Innlent

Óska eftir vitnum að hörðum árekstri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Reykjanesbraut í morgun.
Frá vettvangi á Reykjanesbraut í morgun. árekstur.is
Árekstur.is óskar eftir vitnum að hörðum árekstri sem varð rétt fyrir klukkan 9 í morgun á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að sérstaklega sé leitað að litlum hvítum sendiferðabíl sem ók þar um á þessum tíma.

 

Eru vitni beðin um að hafa samband við Árekstur.is í síma 578-9090 eða með tölvupósti í gegnum netfangið arekstur@arekstur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×