Vesturlönd – við þeirra á meðal – sporþyngri. Það er kannski ekki síst fyrir framtak Kínverja og Indverja í orkumálum að mannkyninu í heild er farið að miða í rétta átt í loftslagsmálum. (Í það minnsta jókst raforkuframleiðsla úr kolum hvorttveggja innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna frá í fyrra.) Höfum tekið stór skref – tökum fleiri Stærsta skref okkar Íslendinga í loftslagsmálum var að hagnýta jarðhita til húshitunar. Á höfuðborgarsvæðinu tók sú aðgerð um hálfa öld. Gróflega frá 1930 til 1980, en síðan þá hefur nánast hvert hús á svæðinu notið hitaveitu. Það hefur verið talsvert átak að fylgja þessu eftir því íbúafjöldi hefur meira en tvöfaldast frá því átakinu lauk og umfang húsnæðis aukist enn meira. Það er eiginlega skondið að jarðhitinn stendur líka á bak við helsta átak okkar í loftslagsmálum frá hitaveituvæðingunni. Orka náttúrunnar, sem hefur verið öðrum fyrirtækjum duglegra að byggja upp hleðslustöðvar, sækir nánast allt sitt rafmagn í jarðhitann á Hengilssvæðinu, sem líka skaffar okkur meira en helminginn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að boðlegir rafmagnsbílar komu á markað, fyrir rúmum áratug, hefur okkur gengið sæmilega að skipta út bílum. Af einstökum orkugjöfum nýskráðra bíla er rafmagn algengast nú í ár en það var dísill í fyrra. Aftur rafmagn árin tvö þar á undan, það er 2022 og 2023. 2021 var tengiltvinnárið mikla og svona höfum við verið svolítið rokkandi í þessu síðustu árin. Það stefnir þó í rétta átt og útreikningar ON benda til að bara rafmagnið sem það fyrirtæki hefur selt í gegnum hleðslukerfin sín hafi sparað 21 milljón lítra af eldsneyti sem kostað hefðu 5½ milljarð króna. Losun á tæpum 50 þúsund tonn af koldíoxíði spöruðust. Áhugaverð ráðstefna Í fyrramálið gengst Orka náttúrunnar fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem brýningin er skýr – klárum orkuskiptin á Íslandi. Þar tekur þátt lykilfólk í að stilla okkur þannig saman að orkuskipti í samgöngum geti tekið eitthvað færri áratugi en útbreiðsla hitaveitunnar. Nú þegar er einn að baki og við erum farin að sjá árangurinn því bráðabirgðatölur sýna að kolefnislosun vegna vegasamgangna dróst saman um 2,5% milli áranna 2023 og 2024. Það er einmitt í þessa átt sem við verðum að stefna – með Indverjum og Kínverjum. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vissirðu að á fyrri hluta þessa árs dróst raforkuframleiðsla úr kolum saman hvorttveggja í Kína og á Indlandi? Sú var raunin og það þrátt fyrir að raforkuvinnslan í löndunum í heild hafi aukist frá fyrra ári. Að orkukerfi tveggja fjölmennustu ríkja heims hafi þróast með þessum hætti vegur þyngst í því að á fyrri hluta ársins var raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti meiri en með því að brenna kolum. Í fyrsta skipti í meira en öld sótti mannkynið innan við þriðjung raforkuþarfar sinnar í kolabrennslu. Það eru ánægjuleg tímamót. Á fyrri hluta þessa árs jókst rafmagnsnotkun í heiminum frá árinu áður þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagsvexti. Það sem drífur þennan vöxt er aukin eftirspurn og á bak við hana er iðnaður af ýmsu tagi, raftækjum í notkun fjölgar, gagnaver kalla á orku og svo orkuskipti yfir í rafmagn. Vindur og sól í sókn Þessu erum við mannfólkið að svara í síauknu mæli með endurnýjanlegri orku og aukningin er mjög hressileg sérstaklega í nýtingu vinds og sólar. Samanlagt er reiknað með því að orkugjafarnir tveir standi undir um 20% raforkuvinnslu heimsins á næsta ári. Hlutdeild þeirra var 4% fyrir áratug. Kína og Indland eru í 1. og 3. sæti yfir þær þjóðir sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Þetta eru tvær fjölmennustu þjóðir heimsins og langt í frá að losa mest á hvern íbúa. Þar eru Vesturlönd – við þeirra á meðal – sporþyngri. Það er kannski ekki síst fyrir framtak Kínverja og Indverja í orkumálum að mannkyninu í heild er farið að miða í rétta átt í loftslagsmálum. (Í það minnsta jókst raforkuframleiðsla úr kolum hvorttveggja innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna frá í fyrra.) Höfum tekið stór skref – tökum fleiri Stærsta skref okkar Íslendinga í loftslagsmálum var að hagnýta jarðhita til húshitunar. Á höfuðborgarsvæðinu tók sú aðgerð um hálfa öld. Gróflega frá 1930 til 1980, en síðan þá hefur nánast hvert hús á svæðinu notið hitaveitu. Það hefur verið talsvert átak að fylgja þessu eftir því íbúafjöldi hefur meira en tvöfaldast frá því átakinu lauk og umfang húsnæðis aukist enn meira. Það er eiginlega skondið að jarðhitinn stendur líka á bak við helsta átak okkar í loftslagsmálum frá hitaveituvæðingunni. Orka náttúrunnar, sem hefur verið öðrum fyrirtækjum duglegra að byggja upp hleðslustöðvar, sækir nánast allt sitt rafmagn í jarðhitann á Hengilssvæðinu, sem líka skaffar okkur meira en helminginn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að boðlegir rafmagnsbílar komu á markað, fyrir rúmum áratug, hefur okkur gengið sæmilega að skipta út bílum. Af einstökum orkugjöfum nýskráðra bíla er rafmagn algengast nú í ár en það var dísill í fyrra. Aftur rafmagn árin tvö þar á undan, það er 2022 og 2023. 2021 var tengiltvinnárið mikla og svona höfum við verið svolítið rokkandi í þessu síðustu árin. Það stefnir þó í rétta átt og útreikningar ON benda til að bara rafmagnið sem það fyrirtæki hefur selt í gegnum hleðslukerfin sín hafi sparað 21 milljón lítra af eldsneyti sem kostað hefðu 5½ milljarð króna. Losun á tæpum 50 þúsund tonn af koldíoxíði spöruðust. Áhugaverð ráðstefna Í fyrramálið gengst Orka náttúrunnar fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem brýningin er skýr – klárum orkuskiptin á Íslandi. Þar tekur þátt lykilfólk í að stilla okkur þannig saman að orkuskipti í samgöngum geti tekið eitthvað færri áratugi en útbreiðsla hitaveitunnar. Nú þegar er einn að baki og við erum farin að sjá árangurinn því bráðabirgðatölur sýna að kolefnislosun vegna vegasamgangna dróst saman um 2,5% milli áranna 2023 og 2024. Það er einmitt í þessa átt sem við verðum að stefna – með Indverjum og Kínverjum. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun