Hin krassandi umræða Ragnar Sverrisson skrifar 27. október 2017 07:00 Haustfundaröð Samtaka atvinnulífsins var auglýst með miklum glæsibrag og þess getið að auk kaffis og meðlætis yrði boðið upp á krassandi umræður. Einn slíkur fundur var haldinn á Akureyri og þangað mætti ég eins og fjöldi annarra og hlustaði með andakt á þrjá talsmenn þessara virtu heildarsamtaka útlista af mikilli íþrótt ástandið í efnahagsmálum, hagvöxt, gengi íslensku krónunnar, verðbólgu og horfur á vinnumarkaði. Allt ósköp notalegt með myndum og gröfum í hæsta gæðaflokki ásamt með mikilli mælsku um að varðveita verði stöðugleikann og gæta þess að þjóðarskútan hallist ekki enda sýni reynslan að þá geti verið stutt í að hún fari á hvolf með óskaplegum afleiðingum. Þess vegna yrði að fara að öllu með gát því þrátt fyrir gott ástand í dag væru blikur á lofti. Margt var skynsamlega sagt í þessum framsögum. Þó saknaði ég þess að þau nefndu ekki einu orði hvaða áhrif minnsti gjaldmiðill í veröldinni – íslenska krónan – hefur haft og mun að óbreyttu hafa á efnahagsmál Íslendinga og lífskjör þegnanna. Ekki varð undrun mín minni þegar við upphaf hinnar „krassandi umræðu“ var tekið fram að ekki væri ætlast til þess að fundarmenn færu að ræða hvaða þýðingu það gæti haft til framtíðar að taka upp evru eða annan öflugan gjaldmiðil. Nei, það var einfaldlega ekki á dagskránni og þaðan af síður hvað biði íslensks atvinnulífs ef við gengjum í ESB.Hafa ekki þennan valkost Ég vakti athygli á því á fundinum að í heil fimmtíu ár hefði ég hlustað á svipaðar ræður og boðið var upp á þessa morgunstund og ekkert nýtt hefði komið fram þó umbúðirnar hafi verið óvenju glæsilegar í þetta sinn. Ég spurði hverju þessi þögn um ofangreindan valkost sætti og hafði þá í huga að flest stærri fyrirtæki hér á landi hafa tekjur sínar í erlendri mynt og færa allt sitt bókhald í evrum eða dollurum en greiða svo starfsmönnum sínum laun í íslenskum krónum. Minni fyrirtæki og launþegar hér á landi hafa ekki þennan valkost en eru neydd til að velkjast í áratugi um úfinn sjó á hinni örlitlu fleytu sem íslenska krónan er. Nei, þetta má auðvitað ekki ræða á virðulegum fundum SA en hjala frekar um trausta efnahagsstjórn um borð í þessari kænu sem vill til að siglir lygnan sjó um þessar mundir. En svo gerist það sama og gerst hefur síðustu áratugina. Blikur hrannast upp á loftið, það fer að hvessa og litla þjóðarfleytan tekur miklar dýfur og er hvað eftir annað við það að velta á hliðina og sökkva með manni og mús. En í stað þess að skoða aðra möguleika má aðeins tala um siglingu í logni og forðast að ræða valkosti sem hafa reynst öðrum þjóðum vel í úfnum sjó. Ekki einu sinni að ræða það – jafnvel ekki á samkomum sem bjóða upp á „krassandi umræður“. Þegar ég gekk út af fundinum sæla hugsaði ég með mér: „Maður á auðvitað ekki að tala um snöru í hengds manns húsi.“ Höfundur er kaupmaður á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Haustfundaröð Samtaka atvinnulífsins var auglýst með miklum glæsibrag og þess getið að auk kaffis og meðlætis yrði boðið upp á krassandi umræður. Einn slíkur fundur var haldinn á Akureyri og þangað mætti ég eins og fjöldi annarra og hlustaði með andakt á þrjá talsmenn þessara virtu heildarsamtaka útlista af mikilli íþrótt ástandið í efnahagsmálum, hagvöxt, gengi íslensku krónunnar, verðbólgu og horfur á vinnumarkaði. Allt ósköp notalegt með myndum og gröfum í hæsta gæðaflokki ásamt með mikilli mælsku um að varðveita verði stöðugleikann og gæta þess að þjóðarskútan hallist ekki enda sýni reynslan að þá geti verið stutt í að hún fari á hvolf með óskaplegum afleiðingum. Þess vegna yrði að fara að öllu með gát því þrátt fyrir gott ástand í dag væru blikur á lofti. Margt var skynsamlega sagt í þessum framsögum. Þó saknaði ég þess að þau nefndu ekki einu orði hvaða áhrif minnsti gjaldmiðill í veröldinni – íslenska krónan – hefur haft og mun að óbreyttu hafa á efnahagsmál Íslendinga og lífskjör þegnanna. Ekki varð undrun mín minni þegar við upphaf hinnar „krassandi umræðu“ var tekið fram að ekki væri ætlast til þess að fundarmenn færu að ræða hvaða þýðingu það gæti haft til framtíðar að taka upp evru eða annan öflugan gjaldmiðil. Nei, það var einfaldlega ekki á dagskránni og þaðan af síður hvað biði íslensks atvinnulífs ef við gengjum í ESB.Hafa ekki þennan valkost Ég vakti athygli á því á fundinum að í heil fimmtíu ár hefði ég hlustað á svipaðar ræður og boðið var upp á þessa morgunstund og ekkert nýtt hefði komið fram þó umbúðirnar hafi verið óvenju glæsilegar í þetta sinn. Ég spurði hverju þessi þögn um ofangreindan valkost sætti og hafði þá í huga að flest stærri fyrirtæki hér á landi hafa tekjur sínar í erlendri mynt og færa allt sitt bókhald í evrum eða dollurum en greiða svo starfsmönnum sínum laun í íslenskum krónum. Minni fyrirtæki og launþegar hér á landi hafa ekki þennan valkost en eru neydd til að velkjast í áratugi um úfinn sjó á hinni örlitlu fleytu sem íslenska krónan er. Nei, þetta má auðvitað ekki ræða á virðulegum fundum SA en hjala frekar um trausta efnahagsstjórn um borð í þessari kænu sem vill til að siglir lygnan sjó um þessar mundir. En svo gerist það sama og gerst hefur síðustu áratugina. Blikur hrannast upp á loftið, það fer að hvessa og litla þjóðarfleytan tekur miklar dýfur og er hvað eftir annað við það að velta á hliðina og sökkva með manni og mús. En í stað þess að skoða aðra möguleika má aðeins tala um siglingu í logni og forðast að ræða valkosti sem hafa reynst öðrum þjóðum vel í úfnum sjó. Ekki einu sinni að ræða það – jafnvel ekki á samkomum sem bjóða upp á „krassandi umræður“. Þegar ég gekk út af fundinum sæla hugsaði ég með mér: „Maður á auðvitað ekki að tala um snöru í hengds manns húsi.“ Höfundur er kaupmaður á Akureyri.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar