Innlent

Sláturgrísir slösuðust í bílslysi í Svínahrauni

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins á Þorlákshafnarafleggjaranum á Hellisheiði.
Frá vettvangi slyssins á Þorlákshafnarafleggjaranum á Hellisheiði. Brunavarnir Árnessýslu.
Flutningabíll fór út af Þrengslavegi, undir Suðurlandsvegi, í Svínahrauni rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Bílstjórinn slapp með minniháttar meiðsl en verið var að flytja svín með bílnum og einhver þeirra slösuð. Unnið er á vettvangi þessa stundina og má búast við einhverjum töfum og takmörkunum á umferð á meðan því stendur.

Frá vettvangi slyssins.Brunavarnir Árnessýslu.
Uppfært klukkan 15:55: 

Tilkynning barst frá Brunavörnum Árnessýslu rétt í þessu vegna málsins en þar kemur fram að gripaflutningabíll með 114 sláturgrísum hafi farið á hliðina við vegamót Þrengsla og Suðurlandsvegar. Ökumaður bílsins komst sjálfur úr bílnum og eru meiðsli hans minniháttar.

Frá vettvangi slyssinsVísir
Brunavarnir Árnessýslu, Sjúkraflutningar og Lögreglan á Suðurlandi ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og dýralækni frá Matvælastofnun eru á vettvangi og vinna að hreinsun. Einnig eru starfsmenn Stjörnugríss komnir á staðinn til að flytja grísina áfram.

Þrengslavegur er ekki lokaður en ber að vara vegfarendur við því sem fyrir augu getur borið.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×