Forystuskipti framundan hjá Öryrkjabandalaginu Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2017 14:32 Tvennt er í framboði til formanns í Öryrkjabandalagi Íslands en þing sambandsins hefst í dag. Báðir frambjóðendur leggja mikla áherslu á að lög um notendastýrða persónulega þjónustu verði samþykkt sem fyrst og að kjör öryrkja verði bætt þannig að þeir geti lifað með reisn. Ellen Calmon núverandi formaður Öryrkjabandalagsins býður sig ekki aftur fram til embættis formanns á þinginu sem hefst nú síðdegis. En fulltrúar þeirra fjörutíu og eins aðildarfélaga að bandalaginu kjósa nýjan formann á þinginu í fyrramálið. Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaformaður Sjálfsbjargar og Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Íslands til margra ára bjóða sig fram í formannsembættið til næstu tveggja ára. „Mig langar að miðla reynslu minni og þekkingu af baráttumálum og baráttu fyrir jöfnuði. Stolti og reisn einstaklinga sem hafa á einhvern hátt haft vindinn í fangið ef ég má orða það svo,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa hefur líka reynslu af baráttu fyrir málum fatlaðra hjá Sjálfsbjörg. „Ég hef undanfarin áratug unnið að málefnum sem tengjast fötluðu fólki, öryrkjum og langveikum. Mér finnst að nógu að starfa þegar kemur að því að reyna að bæta lífskjör og líf okkar hóps,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór segir mikilvægt að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi innan Öryrkjabandalagsins sem telji ríflega tugi þúsunda félagsmanna í 41 félagi. „Það sé ekki einhver einsleit mynd af því hverjir öryrkjar eru, hvernig þeir eru eða hvernig þeir líta út. Þess vegna er svo mikilvægt að minni aðildarfélögin til dæmis hafi vægi líka innan bandalagsins,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa og Einar Þór leggja bæði mikla áherslu á að lokið verði við að lögfesta notendastýrða persónulega þjónustu, eða NPA ásamt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá þurfi að bæta kjör öryrkja verulega. „Við sem erum öryrkjar þurfum að borga miklu meira fyrir að vera á lífi. Í lyfjakostnað, fyrir hjálpartæki, í læknisþjónustu. Þetta eru hlutir sem menn þurfa ekki endilega að borga stórar upphæðir í þegar maður er heilbrigður. Það er bara dýrara að vera fatlaður eða öryrki,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór tekur undir með henni að bæta þurfi kjör öryrkja. „Þau þarf svo sannarlega að bæta og það er forsenda þess að fólk geti lifað með reisn. Að það þurfi ekki að hafa stöðugar áhyggjur af því hvort það eigi fyrir mat á morgun. En ég lít björtum augum á framtíðina hvað varðar kjör og réttindi fatlaðs fólks og öryrkja vegna þess að viðhrofsbreytingin hefur verið í svo jákvæða át undanfarin ár. Og það er svo mikilvægt þegar þessi mikilvægu verkefni sem ég nefndi áðan verða komin á koppinn,“ segir Einar Þór. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Tvennt er í framboði til formanns í Öryrkjabandalagi Íslands en þing sambandsins hefst í dag. Báðir frambjóðendur leggja mikla áherslu á að lög um notendastýrða persónulega þjónustu verði samþykkt sem fyrst og að kjör öryrkja verði bætt þannig að þeir geti lifað með reisn. Ellen Calmon núverandi formaður Öryrkjabandalagsins býður sig ekki aftur fram til embættis formanns á þinginu sem hefst nú síðdegis. En fulltrúar þeirra fjörutíu og eins aðildarfélaga að bandalaginu kjósa nýjan formann á þinginu í fyrramálið. Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaformaður Sjálfsbjargar og Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Íslands til margra ára bjóða sig fram í formannsembættið til næstu tveggja ára. „Mig langar að miðla reynslu minni og þekkingu af baráttumálum og baráttu fyrir jöfnuði. Stolti og reisn einstaklinga sem hafa á einhvern hátt haft vindinn í fangið ef ég má orða það svo,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa hefur líka reynslu af baráttu fyrir málum fatlaðra hjá Sjálfsbjörg. „Ég hef undanfarin áratug unnið að málefnum sem tengjast fötluðu fólki, öryrkjum og langveikum. Mér finnst að nógu að starfa þegar kemur að því að reyna að bæta lífskjör og líf okkar hóps,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór segir mikilvægt að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi innan Öryrkjabandalagsins sem telji ríflega tugi þúsunda félagsmanna í 41 félagi. „Það sé ekki einhver einsleit mynd af því hverjir öryrkjar eru, hvernig þeir eru eða hvernig þeir líta út. Þess vegna er svo mikilvægt að minni aðildarfélögin til dæmis hafi vægi líka innan bandalagsins,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa og Einar Þór leggja bæði mikla áherslu á að lokið verði við að lögfesta notendastýrða persónulega þjónustu, eða NPA ásamt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá þurfi að bæta kjör öryrkja verulega. „Við sem erum öryrkjar þurfum að borga miklu meira fyrir að vera á lífi. Í lyfjakostnað, fyrir hjálpartæki, í læknisþjónustu. Þetta eru hlutir sem menn þurfa ekki endilega að borga stórar upphæðir í þegar maður er heilbrigður. Það er bara dýrara að vera fatlaður eða öryrki,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór tekur undir með henni að bæta þurfi kjör öryrkja. „Þau þarf svo sannarlega að bæta og það er forsenda þess að fólk geti lifað með reisn. Að það þurfi ekki að hafa stöðugar áhyggjur af því hvort það eigi fyrir mat á morgun. En ég lít björtum augum á framtíðina hvað varðar kjör og réttindi fatlaðs fólks og öryrkja vegna þess að viðhrofsbreytingin hefur verið í svo jákvæða át undanfarin ár. Og það er svo mikilvægt þegar þessi mikilvægu verkefni sem ég nefndi áðan verða komin á koppinn,“ segir Einar Þór.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent