Menntamál í forgang Steinn Jóhannsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Umræða um menntamál var ekki í forgangi í liðinni kosningabaráttu þó fullyrða megi að málefnið sé vissulega forgangsmál í samfélaginu. Allir flokkar voru þó sammála um að efla þyrfti menntakerfið og því verður áhugavert sjá hvað tilvonandi ríkisstjórn muni setja í forgang í þeim málaflokki. Skólar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu en í Aðalnámskrá framhaldsskóla segir: „Skólarnir skulu leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöður og þarfir barna og unglinga. Skólastarfið miðar að virkri þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi innan skólans sem utan.“ Þetta er göfugt hlutverk sem framhaldsskólunum ber að uppfylla. Undanfarin ár hafa fjölmargir skólar þurft að skera niður í stoðþjónustu og tækjakaupum og glíma samhliða við viðvarandi hallarekstur. Nú hefur tilvonandi ríkisstjórn tækifæri til að snúa þessari þróun við og auka fjárframlög til framhaldsskólanna þannig að þeir geti rækt hlutverk sitt með sóma. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld haldi því fjármagni inn í framhaldsskólunum sem átti að sparast vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Fjármagnið þarf að nota í þágu nemenda, sér í lagi að auka við stoðþjónustu og vinna gegn brotthvarfi. Því miður hefur brotthvarf framhaldsskólanemenda á Íslandi verið hátt í samanburði við önnur OECD-lönd. Til þess að styðja betur við nemendur í framhaldsskólum og vinna gegn brotthvarfi þarf nauðsynlega að greiða fyrir aðgengi að sálfræðiþjónustu inni í skólunum og efla samstarf á milli heilsugæslustöðva og skóla. Einnig þarf að fjölga náms- og starfsráðgjöfum en víða hefur álag verið mikið á þeim síðustu ár. Einnig mætti athuga að koma á námsstyrkjum sem þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum og geta haft jákvæð áhrif á skólastarfið og um leið minnkað vinnu nemenda með námi. Það er ljóst að tækifærin eru til staðar fyrir tilvonandi ríkisstjórn og forvitnilegt að fylgjast með hvort staðið verði við stóru orðin, þ.e. að bæta menntakerfið og búa þannig nemendum betri framtíð í skólum landsins. Höfundur er konrektor MH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinn Jóhannsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um menntamál var ekki í forgangi í liðinni kosningabaráttu þó fullyrða megi að málefnið sé vissulega forgangsmál í samfélaginu. Allir flokkar voru þó sammála um að efla þyrfti menntakerfið og því verður áhugavert sjá hvað tilvonandi ríkisstjórn muni setja í forgang í þeim málaflokki. Skólar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu en í Aðalnámskrá framhaldsskóla segir: „Skólarnir skulu leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöður og þarfir barna og unglinga. Skólastarfið miðar að virkri þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi innan skólans sem utan.“ Þetta er göfugt hlutverk sem framhaldsskólunum ber að uppfylla. Undanfarin ár hafa fjölmargir skólar þurft að skera niður í stoðþjónustu og tækjakaupum og glíma samhliða við viðvarandi hallarekstur. Nú hefur tilvonandi ríkisstjórn tækifæri til að snúa þessari þróun við og auka fjárframlög til framhaldsskólanna þannig að þeir geti rækt hlutverk sitt með sóma. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld haldi því fjármagni inn í framhaldsskólunum sem átti að sparast vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Fjármagnið þarf að nota í þágu nemenda, sér í lagi að auka við stoðþjónustu og vinna gegn brotthvarfi. Því miður hefur brotthvarf framhaldsskólanemenda á Íslandi verið hátt í samanburði við önnur OECD-lönd. Til þess að styðja betur við nemendur í framhaldsskólum og vinna gegn brotthvarfi þarf nauðsynlega að greiða fyrir aðgengi að sálfræðiþjónustu inni í skólunum og efla samstarf á milli heilsugæslustöðva og skóla. Einnig þarf að fjölga náms- og starfsráðgjöfum en víða hefur álag verið mikið á þeim síðustu ár. Einnig mætti athuga að koma á námsstyrkjum sem þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum og geta haft jákvæð áhrif á skólastarfið og um leið minnkað vinnu nemenda með námi. Það er ljóst að tækifærin eru til staðar fyrir tilvonandi ríkisstjórn og forvitnilegt að fylgjast með hvort staðið verði við stóru orðin, þ.e. að bæta menntakerfið og búa þannig nemendum betri framtíð í skólum landsins. Höfundur er konrektor MH.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun