Erlent

Enn ein skotárásin á Nørrebro

Atli Ísleifsson skrifar
Skotárásir hafa verið tíðar í dönsku höfuðborginni síðustu mánuði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Skotárásir hafa verið tíðar í dönsku höfuðborginni síðustu mánuði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Enn ein skotárásin var gerð á Nørrebro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. „Við fengum tilkynningu klukkan 20:20 og þegar við komum á staðinn fundum við mann sem hafði orðið fyrir skoti,“ segir Brian Belling hjá Kaupmannahafnarlögreglunni. DR greinir frá.

Danskir fjölmiðlar segja manninn hafa verið fluttan á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann ku þó ekki vera í lífshættu.

Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang árásarinnar sem er fyrir utan kaffihús á Griffenfeldsgade. Þá hefur verið rætt við sjónarvotta.

Skotárásir hafa verið tíðar í dönsku höfuðborginni síðustu mánuði, sér í lagi á Nørrebro. Flestar árásanna eru taldar tengjast átökum glæpagengja.

Glæpagengið LTF, Loyal to familia, hefur verið með ítök á svæðinu þar sem árásin var gerð, en annað gengi, Brothas, hefur að undanförnu reynt að ná þar fótfestu á ný eftir að hafa verið leyst upp á síðasta ári en síðan sameinast öðrum gengjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×