Hættulega leiðinlegar kosningar Hjörtur Hjartarson skrifar 25. október 2017 09:00 Það er umræða um fátæklega kosningaumræðu. Þessi leiðindi eru því miður óhjákvæmileg, en fleira kemur til. Vandfundið er það framboð sem gerir tilraun til að brjótast útúr leiðindunum. Verra er, að hér eru ekki á ferð saklaus leiðindi, sem margir vilja meina að séu bara holl. Nei. Staðreyndin er sú, sem Hallgrímur Helgason rithöfundur hóf á loft um helgina á kröfufundi á Austurvelli: Fasisminn er mættur á ytri höfnina. Ekki dugir lengur að ætla að bíða leiðindin af sér. Þau munu ekki líða hjá af sjálfum sér. Nú er að taka til hendinni og afskrifa Sjálfstæðisflokkinn, hafna hans ókristilegu og þjóðfjandsamlegu framgöngu (gleymum heldur ekki flokki hins pabbadrengsins, milljarðamæringsins og skattaskjóls- og undanskotsmannsins, Sigmundar D. Gunnlaugssonar. Þeim sem nýlega hrökklaðist úr embætti fyrir lygar). Fáir virðast vita um hvað alþingiskosningarnar snúast. Jafnvel þótt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, undir forystu skattaskjólsbraskara og grunaðs innherjasvikara, Bjarna Benediktssonar, hafi hrökklast frá völdum vegna leyndarhyggju sem snerist um mál barnaníðings og fjölskyldu ráðherrans fráfarandi. Jafnvel þótt grímulaus ritskoðun og þöggun hafi dúkkað upp í miðri kosningabaráttunni - þöggun um meint innherjasvik hans fyrir Hrun - þá feta „andstæðingarnir“ troðna slóð: Lofa kjósendum gulli og grænum snúðum eins og venjulega. Eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin nýmæli hafi orðið. Eins og hneykslin – gömul og ný - séu of stór til að rúmast í munni þeirra. Sé það svo, að hneykslið sé of stórt, þá væri hægt að ræða um framtíðarsýn. Eitthvað varanlegt, eitthvað sem hægt væri að koma á og gammarnir gætu ekki jafnharðan kippt til baka. Til dæmis um sannleiksskyldu ráðherra; skipun dómara; rétt til heilbrigðisþjónustu; upplýsingarétt almennings; auðlindir í almannaeigu; rétt til framfærslu; félagsleg réttindi; frelsi fjölmiðla; lýðræði ... . Í stuttu máli: Hvers vegna ekki að ræða þá nýju stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun og lýstu yfirgnæfandi stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslu? Og þá staðreynd, að Alþingi hefur hunsað þann lýðræðsilegan vilja kjósenda í fimm ár? - Það væri uppbyggilegt svar við skipulögðum lygahernaði í kosningabaráttunni og jafnframt svar við því sem landsmenn hljóta að spyrja sjálfa sig: Í hvers konar samfélagi búum við? Hvers konar samfélag viljum við byggja upp á Íslandi? Svo væri gráupplagt að svara einfaldri grundvallarspurningu sem lögð er fyrir frambjóðendur á vefnum 20.oktober.is.Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er umræða um fátæklega kosningaumræðu. Þessi leiðindi eru því miður óhjákvæmileg, en fleira kemur til. Vandfundið er það framboð sem gerir tilraun til að brjótast útúr leiðindunum. Verra er, að hér eru ekki á ferð saklaus leiðindi, sem margir vilja meina að séu bara holl. Nei. Staðreyndin er sú, sem Hallgrímur Helgason rithöfundur hóf á loft um helgina á kröfufundi á Austurvelli: Fasisminn er mættur á ytri höfnina. Ekki dugir lengur að ætla að bíða leiðindin af sér. Þau munu ekki líða hjá af sjálfum sér. Nú er að taka til hendinni og afskrifa Sjálfstæðisflokkinn, hafna hans ókristilegu og þjóðfjandsamlegu framgöngu (gleymum heldur ekki flokki hins pabbadrengsins, milljarðamæringsins og skattaskjóls- og undanskotsmannsins, Sigmundar D. Gunnlaugssonar. Þeim sem nýlega hrökklaðist úr embætti fyrir lygar). Fáir virðast vita um hvað alþingiskosningarnar snúast. Jafnvel þótt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, undir forystu skattaskjólsbraskara og grunaðs innherjasvikara, Bjarna Benediktssonar, hafi hrökklast frá völdum vegna leyndarhyggju sem snerist um mál barnaníðings og fjölskyldu ráðherrans fráfarandi. Jafnvel þótt grímulaus ritskoðun og þöggun hafi dúkkað upp í miðri kosningabaráttunni - þöggun um meint innherjasvik hans fyrir Hrun - þá feta „andstæðingarnir“ troðna slóð: Lofa kjósendum gulli og grænum snúðum eins og venjulega. Eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin nýmæli hafi orðið. Eins og hneykslin – gömul og ný - séu of stór til að rúmast í munni þeirra. Sé það svo, að hneykslið sé of stórt, þá væri hægt að ræða um framtíðarsýn. Eitthvað varanlegt, eitthvað sem hægt væri að koma á og gammarnir gætu ekki jafnharðan kippt til baka. Til dæmis um sannleiksskyldu ráðherra; skipun dómara; rétt til heilbrigðisþjónustu; upplýsingarétt almennings; auðlindir í almannaeigu; rétt til framfærslu; félagsleg réttindi; frelsi fjölmiðla; lýðræði ... . Í stuttu máli: Hvers vegna ekki að ræða þá nýju stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun og lýstu yfirgnæfandi stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslu? Og þá staðreynd, að Alþingi hefur hunsað þann lýðræðsilegan vilja kjósenda í fimm ár? - Það væri uppbyggilegt svar við skipulögðum lygahernaði í kosningabaráttunni og jafnframt svar við því sem landsmenn hljóta að spyrja sjálfa sig: Í hvers konar samfélagi búum við? Hvers konar samfélag viljum við byggja upp á Íslandi? Svo væri gráupplagt að svara einfaldri grundvallarspurningu sem lögð er fyrir frambjóðendur á vefnum 20.oktober.is.Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun