Líklegt að Alþingi komi saman innan hálfs mánaðar Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2017 20:00 Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir um hálfan mánuð hvort sem búið verður að mynda ríkisstjórn eða ekki. Starfandi forseti Alþingis er bjartsýnn á að vel takist til með afgreiðslu mála enda sé þingið í æfingu frá því í fyrra. Staðan á Alþingi núna er svipuð og hún var eftir alþingiskosningarnar í fyrra. En þá kom þing saman hinn 6. desember til að afgreiða fjárlög. Nú liggja hins vegar fleiri mál en bara fjárlög fyrir þinginu. Formenn þeirra átta þingflokka komu saman til fundar með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í dag til að ræða þingstörfin framundan. En aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar. Það bíður heilmikið verkefni þingflokksformannanna. Sem snýr að samningum þeirra í millum um skipan í nefndir og ráð þegar þingið er að koma sér af stað. Það þarf að kjósa hér forseta og forsætisnefnd. Velja í fastanefndir og alþjóðanefndir,“ segir Steingrímur. Þá þurfi helst að ná samkomulagi um forystu í þingnefndum og hlutdeild stjórnarandstöðu í þeim efnum, hver sem hún verði. Það geti vel farið svo að þing komi saman áður en búið verði að mynda ríkisstjórn og því verði bráðabirgðaástand að byggja á samkomulagi flokkanna.Aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar.Skjáskot/Stöð2Finnst þér líklegt að þing komi saman eitthvað fyrr nú en síðast?„Við ræddum þetta auðvitað og almennt var hljóð í mönnum þannig að þetta hafi verið full knapt í fyrra. Það er seinnilegt að það bíði heldur meiri verkefni núna. Viðbótarmál sem eru tengd áramótum. Ekki bara fjárlagafrumvarp og fjáraukalög tengdir hlutir,“ segir Steingrímur. Vísar Steingrímur þar til samkomulags flokka fyrir kosningar um að afgreiða frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir áramót. Hann muni ræða þetta við formenn flokkanna í næstu viku. „Ég er tiltölulega bjartsýnn á að þetta takist vel. Þingið stóðst prófið í fyrra með ágætum. Það gerði það sem þurfti að gera. Án þess að komin væri ríkisstjórn eða sérstakur meirihluti. Þannig að við erum í æfingu og ef til þess kemur þá treysti ég því að það myndi líka ganga vel núna. En að sjálfsögðu vonast menn eftir því að komnar verði hreinar línur í þetta fyrir þingsetningu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir um hálfan mánuð hvort sem búið verður að mynda ríkisstjórn eða ekki. Starfandi forseti Alþingis er bjartsýnn á að vel takist til með afgreiðslu mála enda sé þingið í æfingu frá því í fyrra. Staðan á Alþingi núna er svipuð og hún var eftir alþingiskosningarnar í fyrra. En þá kom þing saman hinn 6. desember til að afgreiða fjárlög. Nú liggja hins vegar fleiri mál en bara fjárlög fyrir þinginu. Formenn þeirra átta þingflokka komu saman til fundar með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í dag til að ræða þingstörfin framundan. En aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar. Það bíður heilmikið verkefni þingflokksformannanna. Sem snýr að samningum þeirra í millum um skipan í nefndir og ráð þegar þingið er að koma sér af stað. Það þarf að kjósa hér forseta og forsætisnefnd. Velja í fastanefndir og alþjóðanefndir,“ segir Steingrímur. Þá þurfi helst að ná samkomulagi um forystu í þingnefndum og hlutdeild stjórnarandstöðu í þeim efnum, hver sem hún verði. Það geti vel farið svo að þing komi saman áður en búið verði að mynda ríkisstjórn og því verði bráðabirgðaástand að byggja á samkomulagi flokkanna.Aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar.Skjáskot/Stöð2Finnst þér líklegt að þing komi saman eitthvað fyrr nú en síðast?„Við ræddum þetta auðvitað og almennt var hljóð í mönnum þannig að þetta hafi verið full knapt í fyrra. Það er seinnilegt að það bíði heldur meiri verkefni núna. Viðbótarmál sem eru tengd áramótum. Ekki bara fjárlagafrumvarp og fjáraukalög tengdir hlutir,“ segir Steingrímur. Vísar Steingrímur þar til samkomulags flokka fyrir kosningar um að afgreiða frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir áramót. Hann muni ræða þetta við formenn flokkanna í næstu viku. „Ég er tiltölulega bjartsýnn á að þetta takist vel. Þingið stóðst prófið í fyrra með ágætum. Það gerði það sem þurfti að gera. Án þess að komin væri ríkisstjórn eða sérstakur meirihluti. Þannig að við erum í æfingu og ef til þess kemur þá treysti ég því að það myndi líka ganga vel núna. En að sjálfsögðu vonast menn eftir því að komnar verði hreinar línur í þetta fyrir þingsetningu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira