Erlent

200 handteknir vegna spillingar í Sádi-Arabíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn 32 ára gamli Mohammed bin Salmann, nýr krónprins Sádi-Arabíu.
Hinn 32 ára gamli Mohammed bin Salmann, nýr krónprins Sádi-Arabíu. Vísir/AFP
Yfirvöld i Sádi-Arabíu hafa handtekið 201 vegna spillingarrannsóknar og segja að rúmlega hundrað milljarðar dala af opinberu fé hafi endað í vasa óprúttinna einstaklinga vegna spillingar á undanförnum áratugum. Þetta kom fram í yfirlýsingu dómsmálaráðherra konungsríkisins í dag. Um 1.700 bankareikningar hafa verið frystir af yfirvöldum landsins.

Mun fleiri hafa verið handteknir en áður hafði verið talið samkvæmt frétt Guardian. Fyrstu fréttir af handtökunum bárust á laugardaginn eftir að ellefu prinsar og 38 embættismenn og viðskiptajöfrar voru handteknir. Þeir eru í haldi yfirvalda á fimm stjörnu hótelum víða um landið.

Gagnrýnendur segja að spillingarrannsóknin sé í rauninni spilling. Með handtökunum sé hinn 32 ára gamli Mohammed bin Salmann, nýr krónprins Sádi-Arabíu að tryggja stöðu sína og losa sig við mögulega andstæðinga.

Salmann leiðir rannsóknina í gegnum nýstofnaða rannsóknarnefnd.

Meðal þeirra sem hafa verið handteknir eru tveir synir fyrrverandi konungsins Abdullah. Annar þeirra heitir Miteb bin Abdullah og var hann, þar til á laugardaginn, yfirmaður þjóðvarðsliðs Sádi-Arabíu. Hann keppti eitt sinn um krúnuna og var mótfallinn því að Salmann yrði gerður að krónprinsi.


Tengdar fréttir

Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba

Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×