Hin krassandi umræða Ragnar Sverrisson skrifar 27. október 2017 07:00 Haustfundaröð Samtaka atvinnulífsins var auglýst með miklum glæsibrag og þess getið að auk kaffis og meðlætis yrði boðið upp á krassandi umræður. Einn slíkur fundur var haldinn á Akureyri og þangað mætti ég eins og fjöldi annarra og hlustaði með andakt á þrjá talsmenn þessara virtu heildarsamtaka útlista af mikilli íþrótt ástandið í efnahagsmálum, hagvöxt, gengi íslensku krónunnar, verðbólgu og horfur á vinnumarkaði. Allt ósköp notalegt með myndum og gröfum í hæsta gæðaflokki ásamt með mikilli mælsku um að varðveita verði stöðugleikann og gæta þess að þjóðarskútan hallist ekki enda sýni reynslan að þá geti verið stutt í að hún fari á hvolf með óskaplegum afleiðingum. Þess vegna yrði að fara að öllu með gát því þrátt fyrir gott ástand í dag væru blikur á lofti. Margt var skynsamlega sagt í þessum framsögum. Þó saknaði ég þess að þau nefndu ekki einu orði hvaða áhrif minnsti gjaldmiðill í veröldinni – íslenska krónan – hefur haft og mun að óbreyttu hafa á efnahagsmál Íslendinga og lífskjör þegnanna. Ekki varð undrun mín minni þegar við upphaf hinnar „krassandi umræðu“ var tekið fram að ekki væri ætlast til þess að fundarmenn færu að ræða hvaða þýðingu það gæti haft til framtíðar að taka upp evru eða annan öflugan gjaldmiðil. Nei, það var einfaldlega ekki á dagskránni og þaðan af síður hvað biði íslensks atvinnulífs ef við gengjum í ESB.Hafa ekki þennan valkost Ég vakti athygli á því á fundinum að í heil fimmtíu ár hefði ég hlustað á svipaðar ræður og boðið var upp á þessa morgunstund og ekkert nýtt hefði komið fram þó umbúðirnar hafi verið óvenju glæsilegar í þetta sinn. Ég spurði hverju þessi þögn um ofangreindan valkost sætti og hafði þá í huga að flest stærri fyrirtæki hér á landi hafa tekjur sínar í erlendri mynt og færa allt sitt bókhald í evrum eða dollurum en greiða svo starfsmönnum sínum laun í íslenskum krónum. Minni fyrirtæki og launþegar hér á landi hafa ekki þennan valkost en eru neydd til að velkjast í áratugi um úfinn sjó á hinni örlitlu fleytu sem íslenska krónan er. Nei, þetta má auðvitað ekki ræða á virðulegum fundum SA en hjala frekar um trausta efnahagsstjórn um borð í þessari kænu sem vill til að siglir lygnan sjó um þessar mundir. En svo gerist það sama og gerst hefur síðustu áratugina. Blikur hrannast upp á loftið, það fer að hvessa og litla þjóðarfleytan tekur miklar dýfur og er hvað eftir annað við það að velta á hliðina og sökkva með manni og mús. En í stað þess að skoða aðra möguleika má aðeins tala um siglingu í logni og forðast að ræða valkosti sem hafa reynst öðrum þjóðum vel í úfnum sjó. Ekki einu sinni að ræða það – jafnvel ekki á samkomum sem bjóða upp á „krassandi umræður“. Þegar ég gekk út af fundinum sæla hugsaði ég með mér: „Maður á auðvitað ekki að tala um snöru í hengds manns húsi.“ Höfundur er kaupmaður á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Haustfundaröð Samtaka atvinnulífsins var auglýst með miklum glæsibrag og þess getið að auk kaffis og meðlætis yrði boðið upp á krassandi umræður. Einn slíkur fundur var haldinn á Akureyri og þangað mætti ég eins og fjöldi annarra og hlustaði með andakt á þrjá talsmenn þessara virtu heildarsamtaka útlista af mikilli íþrótt ástandið í efnahagsmálum, hagvöxt, gengi íslensku krónunnar, verðbólgu og horfur á vinnumarkaði. Allt ósköp notalegt með myndum og gröfum í hæsta gæðaflokki ásamt með mikilli mælsku um að varðveita verði stöðugleikann og gæta þess að þjóðarskútan hallist ekki enda sýni reynslan að þá geti verið stutt í að hún fari á hvolf með óskaplegum afleiðingum. Þess vegna yrði að fara að öllu með gát því þrátt fyrir gott ástand í dag væru blikur á lofti. Margt var skynsamlega sagt í þessum framsögum. Þó saknaði ég þess að þau nefndu ekki einu orði hvaða áhrif minnsti gjaldmiðill í veröldinni – íslenska krónan – hefur haft og mun að óbreyttu hafa á efnahagsmál Íslendinga og lífskjör þegnanna. Ekki varð undrun mín minni þegar við upphaf hinnar „krassandi umræðu“ var tekið fram að ekki væri ætlast til þess að fundarmenn færu að ræða hvaða þýðingu það gæti haft til framtíðar að taka upp evru eða annan öflugan gjaldmiðil. Nei, það var einfaldlega ekki á dagskránni og þaðan af síður hvað biði íslensks atvinnulífs ef við gengjum í ESB.Hafa ekki þennan valkost Ég vakti athygli á því á fundinum að í heil fimmtíu ár hefði ég hlustað á svipaðar ræður og boðið var upp á þessa morgunstund og ekkert nýtt hefði komið fram þó umbúðirnar hafi verið óvenju glæsilegar í þetta sinn. Ég spurði hverju þessi þögn um ofangreindan valkost sætti og hafði þá í huga að flest stærri fyrirtæki hér á landi hafa tekjur sínar í erlendri mynt og færa allt sitt bókhald í evrum eða dollurum en greiða svo starfsmönnum sínum laun í íslenskum krónum. Minni fyrirtæki og launþegar hér á landi hafa ekki þennan valkost en eru neydd til að velkjast í áratugi um úfinn sjó á hinni örlitlu fleytu sem íslenska krónan er. Nei, þetta má auðvitað ekki ræða á virðulegum fundum SA en hjala frekar um trausta efnahagsstjórn um borð í þessari kænu sem vill til að siglir lygnan sjó um þessar mundir. En svo gerist það sama og gerst hefur síðustu áratugina. Blikur hrannast upp á loftið, það fer að hvessa og litla þjóðarfleytan tekur miklar dýfur og er hvað eftir annað við það að velta á hliðina og sökkva með manni og mús. En í stað þess að skoða aðra möguleika má aðeins tala um siglingu í logni og forðast að ræða valkosti sem hafa reynst öðrum þjóðum vel í úfnum sjó. Ekki einu sinni að ræða það – jafnvel ekki á samkomum sem bjóða upp á „krassandi umræður“. Þegar ég gekk út af fundinum sæla hugsaði ég með mér: „Maður á auðvitað ekki að tala um snöru í hengds manns húsi.“ Höfundur er kaupmaður á Akureyri.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun