Þjóðarátak um bætt kjör kvennastétta Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. október 2017 13:00 Konur eru að jafnaði með um 16% lægri laun en karlar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Okkur hefur lítið miðað í að draga úr þessum launamun á undanförnum árum þrátt fyrir mikla umræðu um þetta óréttlæti. Þetta er staðan, þrátt fyrir að konur séu að jafnaði með betri menntun en karlar, þrátt fyrir að konum hafi fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja, þrátt fyrir jafnvægi hafi náðst í kynjahlutföllum á Alþingi og þrátt fyrir ótal marga aðra sigra í jafnréttismálum. Í dag eru 42 ár liðin frá kvennafrídeginum þar sem um 90% íslenskra kvenna lögðu niður vinnu til að meðal annars til að mótmæla kynbundnum launamun. Þann dag komu 25 þúsund konur saman í miðborginni til að mótmæla þessu óréttlæti. Verkfallið varð kveikjan að stóraukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum og stórstígum framförum í jafnréttismálum. Það er hins vegar óþolandi að nú 42 árum síðar sé launamunur kynjanna enn jafn mikill og raun ber vitni. Þrátt fyrir að við hælum okkur af frábærum árangri í jafnréttismálum á alþjóða vísu er Ísland með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópu. En hvernig getur staðið á því að þetta er staðan? Ástæðan er í sjálfu sér einföld. Það er kerfisbundin skekkja í launum stórra stétta sem einkum eru skipaðar konum. Þetta eru leikskólakennarar, grunnskólakennarar, heilbrigðisstarfsfólk og stórar stéttir aðrar sem einkum vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Kjör þessara kvennastétta leiða til þess að Ísland mælist með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópa. Þessi staða hefur afleiðingar fyrir konur og fyrir okkur öll. Það er ekki hægt að tala um uppbyggingu innviða án þess að ræða um kjör kvennastétta. Þetta tvennt helst í hendur. Við sem samfélag þurfum að hafa kjark til að breyta þessu. Það sem til þarf er þjóðarsátt um bætt starfskjör kvennastétta. Verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og opinberir aðilar þurfa að skuldbinda sig til að fara með lausnamiðuðum hætti inn í þetta verkefni og hækka verulega laun þessara stétta. Ekkert réttlætir að byrjunarlaun leikskólakennara með 5 ára nám að baki sé rúmum 200 þúsund krónum undir meðallaunum í landinu.Höfundur er félags-og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Sjá meira
Konur eru að jafnaði með um 16% lægri laun en karlar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Okkur hefur lítið miðað í að draga úr þessum launamun á undanförnum árum þrátt fyrir mikla umræðu um þetta óréttlæti. Þetta er staðan, þrátt fyrir að konur séu að jafnaði með betri menntun en karlar, þrátt fyrir að konum hafi fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja, þrátt fyrir jafnvægi hafi náðst í kynjahlutföllum á Alþingi og þrátt fyrir ótal marga aðra sigra í jafnréttismálum. Í dag eru 42 ár liðin frá kvennafrídeginum þar sem um 90% íslenskra kvenna lögðu niður vinnu til að meðal annars til að mótmæla kynbundnum launamun. Þann dag komu 25 þúsund konur saman í miðborginni til að mótmæla þessu óréttlæti. Verkfallið varð kveikjan að stóraukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum og stórstígum framförum í jafnréttismálum. Það er hins vegar óþolandi að nú 42 árum síðar sé launamunur kynjanna enn jafn mikill og raun ber vitni. Þrátt fyrir að við hælum okkur af frábærum árangri í jafnréttismálum á alþjóða vísu er Ísland með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópu. En hvernig getur staðið á því að þetta er staðan? Ástæðan er í sjálfu sér einföld. Það er kerfisbundin skekkja í launum stórra stétta sem einkum eru skipaðar konum. Þetta eru leikskólakennarar, grunnskólakennarar, heilbrigðisstarfsfólk og stórar stéttir aðrar sem einkum vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Kjör þessara kvennastétta leiða til þess að Ísland mælist með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópa. Þessi staða hefur afleiðingar fyrir konur og fyrir okkur öll. Það er ekki hægt að tala um uppbyggingu innviða án þess að ræða um kjör kvennastétta. Þetta tvennt helst í hendur. Við sem samfélag þurfum að hafa kjark til að breyta þessu. Það sem til þarf er þjóðarsátt um bætt starfskjör kvennastétta. Verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og opinberir aðilar þurfa að skuldbinda sig til að fara með lausnamiðuðum hætti inn í þetta verkefni og hækka verulega laun þessara stétta. Ekkert réttlætir að byrjunarlaun leikskólakennara með 5 ára nám að baki sé rúmum 200 þúsund krónum undir meðallaunum í landinu.Höfundur er félags-og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun