Sorry seems to be the hardest word Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 30. október 2017 07:00 Í leiðara í Fréttablaðinu, 12. nóvember 2015, fullyrti aðalritstjóri 365 að fréttaflutningur Fréttablaðsins af Hlíðamálinu væri réttur og ekkert tilefni væri til að biðjast afsökunar. Þetta væri bara góð blaðamennska. Með dómi héraðsdóms tveimur árum síðar voru þrettán ummæli sem fjórir blaðamenn 365 höfðu viðhaft ómerkt auk þess sem umfjöllun Stöðvar 2 var talin brot á friðhelgi einkalífs. Af því tilefni skrifaði aðalritstjórinn nýjan leiðara í Fréttablaðið, 27. október sl., þar sem hann staðhæfði að með dómi héraðsdóms hafi verið þrengt svo að andrými fjölmiðla að það gæti vart talist annað en ritskoðun.Og í viðtali við Vísi sagði aðalritstjórinn: „Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar.“ Þvert á það sem ritstjórinn segir er farið yfir hver og ein ummæli lið fyrir lið með rökstuddum hætti í dómnum og aðeins hluti þeirra ómerktur. Í rökstuðningi dómsins segir meðal annars: „Dómurinn tekur undir þau sjónarmið stefndu að mikilvægt sé að flytja fréttir af rannsókn lögreglu af kynferðisbrotamálum ... Þrátt fyrir að sterkt sé tekið til orða um að ætluð brota stefnefnda hafi verið hrottaleg þykir stefnda ekki hafa farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar.“ Héraðsdómur er því sammála aðalritstjóranum um mikilvægi þess að fluttar séu fréttir af kynferðisbrotamálum sem sæta rannsókn lögreglu. Af rökstuðningi dómsins er jafnframt ljóst að héraðsdómur veitir blaðamönnum 365 verulegt svigrúm til þess að kveða fast að orði og jafnvel fara rangt með. Hvers vegna segir þá aðalritstjórinn að dómurinn takmarki umfjöllun um kynferðisbrot sem eru til rannsóknar? Líklega telur aðalritstjórinn heppilegra að veifa röngu tré en öngvu og freista þess þannig að beina athyglinni frá því augljósa í málinu. Sem er að aðalritstjóranum og blaðamönnunum fjórum varð alvarlega á í messunni og lögðu þannig líf tveggja manna í rúst. Einhverjum kynni að þykja afsökunarbeiðni við hæfi.Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í leiðara í Fréttablaðinu, 12. nóvember 2015, fullyrti aðalritstjóri 365 að fréttaflutningur Fréttablaðsins af Hlíðamálinu væri réttur og ekkert tilefni væri til að biðjast afsökunar. Þetta væri bara góð blaðamennska. Með dómi héraðsdóms tveimur árum síðar voru þrettán ummæli sem fjórir blaðamenn 365 höfðu viðhaft ómerkt auk þess sem umfjöllun Stöðvar 2 var talin brot á friðhelgi einkalífs. Af því tilefni skrifaði aðalritstjórinn nýjan leiðara í Fréttablaðið, 27. október sl., þar sem hann staðhæfði að með dómi héraðsdóms hafi verið þrengt svo að andrými fjölmiðla að það gæti vart talist annað en ritskoðun.Og í viðtali við Vísi sagði aðalritstjórinn: „Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar.“ Þvert á það sem ritstjórinn segir er farið yfir hver og ein ummæli lið fyrir lið með rökstuddum hætti í dómnum og aðeins hluti þeirra ómerktur. Í rökstuðningi dómsins segir meðal annars: „Dómurinn tekur undir þau sjónarmið stefndu að mikilvægt sé að flytja fréttir af rannsókn lögreglu af kynferðisbrotamálum ... Þrátt fyrir að sterkt sé tekið til orða um að ætluð brota stefnefnda hafi verið hrottaleg þykir stefnda ekki hafa farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar.“ Héraðsdómur er því sammála aðalritstjóranum um mikilvægi þess að fluttar séu fréttir af kynferðisbrotamálum sem sæta rannsókn lögreglu. Af rökstuðningi dómsins er jafnframt ljóst að héraðsdómur veitir blaðamönnum 365 verulegt svigrúm til þess að kveða fast að orði og jafnvel fara rangt með. Hvers vegna segir þá aðalritstjórinn að dómurinn takmarki umfjöllun um kynferðisbrot sem eru til rannsóknar? Líklega telur aðalritstjórinn heppilegra að veifa röngu tré en öngvu og freista þess þannig að beina athyglinni frá því augljósa í málinu. Sem er að aðalritstjóranum og blaðamönnunum fjórum varð alvarlega á í messunni og lögðu þannig líf tveggja manna í rúst. Einhverjum kynni að þykja afsökunarbeiðni við hæfi.Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun